20.12.2011 | 16:41
Takk fyrir það Árni.
Þetta með lýðskrumið vissi þjóðin áður en hún sendi Ólaf út á Álftanesið.
Þetta er spurningin um að nýta hæfileika hvers og eins.
Og Ólafur hefur staðið sig eins og hver annar heimsmeistari.
Að berja af okkur handrukkara Evrópusambandsins vegna icesave.
Og nú rassskellir hann Bandaríkjamenn, forystumenn lýðskrumsins í heiminum.
Það geta aðeins þeir sem eru sérfræðingar sjálfir, í lýðskrumi því sem stundum er kallað stjórnmál.
Stundum kallaðir stjórnmálafræðingar, en í þeim fræðum hefur Ólafur tvær háskólagráður.
Öfugt við ríkisstjórnina, og aðstandendur, þá hefur Ólafur líka hagfræðipróf.
Á þeim bænum eru menn líffræðingar og jarðfræðingar og sem mest þeir mega, drepa allt og jarða.
En kærar þakkir Árni fyrir þetta með hvalveiðarnar og ESB.
Enn ein ástæðan til að ganga ekki í Evrópusambandið.
Hvalveiðibann eitt og sér er alveg nægjanlegt til að segja NEI TAKK.
En ríkisstjórninni er frjálst að flytja til Brussel.
Sakar forsetann um lýðskrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.12.2011 kl. 13:12 | Facebook
Athugasemdir
Þarna sýnir Árni hversu skítlegt eðli hann hefur.
Hörður Einarsson, 20.12.2011 kl. 18:09
Hver?
Viggó Jörgensson, 21.12.2011 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.