13.12.2011 | 16:16
Nauðsynlegt að vopnahreinsa undirheimanna.
Morðinginn í Belgíu var dæmdur sakamaður, vegna kynferðisbrota og kannabisræktunar.
Árið 2008 fékk hann 58 mánaða dóm en við húsleit á heimili hans fundust þá m. a. 12 skotvopn.
Í árásinni í dag var maðurinn með hríðskotabyssu og handsprengjur.
Sýnir hversu áríðandi það er að lögreglan leiti kerfisbundið að vopnum í undirheimunum.
Og að herða verulega viðurlög við ólöglegum vopnaburði.
Belgíska lögreglan skaut árásarmanninn til bana, þannig að ekki varð vopnvæðingin honum til góðs.
Myrti þrjá og særði 75 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Facebook
Athugasemdir
Dream on. Ég skal gúgla nokkrar fréttir fyrir þig:
http://en.wikipedia.org/wiki/Akihabara_massacre
http://www.metro.co.uk/news/818760-eight-children-killed-in-chinese-school-massacre
http://english.pravda.ru/news/hotspots/09-12-2011/119913-moscow_massacre-0/
http://www.theaustralian.com.au/news/world/seven-killed-in-latest-chinese-school-massacre/story-e6frg6so-1225865589367
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/asia/china/7653013/Four-Chinese-children-left-dead-in-knife-attack-at-kindergarten.html
osfrv...
Vopnahreinsa... jæja. Hefurðu kíkt í eldhúsið nýlega?
Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2011 kl. 17:36
Fréttin var um mann með hríðskotabyssu og handsprengjur.
Og var að tala um skotvopnaeign mannsins.
Og átti við skotvopn þegar ég talaði um þessa vopnahreinsun sem ég tel
að eigi að vera viðvarandi verkefni hjá lögreglunni.
Sem sagt ekki að tala um búrsaxið þitt eða veiðihnífanna.
Ég veit svo sem að það geta einnig verið hættuleg vopn.
En ekki eins afkastamikil og skotvopn geta verið
Og viðurhlutameira fyrir almenning að verjast.
En að öðru leyti erum við sammála eins og venjulega.
Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 18:26
Og svo spurðirðu hvort ég hefði nýlega komið inn í eldhús.
En það hef ég reyndar ekki gert.
Frúin segist vera fædd til að þjóna karlkyninu til borðs og sængur.
Og vill alls ekki að neinn karlpeningur sé í eldhúsinu út af orðspori heimilisins.
Hún hefur heldur aldrei náð sér eftir að hafa séð karlmann
með bleika uppþvottahanska upp á olboga.
Að vaska upp.
Hún hefur látið mig sverja, að verði hún lögð á sjúkrahús, hringi ég í mömmu.
Eða verði á hóteli.
Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 18:37
Hvaða hvaða. Örbylgjuofninn er mesta þarfaþing, stundum, og þarf hann að vera staðsettur inni í eldhúsi helst, þar sem matvælin sem maður hyggst setja inn í hann eru staðsett.
Ónauðsynlegt er að notast við leirtau við slíka iðju... stundum.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2011 kl. 23:38
Ræði þetta við frúna
Viggó Jörgensson, 14.12.2011 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.