Snýst um sjáanlegan vilja til að hafa hlutina í fullkomnu lagi.

Annað hvort er stimpillinn á vörunni að hún sé hæf til manneldis eða ekki.

Að vona að allt sé í lagi eða búast við því, er bæði ólöglegt, ósiðlegt og forkastanlegt. 

Sá sem flytur inn efni til manneldis, á sjálfur að hafa þetta 100% í lagi. 

Skriflegt, vottað og stimplað af öllum hlutaðeigandi. 

Stórasaltmálið snýst ekki um að þetta hafi kannski sloppið í þetta skiptið.

Það snýst um að menn HAFI VILJANN OG LÖNGUNINA til að fylgja reglunum og hafa hlutina í lagi. 

Ekki eins og lýst er í 8. hefti rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið.

Að allt hafi snúist um að smjúga um allar glufur í reglunum til að þurfa ekki að fara eftir anda þeirra.  

Að minnsta kosti hjá starfsmönnunum sem fengu bónusgreiðslurnar. 

Þeir sem ekki hafa augljóslega viljann til að hafa alla hluti í lagi hjá sér.

Eiga ekki að koma nálægt neinum hagsmunum almennings.  

Og eiga þegar út af bregður að verða sóttir í handjárnum.

Svo að þeim skiljist. 


mbl.is Segir iðnaðarsaltið ekki skaðlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ábyrgð þeirra fyrirtækja sem keyptu iðnaðarsalt og notuðu í matvæli sem þau framleiddu er ekki síður mikil. Þau hafa væntanlega reglur til að vinna eftir þar sem fram kemur hvers konar hráefni þeim er heimilt að nota. Því miður þá ber þetta keim af því að fyrirtæki kaupa óviðurkennda vöru af því að hún er ódýrari. Því miður vill það oft vera þannig, þ.e.a.s. ef þau komast upp með það.

Hins vegar þá er spurning hvort við þurfum nokkuð að hafa áhyggjur af skaðleika þessa salts. Vissulega eru gerðar ákveðnar kröfur um gæði en það væri gaman á sama tíma að bera saman gæði þessa salts við það salt sem notað er í saltfiskverkun til matvælaframleiðslu sem seld er úr landi.

Hafið þið séð þegar því salti er mokað úr skipum og upp á vörubíla sem keyra með það upp í skemmu þar sem það liggur fyrir manna og músa fótum?

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 19:23

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég er alveg sammála þér!  Þetta snýst um miklu stærra mál, sem varðar viðhorf, viðbrögð og úrlausn gagnvart aðstæðum sem skapast þegar mistök hafa verið gerð.  Þess vegna er athyglisvert nú að fylgjast með viðbrögðum fyrirtækjanna sem hafa vegna sinnuleysis og mistaka, notað iðnaðarsalt til matvælaiðnaðar.

Einn sendir feita löngutöng á liðið;  stormur í vatnsglasi segir hann, ég klára bara mínar birgðir.  Þar missti þessi knái bakari og sósugerðarmaður allavega einn viðskiptavin, en honum er örugglega skítsama.

Flest fyrirtækin hafa brugðist við af nokkurri reisn, en þetta bréf frá Saltframleiðandanum, undirritað af sölustjórum, er ekki mjög trúverðugt.     Framleiðslustjóri, efnaverkfræðingur og forstjóri hefðu átt að gefa þessa yfirlýsingu, meira að segja samningalögin sjálf, gefa sölumönnum ákveðinn afslátt af yfirlýsingum sínum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.1.2012 kl. 19:25

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einmitt! Íslensk ónothæf klíkustjórnsýsla í hnotskurn. Pólitíska siðspillingingin er á hættustigi á Íslandi. Fram hjá því verður ekki horft lengur.

Ástandið er komið á alvarlegt stig, einmitt vegna þess að ekki er farið eftir stjórnarskrá, lögum og reglum, og hefur ekki verið gert í yfir hálfa öld á Íslandi. Ekki nema þegar fátækt fólk með ekkert bakland brýtur eitthvað smávægilega af sér vegna bágrar stöðu sinnar, vegna svika opinbera kerfisins gegn sér, í samfélagi "siðaðra" á Íslandinu siðspillta!!!

Ef ekki verður hreinsað til í embættum landsins, þannig að þau virki samkvæmt lögum og reglum, þá getum við öll farið að lifa í undirheimunum, eða á svartamarkaðs-braski, til að komast af á Íslandi.  öðrum kosti komið okkur úr landi strax, þeir sem hafa möguleika á því, sem eru því miður ekki allir!

Um þetta snýst mikilvægi þess að gera upp spillinguna á Íslandi undanbragðalaust, á öllum sviðum!

Og gömlu flokkarnir eru ekki færir um að hreinsa til í spillingunni, svo mikið er víst! Því í þeim er eitruð rót vandans, með MAMMON-guðinn ofurgráðuga sem átrúnaðargoð! Ekkert gott fylgir slíkri trú. Það er vel þekkt staðreynd í samfélögum siðaðra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.1.2012 kl. 21:12

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Guðmundur

Hún Jenný er alveg með þetta.

Þetta er miklu stærra mál en nákvæmlega hvort þetta salt sleppi til.

Viggó Jörgensson, 16.1.2012 kl. 22:12

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega fyrir innlitið Jenný Stefanía.

Við Íslendingar flytjum út matvæli.

Orðspor okkar á þeim vettvangi verður ekki metið til fjár.

Einhver ölgerð eða saltfiskverkun eða yfirleitt nokkur,

hafa ekkert leyfi til að spilla orðspori okkar

sem matvælaframleiðanda.

Að íslensk matvæli séu gæðavara er eitthvað sem við

höfum reynt að markaðssetja í meira en öld.

Nánast landráð að spilla slíku með kæruleysi.

Viggó Jörgensson, 16.1.2012 kl. 22:16

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér líka innlitið Anna Sigríður.

Íslensku flokkarnir gætu hreinsað út spillinguna.

Þeir hafa bara nákvæmlega engan áhuga á því.

Því þarf að hreinsa út forystuna úr þeim öllum.

Ekki endilega lausn að vera alltaf að búa til nýja flokka.

Viggó Jörgensson, 16.1.2012 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband