Ríkisstjórnin er dauð.

Þeir sem muna eftir fyrri vinstri stjórnum muna vel hvernig þær hættu að virka út af ósamkomulagi.

Ekki við andstæðinganna heldur við sína eigin liðsmenn.   En þær sátu hins vegar áfram eins og liðin lík.

Þessi rústaríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngu dauð á sinni helför í ESB. 

Eins og vofur í sprengjulosti eru ráðherrarnir ráfandi í rústunum.

Og eins og fleira fólk sem keyrt hefur út af veginum og fengið höfuðhögg eða áfall.

Þá þvaðra forystumennirnir við sjálfa sig og aðra.

Að sé þetta nú í besta lagi.  

Aðeins eitt markmið stjórnarinnar hefur náðst.

Eða öllu heldur markmið eins ráðherra. 

Markmið Steingríms J. Sigfússonar að komast í ráðherrastól og hanga þar.

Og á meðan hangir allt, og allir, í landinu.  Ýmist á horriminni eða bíða einhverri í röðinni. 

Röðinni eftir atvinnuleysisbótunum, farmiðanum úr landi eða röðinni með matarpokunum. 

Þetta eru mestu vandræða vitleysingar íslenskra vinstri manna og jafnaðarmanna. 

Fyrr og síðar, þau Steingrímur, Jóhanna og Össur.  

Af hverju skyldu vinstri menn alltaf hleypa sínum mestu fíflum í forystu en flæma hina burt? 


mbl.is „Gamlir hundar sem engar breytingar vilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátíð Viggó er ekki the Anmal farm bara fín lýsing á þessu? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 09:43

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sömuleiðis Kristján og gleðilegt nýtt kosningaár.

Jú en svínin í Animal farm voru ekkert svo vitlaus.

Eða það eru okkar svín.

Viggó Jörgensson, 30.12.2011 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband