Alveg hárrétt.

En þá þarf líka að skipta um stjórnmálamenn.

Ekki hafa hér stjórnmálamenn sem á fylliríi eyða 15 miljörðum í göng til deyjandi bæjarfélags.

Þar sem íbúarnir voru ekki einu sinni 1500 og hefur fækkað um tæp 30% á rúmum áratug. 

Fækkun sem er í aldurshópunum 0 til 42 ára, hvað segir það okkur? 

Enn eru á Alþingi stjórnmálamenn sem telja að nú sé einmitt rétti tíminn til að bora jarðgöng.

Þegar sjúkrahúsin eiga vart fyrir rafmagni þá skal fjöllunum breytt í götóttan geitaost.  

Enda sjálfir ekki með síðri vitsmuni en geiturnar. 

Ná jafnvel upp í asna.   


mbl.is Ísland gæti dafnað undir aga í hagstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bygging þessa nýja sjúkrahúss er galið áform og auk þess umrædd jarðgöng. Landeyjahöfn er fúlasti brandari þjóðarinnar í samanlagðri kristni.

Utanríkisráðuneytið er orðið eins og nýra sem hefur stökkbreyst og margfaldast að þyngd ásamt því að verða utanáliggjandi.

Með því að breyta aflareglunni í sóknarmark mætti auka botnfiskveiðar um 100 þús. tonn það minnsta.

Árni Gunnarsson, 12.1.2012 kl. 17:48

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég held að þetta sé allt rétt hjá þér Árni.

Þó hafa verkfræðingar það sér til afbötunnar að Landeyjahafnarlíkanið gerði ekki ráð fyrir þessu eldgosi.  

Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband