Höfum keypt kínverskt rusl fyrir 154 miljarða meira en þeir hafa keypt af okkur.

Frá árinu 1988 hafa Kínverjar keypt vörur af okkur Íslendingum fyrir tæpa 40 miljarða.

Við höfum hins vegar flutt inn ódýrt kínverskt rusl fyrir rúmlega 194 miljarða á sama tíma.

Þannig að við höfum keypt af þeim fyrir tæplega 154 miljarða meira en þeir af okkur.

Í fyrra keyptum við af þeim fyrir tæplega 29 miljarða en þeir fyrir rúmlega 3 miljarða af okkur. 

Það eru einmitt svona vinir sem okkur vantar. 

Ekki.  

Lágmarkið að þeir keyptu af okkur hvalkjöt fyrir mismuninn.  

 

(Talnaheimildir: hagstofa.is )


mbl.is Kínaforseti fagnar Íslandstengslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þessir gulu ekki sísvangir Viggó? er ekki um að gera að reyna að pranga trosinu í þá frekar en gjaldþrota evru ríki?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 08:26

2 identicon

Kínverska ruslið er ekki meira rusl en svo að við erum meira en tilbúin að kaupa það. Svo keppast vestræn fyrirtæki um að opna fyrirtæki í Kína til að notfæra sér ódýrt kínverskt vinnuafl, gamla góða vesturlandahræsnin söm við sig.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 08:27

3 identicon

Áhugavert að sjá þessar tölur og takk fyrir að birta þær   Hvar geta menn komist yfir verðmæti útflutnings og innflutnings (verð að viðurkenna að vita ekki betur)? 

Soffía Melsteð Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 08:48

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega nokkur slagsíða á viðskiptum okkar við Kínverja. Þó verður að benda á að þangað er selt ýmislegt sem fyrir fáum árum var einfaldlega hennt hér hér á landi og sá markaður er sífellt að stækka. Í sjávarafla er verið að koma með í land afla sem var áður kastað, þetta er að stórum hluta selt til Kína. Þarna eru ótal tækifæri enn. Innmatur sláturdýra, sem áður var að mestu urðaður, er nú nánast að fullu seldur úr landi, m.a. til Kína. Að vísu er verð þessara vara kannski ekki hátt ennþá, en þá verður þó að taka í dæmið að um hreina verðmætasköpun er að ræða.

Vissulega verðum við að rétta af halla á viðskiptum við Kína, hvort það er gert með því að draga saman kaup þaðan eða auka sölu til þeirra, geta menn svo spáð í. Hugsanlega eru einhverjir möguleikar á samdrætti á kaupum frá þeim, en það er ljóst að möguleikar á sölu til þeirra er mikill, sérstaklega á matvælasviðinu og er hvalkjötið eitt dæmi um það.

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2011 kl. 09:31

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

... rasismi er versta andlega fötluninn sem nokkur maður getur orðið fyrir...

Óskar Arnórsson, 15.12.2011 kl. 11:36

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Kristján

Það er bannað að nefna liti í þessu sambandi.

En eins og þú segir þá væri það ef við gætum selt þeim meira.   

En hvað vilja þeir kaupa annað en Grímsstaði á Fjöllum?  

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 12:46

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rétt Helgi Rúnar. 

Og þá er ekki verið að hugsa um barnaþrælkun, kúgun, vöntun á vinnuvernd, megnun, eiturefnum eða geislun. 

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 12:48

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Skoðaðu vefinn hjá Hagstofunni Soffía.

Það er nauðsynlegt öllum sem áhuga hafa á þjóðfélagsmálum og landshag.

Þó að forsætisráðherra viti ekki af þessu.

Og þar megi sjá allt um atvinnuleysi og brottfluttning úr landi.

Mér finnst best að setja töflurnar inn í Exel sem þeir bjóða upp.

Þannig getur maður unnið betur með gögnin.  

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 12:50

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Miklir möguleikar en aðallega fyrir Kínverja í þessu tilfelli Gunnar.

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 12:51

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála Óskar rasismi er slæmur. 

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 12:52

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég á kínverskan kunningja sem vinnur sem gæðaeftirlitsmaður. Séu vörur sem eru pantaðar frá Kína visvítandi lélegar að gæðum, vitlaust settar í gáma og aðrar falsanir gerðar, þá fá menn ekki fangelsi fyrir það. Þeir eru dæmdir til dauða og teknir af lífi. Ég er svo sem engin aðdáandi kínversku ríkisstjórnarinnar og venjulegir kínverjar ekki heldur. Enn það er samt þannig að mórall og spilling í Kína er alvarlegra mál enn við getur státað af á íslandi.

Kínverjar eru einum milljarði fleyri enn bandaríkjamenn. Að dæma Kínverja sem þjóð er eins og að afgreiða alla Evrópu út frá spillingu í einu smábæ á Íslandi. Konan mín er kínversk og ég ætti frekar að taka hana til fyrirmyndar enn flesta íslendinga sem ég þekki þegar um er að ræða spillt hugarfar.

Á Íslandi eru daglegar fréttir um spillingu á öllum sviðum. Fólk dregur dám af eigin þjóðfélagi þangað til upp úr síður. Íslendingar eru ekki hátt skrifaðir í mörgum löndum einmitt vegna þessara spillingarkúltur síns. Það sem kallast spilling er hugtak sem fólk ætti að velta fyrir sér hvað gengur djúpt í þjóðarsálina. Ég vil meina að að kínverjar sem þjóð séu langtum fremri enn íslendingar þegar kemur að heiðarlegum hugsunarhætti...

Óskar Arnórsson, 15.12.2011 kl. 13:05

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svo þurfa menn að skilja hverjir presentera hvert land. Ef ég kaupi hús í öðru landi þá er Ríksstjórn Íslands ekker blönduð inn í það mál...eða hvað?

Óskar Arnórsson, 15.12.2011 kl. 13:12

13 identicon

Það er erfitt að kaupa nokkurn hlut erlendis frá án þess að vera kaupa af kínverjum,þeir framleiða jú flesta ef ekki alla íhluti í t.d tölvur og sjónvörp og fl.og fl. En hvað viltu selja þeim héðan annað en hvalkjöt??? það er ekki um auðugan garð að gresja því iðnaður er enginn hér sem máli skiptir og ekki mega þeir fjárfesta hérna ,fiskurinn er allur frátekinn annarsstaðar og þeir framleiða allt sitt ál sjálfir,,,en þú mátt selja þeim Steingrím og Jóhönnu,

Casado (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 19:05

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óskar 

Þú færð hvorki að kaupa hús eða land í Kína. 

Stjórnvöld leyfa það einfaldlega ekki.  

Ekkert sem þau þurfa þá að skipta sér af

er það?

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 20:27

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óskar ég hef aldrei rekist á gæðavöru frá Kína.

Kaupirðu t. d. túrbínu í vél frá Kína. 

Þeir bjóða varahluti í hinar heimsfrægu Garett túrbínur sem eru í fjölda bílgerða.

Þá er það svo að varahluturinn passar líklega ekki, í fyrsta lagi. 

Í öðru lagi eru boltarnir af styrkleikanum 6,4 en eiga að vera af styrkleikaflokki 10,9

Þeir fyrrnefndu eru notaðir með timbri en ekki í vélbúnað. 

Ef þú pantar stálgrindur í glervegg á tónlistarhús.  

Þá máttu búast við að þurfa að rífa vegginn niður og henda öllu saman í ruslagáminn hjá Hringás eða Furu. 

Af því að eftirlitsmennirnir frá Þýskalandi litu af smíðinni. 

Hefðir þú verið í Kína, á síðustu Ólympíuleikum, og keypt þurrrmjólk fyrir barn eða barnabarn. 

Þá áttirðu von á að barnið yrði fárveikt eða léti þar líf sitt. 

Hafir þú keypt barnaleikföng frá Kína, áttirðu von á að þau yrði bönnuð vegna eiturefna í þeim.

Þegar barnið var búið að sleikja af því eitrið í nokkur misseri. 

Þetta eru bara nokkur dæmi af handahófi af fjölmörgum. 

Ég veit ekki hvað þú kallar þetta en ég kalla þetta rusl, vörusvik og glæpamennsku. 

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 20:43

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það var ég einnig að hugleiða Casado.

Í gamla daga var þetta einfaldlega leyst, þegar við vorum að versla við Rússa. 

Við keyptum af þeim olíu, timbur og bíla.

Þeir keyptu af okkur síld og ull.

Svo keyptu þeir einfaldlega lakk frá Hörpu til að vega þetta upp.  

Undanfarin ár hafa Kínverjar einfaldlega keypt nær alla sementframleiðslu heimsins.

Af hverju keyptu þeir ekkert af okkur? 

Er ekki okkar sementsverksmiðja dauð?

Ekkert lengra að sigla með það til Kína en að sigla með kínverska góssið hingað.

Eða er það? 

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 20:57

17 identicon

Góður punktur,var búinn að gleyma sementinu,en sennilega framleiða þeir það sjálfir miklu ódýrara og er náttúrulega bara slétt sama þó að litla Ísland sé í fílu,enda erum við bara eins og rykkorn í alheiminum,,,og kínverjar finndu ekkert fyrir því þó við hættum að versla við þá,,enda veistu að sjálfsögðu áð það er ekki góður bissnes að kaupa eitthvað dýrum dómi sem þú getur framleitt sjálfur ódýrt..

casado (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 21:26

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég sá þetta Casado á vef Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings.

"...Framleiðsla sements á jörðinni er um 3 miljarðar tonna á ári og fer nær öll framleiðslan til Kína, eins og myndin fyrir ofan sýnir..."

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1029370/

Hvort Haraldur á við að það sem aðrir eru aflögufærir um fari til Kína veit ég ekki alveg.

Kínverjar framleiddu, árið 2010, 54% af heimsframleiðslunni sjálfir.   

Og miðað við það sem Haraldur segir, þá hafa Kínverjar þurft að kaupa allt það sem aðrir voru aflögufærir um.  

Fasteignabólan þeirra hefur tekið vel til sín. 

Ekkert keyptu þeir þó af okkur. 

Okkar sement mun þó hafa verið með því besta í víðri veröld, eftir að farið var að bæta í það efnum frá Járnblendiverksmiðjunni. 

En þó að Kínverjar láti sér kannski nægja misjafnlega lélegt sement, þá hefði maður haldið

að flokksbroddarnir hefðu viljað eitthvað betra fyrir sig, sama hvað það kostaði.

Eins og venja er í þessum löndum þar sem allir eru jafnir.   Við sáum húsin hjá félaga Gaddafi sem Pútín syrgir nú ákaft. 

Viggó Jörgensson, 15.12.2011 kl. 22:45

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það gilda næstum sömu lög í Kína og restinu af Asíu með einhverjum undantekningu. Þú kaupir ekki neitt heldur leigir til 90 ára og borgar 30 ár fyrirfram á leigunni. Þá getur þú byggt það sem þú vilt. Þú þarft ekkert sérstakt leyfi til að byggja hús, byggingaleyfi í borgunum.

Ég veit vel um þessi mjólkurmál. Helmingur mjólkurbúa var lokað vegna þessa mjólkurduftsmál. Kínverskir svikarar höfðu keypt plast-sag sem mældist eins og protein. Þess vegna slapp það í gegnum eftirlitið. Þeir voru flestir skotnir eftir að hafa verið dæmdir til dauða, enda allt málið rannskað sem morð og morðtilraunir.

Ég myndi ekki kaupa smábarnaleikföng frá Kína, bíla frá austantjaldslöndum né meðul frá USA. Ég veit hvernig það smakkar að kaupa bankaþjónustu og lán á Íslandi og sviknari vöru hef ég aldrei lent í á æfinni.

Og svo með fyrirtæki í Kína þá þekki ég persónulega Íslending sem rak verksmiðju í Kína sem hann byggði sjálfur. Hans umsögn í sambandi við aðstoð yfirvalda í Kína við uppsettninguna ætti Íslenska Ríkið að taka sér til fyrirmyndar. Núna eru Kínverjar að hjálpa honum með svik sem áttu sér stað á Íslandi. Það kanski kemur eitthvað um þá mál í blöðum. Það er hjá sérstökum saksóknara núna...

Málið er að þegar maður sér mál rædd á blogginu t.d. sem gengur út á það að skíta niður heila þjóð og notuð atvik til að sanna mál sitt, lýsir þeim sem notar svona framúrskarandi barnalega taktík best og ekki þjóðinni neitt. Ég sé bara að menntun þín um Kína kemur frá æsifréttablöðum og hvergi annarstaðar...

Óskar Arnórsson, 16.12.2011 kl. 13:07

20 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óskar minn ég er ekki að "...skíta niður heila þjóð..."

Ég er að tala um Kínverska ríkið og stjórn þess. 

Kínverjar hafa staðið hroðalega að málum varðandi mengun, vinnuvernd og heilsu almennings.

Og það er farið að bitna á heilsu almennings í heiminum. 

Heima fyrir mælist of mikið blý í blóði um 1/3 af kínverskum börnum.  

Kínverjar eru komnir fram úr orkusóðunum í Bandaríkjunum í CO2 útblæstri. 

Af öllum þjóðum skemma þeir ósonlagið mest.

Sjáðu myndirnar á þessum tveimur hlekkjum.  (Hafðu ælupokann nærri. )    

http://www.google.is/search?q=polution+in+china&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=RVDrTrYSg4yzBvj7kYwH&ved=0CCAQsAQ&biw=1077&bih=533

www.chinahush.com/2009/10/21/amazing-pictures-pollution-in-china/

Lestu svo þessa vönduðu umfjöllun sem er með heimildaskrá sem þú getur skoðað sjálfur. 

http://en.wikipedia.org/wiki/Environment_in_the_People%27s_Republic_of_China

Uppgangur Kínverja byggist á ósvífni gagnvart kjörum kínversku þjóðarinnar, heilsu hennar og framtíð. 

Þar sem svindlað er öllu og öllum fyrir stundarhagsmuni sem oft eru kallaðir efnahagsbóla. 

Kannski eitthvað heyrt af slíku???

Viggó Jörgensson, 16.12.2011 kl. 14:25

21 Smámynd: Viggó Jörgensson

Economist er mjög virðulegt tímarit Óskar.

Er þetta allt lygi þarna?

http://www.economist.com/blogs/newsbook/2011/02/online-fraud_scandal_china

Sjáðu svo þessa frétt.

365 veiktust eða dóu af kínversku hóstasafti í Panama. ( Aðrar heimildir segja þá nokkru færri. )

Kínverskur krabbameinsvaldandi varalitur.

Baneitrað kínverskt gæludýrafóður

Eitraður matur.

http://www.theepochtimes.com/n2/china-news/powdered-milk-chinese-products-poison-4512.html

Þessi umfjöllun í The New York Times fékk svo Pulitzer verðlaunin.

Allt lygi kannski ???

Kínversk blóðþynnandi lyf menguð af ofnæmisvaldandi efnum.  

Krabbameinslyf sem örsökuðu lömun. 

http://topics.nytimes.com/top/news/international/series/toxicpipeline/index.html

Viggó Jörgensson, 16.12.2011 kl. 15:28

22 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hvernig gengur lesturinn Óskar?

Hérna sérðu sýndarmennskuna hjá kínverskum stjórnvöldum í matvælamálunum:

http://en.wikipedia.org/wiki/Food_safety_in_the_People%27s_Republic_of_China

Hérna sérðu hversu alvarlega yfirmaður þessa málaflokks, í Kína tók þetta.

Nema þetta að það komst upp um hann, þannig að yfirvöld og blöð á vesturlöndum

"...fóru að skíta niður heila þjóð..." eins og þú kallar það.

Þannig að friðþægðu kínversk yfirvöld sig með því að drepa hr. Zheng Xiaoyu líffræðing,

sem lét múta sér til að leyfa að setja t. d. efni í frostlög í þessa hóstamixtúru

sem einhverjir voru svo ónærgætnir að drepast af í Panama.

http://en.wikipedia.org/wiki/Zheng_Xiaoyu

Og hérna er svo yfirlit yfir frægustu hneykslin á undanförnum árum:

http://en.wikipedia.org/wiki/Food_safety_incidents_in_the_People%27s_Republic_of_China

• 1 Food safety incidents in 2003

o 1.1 Poisonous Jinhua ham • 2

Food safety incidents in 2004

o 2.1 Counterfeit baby formula

o 2.2 Adulterated pickled vegetables

o 2.3 Counterfeit alcoholic drinks

o 2.4 Soy sauce made from human hair

• 3 Food safety incidents in 2005

o 3.1 Sudan I Red Dye

• 4 Food safety incidents in 2006

o 4.1 Counterfeit drugs

o 4.2 School food poisoning

o 4.3 Contaminated turbot fish

o 4.4 Pesticide residue on vegetables

o 4.5 Infected snail meat

o 4.6 Poisonous mushrooms

• 5 Food safety incidents in 2007

o 5.1 Counterfeit drugs

o 5.2 Alleged carcinogen used in frying oil

o 5.3 Contaminated wheat gluten and rice protein used for export

o 5.4 Sewage used in tofu manufacturing

o 5.5 Cardboard bun hoax

• 6 Food safety incidents in 2008

o 6.1 Tainted Chinese dumplings

o 6.2 Contaminated powdered ginger

o 6.3 Contaminated baby formula

o 6.4 Contaminated egg products

• 7 Food safety incidents in 2009

o 7.1 Plastic tapioca pearls

o 7.2 Pesticide in mantou

o 7.3 Goat urine duck meat

o 7.4 Formaldehyde blood pudding

Viggó Jörgensson, 16.12.2011 kl. 17:14

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þekki þetta allt Viggó og ég ætla ekki að keppa við þig í sögum um spillingu í Kína. Ég kann þann hluta best sem hefur með aðbúnað fanga að gera, hef verið í samtökum þar sem er reynt að oppna fyrir alþjóðlegt eftirlit.

Ef bara 10% er rétt sem tengdamóður mín segir mér er það alveg nóg. Og það er stjórn landsins um að kenna eins og þú segir, og ekki Kínverska fólkinu. Þeir vilja ekki hafa þetta svona. Börn eru svelt til bana á barnaheimilum svo starfsfólkið þurfi ekki að drepa það sjálft. Ég veit allt um þetta. Listamenn og mótmælendur eru fangelsaðir vegna þess að stjórnvöld þola ekki krítik.

Ok, Viggó, það var rangt af þér að segja að þú værir að "skíta niður heila þjóð" enn þetta stóð í sambandi við kaup á vörum Íslendinga. Íslendingar kaupa vörur frá Kína til að græða á þeim. Allt snýst um peninga. Ef lélegar vörur væru ekki keyptar væri ekkert framleitt. Buisnessmenn í allri Evrópu og USA halda þessari þróun við. Og Íslenskir buisnessmenn ekkert síður.

Og nákvæmlega eins er þetta í öllum austantjaldslöndum. Eiginlega í öllum löndum þar sem kommúnismi ræður ríkjum. Ég lít á kommúnisma sem séstaka tegund að spilltu hugarfari sem er grunnurinn fyrir einmitt svona sóðaskap sem myndirnar sýna.

Og það var einmitt það sem Íslendingar gerðu þegar þeir voru óánægðir. Þeir völdu kommúnista í stjórn svo spillingarkúlturinn geti nú farið af stað í alvöru. Það er hægt að kalla vandamál heimsins fyrir spillingu og óþrifnað. Og allt yrjar með hinum hugarfarslega óþrifnaði sem stjórnar öllu mannkyni...

Og það er ekki nóg að setja filter á verksmiðjustrompa, banna þrælahald og senda mat til sveltandi fólks. Ég þekki fiskiðnaðin í Kína og það eru stærri hópar sem eru að byggja upp góðan iðnað sem er komin í harða samkeppni við Evrópu.

"Hópar kínverskra terrorista" voru þeir sem hjálpuðu fjölda kínverja frá að vera drepnir fyrir að vera búddistar og flúðu tugir þúsunda til Thailands, Laos og Burma. Þessir sömu "terroristagrúppur" hafa byggt skóla, heilsugæslustöðvar og hafa tekið "spillingaröfl" úr umferð og þess vegna eru þeir kallaðir terroristar.

Ég vinn við og hef gert í tuttugu ár það sem ég kalla "Mental Dedox" því það er grunnurinn í allri minni vinnu. Illa borgað, oft illa séð og illa reknar verksmiðjur hata þetta.

Það er til einskis að "hreinsa skítinn neðst í ánni". það verður að byrja á "The source" sem er hugarfar fólks. Og það verður ekki gert með nýrri stjórn í neinu landi þó það hjálpi til. Það er fyrst og fremst gert með hreinsun hugans. Og einmitt þar eru kínverjar komnir hvað lengst í. Það er bara ekki hlustað svo mikið á þann hluta "framleiðslu" kínverja. Þeir eru ein af þeim þjóðum sem eru hvað mest meðvitaðir um sína eigin stöðu og athyglisverðustu lausnirnar líka.

Óskar Arnórsson, 18.12.2011 kl. 04:46

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Mental Detox" átti þetta að vera. Kínversk fílosofi segir að tvær tegundir af dýru eru til á jörðinni og hafa bara eitt hlutverk. Að vera móttókutæki fyrir "ást og frið" og geyma fyrir fólk sem ekki hefur tíma fyrir svoeiðis. Þessar tvær dýrategundir eru hvalur og fílar. Við erum búnir að ná að friða fíla enn þeir eru samt drepnir. Enn það gengur illa með hvali það sem enn er litið á þá sem mat...

Óskar Arnórsson, 18.12.2011 kl. 04:54

25 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óskar.

Ég tek hatt minn ofan fyrir þér

og baráttu þinni fyrir bættum aðbúnaði fanga.

Ekki er svo annað að sjá en við séum bara sammála um annað.

Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar.

Og gleðileg jól.

Viggó Jörgensson, 18.12.2011 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband