Katrín kemur ekki aftur í ríkisstjórn.

Jón Bjarnason fer út úr stjórn en enginn inn í staðinn frá VG. 

Árni Páll fer úr stjórn og Oddný inn í staðinn fyrir Samfylkingunna. 

Samfylkingin tekur þriðja dýrasta ráðuneytið af VG sem í skiptum fær aðeins sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.

Samfylkingin er því áfram með fimm ráðherra en VG aðeins fjóra. 

Það er auðséð að þessa skekkju á lagfæra með því að Steingrímur taki einnig iðnaðarráðuneytið.

Öðru vísi getur hið nýja ráðuneyti ekki heitið atvinnuvegaráðuneyti.  

Þannig að Katrín Júlíusdóttir kemur ekki aftur í ríkisstjórnina eftir fæðingarorlof. 

Nema Jóhanna ætli að skera niður fleiri karla.  

Hún hatar jú karlmenn.  


mbl.is Fleiri konur ráðherrar en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurðu Viggó að það hljóti ekki að fara að draga að leikslokum hjá þessari ríkisstjórn?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 23:26

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hún er þegar hrunin.

Jón Bjarnason ætlar að kjósa eftir stefnu VG en ekkert af helstu málum stjórnarinnar falla þar undir.

Guðfríður Lilja er einnig á báðum áttum út af stefnusvikum Steingríms.

Kristján Möller er brjálaður út af landsbyggðaskekkjunni eða öllu heldur norðanskekkjunni þegar Jón Bjarnason fór úr stjórninni.

Á Þráinn Bertelsson getur ríkisstjórnin ekkert treyst eftir að þau hrintu honum í hlandforina fyrir utan Kvikmyndaskólann sáluga.  

Guðmundur Steingrímsson mun kannski verja stjórnina falli en það hentar honum kannski að fá kosningar strax.  

Held að Siv sé of mikil prinsip manneskja til að svíkja lit en ekki viss.  

Eins skelfilega og þau í Hreyfingunni eru búin að tala um ráðherranna og ríkisstjórnina, væru þau Kleppstæk ef þau færu nú að gerast hækja þar.

En vinstri stjórnir eru þekktar að því að hanga í stólunum löngu eftir að þær eru dauðar. 

Viggó Jörgensson, 31.12.2011 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband