Þessu hefur Jóhanna lofað mörgum sinnum áður.

Það er rétt hjá frú Jóhönnu Sigurðardóttur að hún misskilji alla hluti.

Það fer að verða fljótlegra að hún segi okkur hvað það eiginlega er.

Sem hún skilur nokkuð í.

Í gær og dag hefur hún fullvissað þjóðina um að það sé misskilningur að fólk hafi flutt héðan burt.

Hún fullyrti að árið 2011 hefðu ekki fleiri flutt burt en í meðalárferði.

Staðreyndin er sú að aldrei hafa fleiri flutt af landi brott en árin 2009 og 2010.

Og aðeins árið 1889 fluttu fleiri brott en árið 2011 stefnir í. 

Og konan var ekki að spjalla einhvers staðar í saumaklúbb.

Hún laug þessu hiklaust framan í íslensku þjóðina í aðalfréttatíma ríkissjónvarpsins. 

Þann tíma sem Jóhanna sjálf hefur setið á Alþingi hafa 281 flutt heim til landsins á ári.

Það er meðalárferðið á stjórnmálaferli Jóhönnu, ekki 1 . 860 úr landi eins og árið 2011 stefnir í.   

Samkvæmt vef Hagstofunnar:

Árið 2009, fluttu 4.835 fleiri burt frá landinu en komu heim.

Árið 2010, fluttu 2.134 fleiri burt frá landinu en komu heim.

Árið 2011, fluttu 1.395 fleiri burt frá landinu en komu heim á fyrstu þremur ársfjórðungunum.

Alls hafa því 8.364 fleiri flutt burtu af landinu en hingað heim frá árinu 2009 til september árið 2011.

Á morgun kemur svo Jóhanna í fjölmiðla og segir okkur að allt sé þetta misskilningur.

Að hérlendis séu einhverjir atvinnulausir.

Samkvæmt vef Hagstofunnar hafa á árunum

                                                                  2009         2010       2011

verið atvinnulausir á 1. ársfjórðungi   12.700.  13.600    13.700.

verið atvinnulausir á 2. ársfjórðungi   16.700.  16.200.   15.800.

verið atvinnulausir á 3. ársfjórðungi   10.900   11.700.   10.700

verið atvinnulausir á 4. ársfjórðungi   12.000.  13.200.    Ekki komnar tölur frá okt. - des. 2011

Sé tekið tillit til þeirra sem fluttir eru burt fer ástandið mjög versnandi hjá Jóhönnu.

Sem í hverri stefnuræðu hefur úthlutað þúsundum nýrra starfa.

Það er því ekki rétt hjá Gissuri Sigurðssyni að Jóhanna sé veruleikafirrt.

Það er eitthvað miklu alvarlega en það.

Sjúklega lygin í fyrsta lagi. 


mbl.is Boða nýtt átak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband