10.1.2012 | 16:47
Helferðarráðuneytið reynir að kaupa vinsældir.
Það er gott og blessað að bjóða þessum konum í ómskoðun.
Erlendir læknar hafa hins vegar sagt að þessir púðir geti lekið þó að það sjáist ekki við slíka rannsókn.
Þeir hafi þá fyrst séð lekann í aðgerðinni þar sem þeir voru að fjarlægja púðanna.
Séu þessar konur með verki, stöðugan höfuðverk eða þjáist af síþreytu.
Þá er full ástæða til að fjarlægja púðanna þó að enginn leki sjáist við rannsókn.
Hafi þessir frönsku PIP púðar verið bannaðir í Bandaríkjunum árið 2001.
Þá má spyrja hvers vegna hið guðdómlega Evrópusamband leyfði áfram sölu á þeim.
Það er greinilega fleira en eftirlitsreglur um banka sem er ónýtt á þeim bænum.
440 konur með PIP-sílikonpúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.