Ekki hundategund sem óhætt er að vanrækja.

Síðuhaldari er ekki beinlínis í náðinni hjá íslenskum rottweiler eigendum.

Þar sem ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni að þessa hunda eigi að banna.

Einmitt út af fólki eins og þessari konu í Tékklandi.

Sem skilur ekki hversu skelfilega hættulegar þessar skepur eru ef út af bregður. 

Ef þær eru vanræktar eins og greinilega var tilfellið hjá þessari konu. 

Það getur engin átt slíkan fjölda af þessari hundategund án þess að illa fari á einhvern hátt. 

Þessir hundar þurfa einfaldlega miklu meiri umönnun en að einn eigandi geti átt 25 slíka.

Og er ennfremur alls ekki nóg.  

Aðeins betri eða bestu hundaeigendur eru færir um að eiga þá.  

Góðir hundar í réttum höndum skal ég viðurkenna.

En á að banna samt. 

Þeir verstu í hópi hundaeigenda sækja nefnilega í þessa hunda. 

Og stóra og hættulega hunda yfirleitt.  

Og á það ekkert við um Ísland fremur en önnur lönd. 


mbl.is Hópur Rottweiler-hunda drap konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viggó, það leysir engann vanda að banna hundategund vegna þess að sumt fólk kunni ekki að umgangast hundana. Svona hegðun í hundum getur gerst hjá hvaða tegund sem er, skiptir ekki máli hvort það sé Rottweiler, Labrador eða Miniature Poodle. Vanræksla á hundum er bara einfaldlega það sem leiðir til svona hegðunar. Það er alveg rétt að stórar tegundir rata oftar til rangra eiganda, en það er einfaldlega á ábyrgð ræktenda að koma í veg fyrir að óábyrgt fólk fái að taka að sér hund!

Ef einhver ætlar sér að annast 25 hunda og ekki gefa þeim að borða, er augljóslega ekki með fullu viti og það er ekki greyið hundunum að kenna! Þeir eiga ekki skilið að fá á sig slæmt orð vegna heimsku mannfólksins.

Í fátækum Afríku löndum eins og Nígeríu er mjög mikið um glæpi, ofbeldi og misþyrmingu á fólki.

Er semsagt lausnin að banna bara fólk frá Nígeríu? Nei það þýðir bara ekki neitt að ráðast á ávexti vandamála, það þarf að tækla rótina, sem er vanþekking í samfélaginu okkar.

Ef að Rottweiler hundar yrðu bannaðir, hvaða hundategund yrði bönnuð þá næst?

Hlynur Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 09:51

2 Smámynd: Egill

eða fá fólk til að sækja um hundeignarleyfi.

að fá 1. stig af slíku leyfi þarf að borga 2.000 kr og ekkert meir, svona fyrir litlu hundana sem er haldið á í töskum etc.

2. stig af minni hundum sem eru almennt blíðir og góðir og ekki mikið en samt þó eitthvað þarf til að sinna þeim.

3. stig duglega hunda sem þurfa mikla hreyfingu 

4. stig fyrir þessa stóru sterku strangduglegu "hættulegu ef vanræktir" hunda

og svona stig af leyfi þarf að sækja um hjá hundatemjurum, og sýna fram á aðstæður á heimili séu góðar, o.s.frv.

hætta þessu helvítis "bara banna  þetta !!!"  

er dogmatic (pun intended) , og asnalegt að refsa duglegu góðu fólki fyrir heimsku annara.

Egill, 10.12.2011 kl. 12:16

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Hlynur 

Ég ætla nú að vera bara sammála þér alveg niður að Afríkuliðnum.

EN. 

Það þarf að ganga miklu miklu meira á til að eyðileggja t. d. Labrador sem þú nefnir sjálfur sem dæmi. 

Rottweiler hefur konunglegt skap, enda átti Vilhjálmur keisari Rottweiler. 

Það þarf aðeins lítilháttar vanrækslu til að gera Rottweiler að morðtæki. 

Sá er nú munurinn og það er enginn smáræðismunur.

Afríkurökin hæfa ekki jafn greindum manni og þér.  

Ég man ekki eftir annarri hundategund er Rottweiler sem þarf að banna hérlendis, ekki sem ég veit um.      

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 14:47

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Egill þakka þér líka. 

Og ég er bara einnig sammála þér að leyfi til hundahalds eigi að byggjast á aukinni reynslu og hæfni.

Enda hef ég svo sem sjálfur lagt það til. 

Og ef að slíku kerfi yrði komið á hérlendis, en það er hvergi til svo að ég viti. 

Þá skal ég samþykkja að vissulega eru til hundaeigendur sem treystandi er fyrir Rottweiler. 

En þangað til á að banna þá.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 14:51

5 identicon

Það eru til tegundir sem eru bannaðar á Íslandi eins og pitbull og ýmsir hundar sem voru ræktaðir sér fyrir slagsmál. Rottweiler hundar eru svo ekki rótin af vandanum heldur lélegir eigendur. Ef rottweiler hundur gerir einnhvað af sér er það sett stimpill á það að tegundinn sé slæm. En ef dalmatíu hundur gerir einnhvað pælum við ekkert í því. Það sem ég er að meina er að við sjáum það mun meira, Rottweiler hundur er sett í fyrirsögn en ekki dalmatíu hundur. Þá er bara sagt að hundur hafi ráðist á mann.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 16:24

6 identicon

það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu fáfróður þú ert um hunda Viggó.

" Það þarf aðeins lítilháttar vanrækslu til að gera Rottweiler að morðtæki." hvaðan ert þú að fá þínar staðreyndir ? 

Ég bý útí bandaríkjunum og vinn mikið með hundum sem hafa verið barið, notaðir til að drepa önnur dýr, næstum sveltir til dauða eða yfirgefnir útí garð og ég hef ALDREI lent á hund sem var ekki hægt að hjálpa... við fenguð pitbull í hendunar sem var notaður sem beita fyrir aðra slagsmála hunda í 4 ár!! hann var það yndilslegast sem ég hef kynnst lengi. Það þarf virkilega mikið til þess að gera rottweiler að svokölluðu morðtæki eins og þú vilt kalla þá, hefur nokkurn tíman kynnst rottweiler? eða verið í kringum hunda af viti? því þú talar eins og manneskja sem veit ekkert í sinn haus! svo er ég 100% samála Þorsteini hundurinn er ekki vandamálið heldur eigendunir. 

reyndu nú að afla þér upplýsinga og almenna þekkingu um hunda  áður en þú byrjar að tala um hvað á að banna og hvað ekki.

lísbet dögg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 18:15

7 identicon

þú ert alveg ótrúlegur Viggó..

heldur virkilega að það þurfi "töluvert minna" til að eyðileggja Rottweiler heldur en Labrador?

þú sýnir alltaf fram á nákvæmlega hversu ótrúlega lítið þú veist um þessa tegund.

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 18:16

8 identicon

"Ekki hundategund sem óhætt er að vanrækja" ??? Það er nú bara ekki óhætt að vanrækja einu einustu hundtegund! Hættu nú þessum kjánarasisma og skoðaðu málið til hlítar. Það að banna einstaka hundategund er aldrei góð lausn!

Ásta (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 18:21

9 identicon

Sæll aftur Viggó, þú eflaust mannst eftir mér frá síðustu rottweiler færslu þinni. Mikið líður mér kjánalega að enn einu sinni lesa bullið sem kemur frá þér.

Fyrst ætla ég að taka fyrir :

"Það þarf aðeins lítilháttar vanrækslu til að gera Rottweiler að morðtæki.

Sá er nú munurinn og það er enginn smáræðismunur."

Það er mjög svo rangt hjá þér. Rottweiler eru með einn hæðsta þolinmæðis þröskuld í skapi sem fyrir fynnst í hundategundum (sem þú myndir vita ef þú kynntir þér tegundina) Það þarf miklu MINNA til þess að eyðileggja Labrador heldur en nokkurntíman rottweiler, og það er staðreynd. Miðað við magnið af rottweiler sem er til á Íslandi, afhveerju eru þá ekki fleiri bit ? Afhverju eru þá border collie, labrador, chihuahua, dalmatíu, golden retriver osfrv. hundar að bíta meira á Íslandi? getur þú útskýrt það fyrir mér ?

Þú tönglast sífellt á því að Rottweiler séu alltaf í slæmum höndum, veistu að Viggó, það er hægt að gera alla hunda grimma. Af því að hundur er hundur!

Nú búa 4 rottweiler hundar í götunni minni, 2 blendingar, 3 schnauzer hundar, 2 husky hundar, beagle hundur og þýskur fjárhundur. Afhverju er blendingurinn (þá af border collie og einhverju fleiru) sá eini sem ég hef séð sýna einhverja grimmd ? Þessi hundur næstum tók af mér andlitið fyrir það eitt að ég var að labba út af minni eigin lóð!?

Þú verður að fara að sýna smá þroska maður og kynna þér hlutina áður en þú ferð sýfellt að alhæfa. Þetta er svo kjánlega barnalegt hjá þér Viggó að maður efast um að þú sért fullorðinn einstaklingur. Ég les svona bull hjá börnum og unglingum sem vita ekki betur. En maður á þínum aldri ætti nú að vera búinn að kynna sér hlutina áður en hann fer að alhæfa um þá á netinu. Það fyrsta sem þú sérð þegar þú lest um skapgerð rottweilers er hversu hár þröskuldur þeirra er í þolinmæði. Þó þetta séu hundar sem þurfi agia, þá þurfa allir hundar aga, kanski mis mikinn, en ég er ekkert að aga hundana mína meira en konan í næsta húsi með beagle hundinn sinn. Þó ég vinni meira með mína, sem þýðir ekki agi, heldur vinna til að mæta þeirra þröfum.

Og aftur ætla ég að segja þér Viggó, sem ég vona að þú meðtakir í þetta sinn, að það er ekki hægt að banna hundategund sem er búin að vera þetta lengi á landinu. Hvað á þá að gera? lóga öllum hinum ? Hvað gerist þá? innræktun ? er hún til þess betra? hefur hún ekki sannað sig í hundabúinu á íslandi sem mjög slæmur kostur bæði heilsufarslega séð og skapgerðarlega séð? JÚ. Ekki ætlar þú að skikka alla hunda í geldingu, hvernig á að fara af því? Ætlar ríkið að greiða þann kostnað ? Ætlar ríkið að sjá til þess að því sé framfylgt? Reyndu nú aðeins að opna augun maður og hætta þessu 5 ára smákrakka blaðri. Það er til skammar að lesa þennan graut sem kemur frá þér og á að vera frá fullorðnum manni.

Ég veit ekki hvernig þú lærðir að rökræða hluti, en fyrir rökræður er best að koma með rök, rök sem eru byggð á sönnunum, ekki eigin skoðunum og rök sem standa þá á föstum grunni þess. Þú getur ekki sagt að það eigi bara að banna Rottweiler, af því að þér finnst það og það hafi sko rottweiler einu sinni bitið. Það hafa fullt af hundum bitið, þá þarf nú held ég bara að banna þá alla.

Þetta heita Fordómar. Ef þú veist ekki hvað þeir eru þá mæli ég með því að þú flettir því upp í orðabók.

Einnig langar mig að benda þér á það að þó sumir svertingar lifi í "gettóum" og skjóti mann og annan séu þeir ekki allir morðingjar. Eigum við þá ekki að ganga það langt að banna alla Araba á Íslandi, því miðað við rök þín, er það á jafn miklum rökum reyst, því jú, eitthvað af þeim eru nú hryðjuverkamenn. Einnig skulum við ganga það langt að gelda alla karlmenn til þess að taka frá þeim kynlöngunina því jú, einhverjir menn eru barnanýðingar, og aftur, miðað við rök þín, þá er það fullkomlega eðlilegt að fara út í þær róttæku aðgerðir.

Barnaleg samhengi ? Já og nei. Ég lærði það þegar ég vann með börnum að það er best að ná til þeirra með því að sýnast ekki ógnandi og fara á þeirra plan.

Eigðu gott líf elsku Viggó, en ég held að þú gerðir þér og öðrum gott með að setjast aðeins niður í rólegheitum og lesa þér til um hlutina áður en þú heldur af stað úti í hinn stóra heim bloggsins.

María (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 18:54

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Bara sammála þér Þorsteinn með þetta.

En ég er bara að tala um þær tegundir sem komnar eru til landsins.

Lélegri hundaeigendur sækja meira í Rottweiler en Dalmatían.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 20:29

11 identicon

hvað meinaru með bara þær tegundir sem komnar ertu til landsins? núna talaru bara orðið í hringi sem sýnir kannski að þú ert búin að átta þig á því að þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, sem er bara gott mál því næst þegar eitthver svoa frétt kemur veistu betur er að blaðra útí bláin.

lísbet dögg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 20:38

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hressir, bætir, kætir lisbet Dögg að þú skyldir líta við.

Ég er engin sérfræðingur í hundum, þó að ég hafi alist upp með þeim.

Mína speki hef ég frá dýralæknum, hundaeftirlitsmönnum, vönduðum

fræðigreinum eftir fólk með margar háskólagráður í dýralækningum og

öðru greinum á þessu sviði, greinum eftir heimsþekkta hundaþjálfara,

skýrslum yfirvalda frá ýmsum löndum um slys og dauðsföll af völdum

hunda, af alþjóðlegum vefsíðum hundaeigenda og þá ekki síst af öllum

pennavinunum sem ég á í hópi íslenskra Rottweilereigenda.

Það gleður mig að þér gangi vel í þínum störfum.

Og það gleður mig einnig að þú sért sammála okkur Þorsteini.

Að lélegir eigendur séu vandamálið en ekki hundurinn.

Hér á Íslandi eru það nú ekki beinlínis

rjóminn af íslenskum hundaeigendum sem eru með Rottweiler.

Og alveg nákvæmlega þess vegna á að banna Rottweiler.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 20:39

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kolbrún Sara.

Gaman að heyra frá þér eins og venjulega.

Ég held svo sem ekkert um þetta.

Þetta er bara alveg skýrt í þeim upplýsingum

sem ég sagðist hafa og ég rakti í svarinu til lisbet Dögg.

Þannig að það er sama svar til þín og hennar.

Og svo auðvitað kærar jólakveðjur.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 20:42

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er rétt Ásta að enga hundategund er óhætt að vanrækja.

En minn punktur er að af þeim hundum sem eru hérlendis

má Rottweiler allra síst við því, og afleiðingarnar

skelfilegar ef það gerist.

Önnur röksemdafærsla hjá þér

sannar mér það sem dýralæknar segja mér að

íslenskir Rottweilereigendur séu ekki þeir sterkustu á svellinu.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 20:45

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nei nei lisbet.

Þorsteinn fór að tala um að pitbull væri bannaður

og þá sagðist ég ekki vera að tala um þá hunda sem ekki eru hérlendis

af því að þeir eru bannaðir.

Heldur aðeins þær tegundir sem eru eru í landinu.

Eða ertu að segja mér að hingað séu komnar einhverjar

þær tegundir sem bannaðar eru?

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 20:50

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já mikið var gaman að heyra frá þér elsku María.

Ég hélt bara að þú værir veik.

Vona að tíkurnar þínar tvær hafi það gott.

Ég ætla að svara þér, lið fyrir lið, eftir matinn.

Þó svo að við höfum farið yfir þetta allt áður og margsinnis.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 20:53

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og hugleiðið svo yfir súpunni.

Ef þið getið ekki átt mannleg samskipti án þess að grípa til

innihaldslausra gífuryrða sem þið setjið fram í fúlustu alvöru.

Hvernig dettur ykkur þá í hug að þið séuð fær um að ala upp hund?

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 21:05

18 identicon

Jæja Viggó minn....
mig langar til að leggja orð í belg og á sama tíma að tilvitna í þín "ó"merku skrif í garð hunda.
núna rétt áðan sagðiru að "Ég er engin sérfræðingur í hundum, þó að ég hafi alist upp með þeim" í hverju ertu sérfræðingur í og í kringum hvaða hundategundir hefuru alist upp með?
 "Mína speki hef ég frá dýralæknum, hundaeftirlitsmönnum, vönduðum fræðigreinum eftir fólk með margar háskólagráður í dýralækningum" ég er svo heppinn að hafa verið mikið sem barn í kringum alla þessa aðíla sem ég set innan gæsalappa og er tekið úr þínum "ó"merku skrifum.. þeir dýrlæknar sem eru hér á landi sem og annarstaðar í veröld allri ERU háskólagengnir  og hundaþjálfarar líka..
Rottweiler er EKKI óargardýr eins og þú ert að reyna að koma fólki í skilning um. dalmatiuhundur eru ekki óargardýr heldur. sá sem er óargardýr eru þeir sem halda í ólina og fáfróðspésar eins og þér. (með fullri virðingu)
ég er rottweiler eigandi og er búinn að vera síðustu 2 ár að sýna framá það að þetta eru ljúfustu hundar sem til eru, jú hann er stór og mikill en þeim mun meiri gull moli sem til er.. til dæmis þá vorum félagarnir á gangi og vorum stoppaðir af lögreglu og það eina sem þeir gerðu var að dásama hundinn hversu stór hann væri og vel agaður. þó svo hann hafi verið laus við hliðina á mér.

EF þú villt fá húsbóndahollann hund færðu þér Rottweiler, EF þú villt fá hund sem er besti félagi sem þú getur hugsað þér færðu þér Rottweiler. EF þú villt fá þér hund sem er besta þjófavörn sem hugsast getur þá færðu þér Rottweiler.. 

Mér þætti vænt um að áður að þú heldur áfram að belgja þig út (aftur með fullri virðingu fyrir þér) að standa í ransóknarvinnu áður en þú dæmir.



Gísli (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 21:19

19 identicon

hvernig væri samt að þú mundir skrifa um eitthvað sem þú hefur eitthvað vit á ? ekki taka rannsóknir og menntun annars fólk og skrifa blogg um eitthvað sem þú hefur ekki hunds vit á, og menga huga fólks sem hefur ekki þekkingu á stórum "vinnu" hundum. Hér er fullt af fólki búið að skrifa til þín sem hefur augljóslega mikið vit og mikla reynslu á hundum og þú hlustar hreinlega ekki, þú frekar stappar niður fótunum eins og þrjóskt barn. þú ert sjáfum þér til skammar... ég get líka talið upp allar bækur sem ég hef lesið, alla dýralækna sem ég þekki, alla hundaþjálfara, alla hunda sem ég hef þjáfað og alla rottweiler hunda sem ég kynnst í gengum tíðina. Ég er ekki viss um hvaða dýralækna þú þekkir eða ert að taka þessar staðreyndir frá en fáir dýralæknar munu mismuna hundategundum einfaldlega vegna orðspors. Endilega birtu allar þessar upplýsingar frá þessum dýralæknum og heimsþekktu hundaþjáfurum sem þú ert að vitna í, ég verð að segja að ég er mjög forvitin að vita hvað og hverjir þetta eru.

kær kveðja, þín forvitna vinkona Lísbet Dögg 

lísbet dögg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 21:33

20 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og svona bara til að rifja þetta upp

þá eru bannaðir hérlendis þessar tegundir af hundum:

Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier

og þessar þrjár gerðir af mastiff:

Fila Brasileiro, Toso Inu, Dogo Argentino,

blendingar af þessum tegundum og af úlfum.

Og mín skoðun er að það þurfi að banna miklu fleiri tegundir af mastiff og

einnig öðrum tegundum af stærri hundum er Rottweiler þar efstur á blaði.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 21:36

21 identicon

chihuahua er líka blanda af úflum á þá ekki að banna þá.. íslenski fjárhundurinn er blanda af úlfum á þá ekki að banna þá líka?
á ekki að banna manninn líka því hann er jú eins og Darvin hélt fram blanda af öpum ekki er það betri blanda.. halltu áfram að blaðra um viðskipti og önnur mál sem þú hefur vit á. láttu hundafólk tala sínu máli..
(mætti halda að þú hafir stundað nám í Háskólanum á Bifröst þar sem fólk hefur skoðanir á öllu nema því sem það er búið að læra)

Gísli (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 21:42

22 identicon

flott mál..... en að lokum.... ætla ég að biðja þig um að segja mér... hvaða ferfætlingur fæðist grimmur.. ef þú getur sagt mér það með sönnunum þá skal ég hætta.......

Gísli (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 21:51

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Úti er skíta leiðinlegt veður og myrkur. Frúin er að baka.

Allt saman ógeðlega leiðinlegt í sjónvarpinu.

Og enginn nennir að þrasa við mann um stjórnmál.

Og þá er bara eitt eftir.

Að æsa upp hundaeigendur. Það bregst aldrei.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 21:59

24 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll herra Gísli.

Fyrst færsla þín var ágætt dæmi um rökþrota skrifara.

Sem leggst fyrst í að skíta út andstæðinginn.

Byrjar því að reyna að niðurlægja mína persónu af að þú hefur ekkert annað.

Ef þú varst ekki bara reiður þegar þú skrifaðir þetta.

Þá ertu ágætt dæmi um vanþroska einstakling sem ekki á að eiga Rottweiler.

Kallar mig: Fáfróðspésa,

skrifin mín: "ó"merku skrif

Og segir svo: áfram að belgja þig út

Þannig að þú þarft aðeins að æfa þig betur, því þetta skilar þér engu.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 22:02

25 identicon

eins og þínar færslur sé eitthvað betri Viggó ?

lísbet dögg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:04

26 identicon

Viggó minn.
ég var meira sár því maður með þína mentun og aldur ætti að vita að ransóknarvinna skilar meira af sér en staðhæfingar..
þess vegna spyr ég þig aftur... hvaða ferfætlingur fæðist grimmur

Gísli (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:06

27 Smámynd: Viggó Jörgensson

Í næstu færslu ert þú búinn að bæta þig Gísli

en ekki rökin.

Það er hlutverk yfirdýralæknis og vísindamanna sem hann kallar þá til

að skilgreina hvað telst blendingur af úlfum í skilningi þessarar

reglugerðar. Þeir hafa til þess aðferðir eins og DNA og hvaðeina.

Já og einmitt ég gleymdi að svara þér með hvaða hundum ég hefði alist upp.

Og það eru þessir venjulegu sveitahundar

sem ég held að séu einnig eitthvað skoskir.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 22:07

28 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Gísli og allt í góðu með það.

Er að semja svarið og ætla þá að sýna þér þá virðingu

að eyða smá vinnu í það, eins og svörin til Maríu Daggar og lisbet.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 22:25

29 Smámynd: Viggó Jörgensson

Á neðangreindum vefsíðum er Pitt Bull í fyrsta sæti yfir hættulegustu hundanna út frá því hversu miklu tjóni þeir valda.

Hann er bannaður á Íslandi.

Samkvæmt þessum vefsíðum er Rottweiler í 2. sæti yfir þá hættulegustu:

http://www.petsdo.com/blog/top-ten-10-most-dangerous-dog-breeds

http://www.dirjournal.com/info/most-dangerous-dogs-in-the-world/

http://gomestic.com/pets/the-five-most-dangerous-dogs-in-the-world/

http://www.toptenmostdangerousdogs.com/

http://lilomag.com/2010/04/05/top-10-most-dangerous-dogs-in-the-world/

Samkvæmt neðangreindum vefsíðum eru Rottweiler í 3. sæti:

http://www.thepetscentral.com/dogs/dog-breed/top-10-most-dangerous-expensive-loyal-fascinating-dog-breeds/

http://www.thedailybeast.com/blogs-and-stories/2010-11-03/most-dangerous-dog-breeds/

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 22:36

30 identicon

en hefur íhugað hvernig fólk þessir hundar eru að drepa ? fólkið sem þessir hundar eru að drepa og ráðast á er fólkið sem fer illa með þá, fólk sem EIGANDI hundsis sigar hann á, fólk sem er að brjóst inn í hús þar sem svona hundur er. sárasjaldan er þetta saklaust fólk sem er bara að rölta niður götuna! jú það getur gert og það hefur gert að hundur hefur ráðist á manneskju útaf engri augljósri ástæðu, en ef það gerist er eitthvað að hundinu og oftar en ekki er það þá af mannavöldum. þú getur dregið upp alsonar linka og kallað það sannanir, en horfu aðeins lengra inn í hlutina og hugsaðu þá til enda.

lísbet dögg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:46

31 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hérna kemur eitt af því sem lisbet var sérstaklega að biðja um.

Og ég endurtek að ég þarf ekki að vera sérfræðingur í hundum

til að mynda mér skoðun á þeim málaflokki eða öðrum.

Ég þarf að eins að lesa það sem færustu vísindamenn í viðkomandi grein

segja um málið.

Arinbjörn Árnason er einn af vandaðri Rottweiler eigendum landsins.

Hann sendi mér linkinn á þessa grein í fyrra

en ég hafði reyndar lesið hana áður.

Greinin er birt í blaði dýralækna, rituð af 5 sprenglærðum dýralæknum,

læknum og sérfræðingum með doktorsgráður.

Þar tala þeim um að banna þurfi Pitt Bull og Rottweier.

http://dogbitelaw.com/images/pdf/breeds-causing-DBRFs.pdf

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 22:47

32 identicon

gott mál.. EN bara benda á að pit bull er ekki tegund heldur undirheiti Terrier er yfirheiti. þegar ég talaði við yfirdýralækni  og dómsmálaráðuneiti þá var mér sagt að það er gefin út MJÖG strangt leyfi fyrir innfluttning á Pit bull og þá með þeim skilmálum að hann sé þá geldur OG viðkomandi aðili þarf að fara í mat hjá læknum.

 ég hef ekki séð neinn pit bull á íslandi í alla vega 5 ár en ég veit um nokkra.
annað með terrier..... væri ekki réttast að banna alla þá tegund hér á landi hvort það sé silki terrier. jack russel terrier, boston terrier og svo má lengi telja.

en núna spyr ég þig aftur og í síðasta sinn Viggó... hvaða ferfætlingur fæðist grimmur? 

Gísli (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:50

33 Smámynd: Viggó Jörgensson

Stutta svarið er að engir ferfætlingar fæðast grimmir sem ég veit um.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 23:22

34 identicon

Afsakið frammíkallið ... en Gísli ... þú spyrð ítrekað hvaða ferfætlingur "fæðist grimmur?"

Hvaða máli finnst þér það skipta að fá svar við þessu?

Er enhver sérstakur punktur í þessu hjá þér?

Hverju myndir þú sjálfur svara þessu?

Ég spyr þig bara einu sinni og um leið í síðasta sinn.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 23:24

35 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og þér á ekkert að þykja þetta gott mál Gísli.

Þarna tala yfirburðamenn, hámenntaðir menn í dýralækningum, geðlækningum,

lækningum og lýðheilsu, menn sem eru frægir, og virtir, fyrir störf sín

að rannsóknum á meiðslum og forvörnum, og að dýraverndunarmálum

og sannanlega engir hundaóvinir.

Sem segja: ROTTWEILER Á AÐ BANNA.

Orð og röksemdir þessarra manna hafa þúsund sinnum meira vægi

en orð ykkar reiðra Rottweilereigenda.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 23:28

36 identicon

það er nefnilega málið Viggó. það fæðist eingin ferfætlingur grimmur. þetta er þjálfað atferli hvort sem er í náttúru eða af mannana völdum. og þar hefur þú líka svarið Bergur.
grimd er þjálfuð ekki meðfædd.

þessu máli er lokið að minni hálfu hvort einhver vill halda því áfram.

Gísli (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 23:30

37 Smámynd: Viggó Jörgensson

Vertu velkominn Bergur.

Það er allt í lagi að Gísli spyrji um ferfætlinga.

Hann er algerlega rökþrota og reynir að klóra í bakkann.

Það þýðir ekkert að skauta yfir mismunandi genasamsetningu.

Rottweiler er þannig skapi farinn að það þarf miklu minna til

að hann verði grimmur en þarf til með ýmsa aðra hunda.

Og séu þeir gerðir grimmir þó breytast þeir í lífshættulegt

villidýr í mannlegu samfélagi.

Fangaverðir nazista gáfust upp á Rottweiler sem þeir höfðu þjálfað

til að ráðast á fólk og rífa það í sig.

Þá réðust þeir nefnilega líka á fangaverðina af litlu tilefni.

Þeir hinir sömu snéru sér því að doberman í þetta verkefni.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 23:36

38 Smámynd: Viggó Jörgensson

Einn af þessum höfundum sem vilja banna Rottweiler er dýravinurinn:

Randall Lockwood, PhD (doktorspróf)

Senior Vice President for Anti-Cruelty Field Services

The American Society for the Prevention of Cruelty to Animals (ASPCA)

Dr. Lockwood has a doctorate in psychology from Washington University in St. Louis. He was Assistant Professor in the psychology departments of the State University of New York at Stony Brook and Washington University.

Prior to joining the ASPCA as Senior Vice President for Anti-Cruelty

Initiatives and Legislative Services in 2005,

Dr. Lockwood was vice president for research and educational outreach for the Humane Society of the United States. He co-edited Cruelty to Animals and

Interpersonal Violence (1998).

He also authored Animal Cruelty Prosecution: Opportunities for Early

response to Crime and Interpersonal Violence (2006) and co-authored Forensic Investigation of Animal Cruelty:

A Guide for Veterinary and Law Enforcement Professionals (2006).

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 23:39

39 Smámynd: Viggó Jörgensson

Annar höfundur greinarinnar er

Jeffrey J. Sacks, MD, MPH(læknir og með meistarpróf lýðheilsu),

National Center for Injury Prevention and Control,

Centers for Disease Control and Prevention Atlanta.

J. J. Sacks er höfundur, og meðhöfundur að fjölmörgum vísindagreinum,

um rannsóknir á hundabitum, kostnaði við þau, meiðli o. s. frv.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 23:52

40 Smámynd: Viggó Jörgensson

Leslie Sinclair, DVM; (dýralæknir með doktorspróf)

er einn höfunda greinarinnar

þar sem lagt er til að banna Rottweiler.

Hann er höfundur eða meðhöfundur eftirtalinna bóka:

Forensic Investigation of Animal Cruelty:

A Guide for Veterinary and Law Enforcement Professionals

Cruelty to Animals and Interpersonal Violence:

Readings in Research and Application

Animal Cruelty:

Pathway to Violence Against People Canines in the Classroom:

Raising Humane Children through Interactions with Animals

Perceptions of Animals in American Culture

(National Zoological Park Symposia for the Public)

Animal rights, animal welfare, and human-animal relationships:

An annotated bibliography for higher education

Wildlife Survival:

Proceedings of the 2nd Symposium on Endangered North American Wildlife and Habitat - June 1-6, 1977

An Ethological Analysis of Social Structure and Affiliation in Captive Wolves: PHD Dissertation

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 00:00

41 identicon

Ég veit auðvitað ekkert hvað ég er að tala um út frá vísinda- eða dýraatferlislegu sjónarhorni og vafalaust myndu margir flokka það sem "eðli" frekar en grimmd en ég tel að minkurinn fæðist grimmur. Hann er ferfætlingur.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:02

42 Smámynd: Viggó Jörgensson

Fjórði höfundur greinarinnar er svo frú Julie Gilchrist, MD, (læknir)

Julie Gilchrist, MD is a pediatrician and medical epidemiologist with the Division of Unintentional Injury Prevention in the National Center for Injury Prevention and Control (NCIPC).

She is responsible for research and programs in drowning prevention and water safety promotion, sports and recreation-related injury prevention,

and other issues that primarily affect children, including choking, suffocation, ingestions, dog bites and playground injuries.

Dr. Gilchrist began her career at CDC in 1997 as an Epidemic Intelligence Service (EIS) Officer in NCIPC. She has been in her current role as medical epidemiologist since 1999.

Dr. Gilchrist is a Commander in the U.S. Public Health Service.

Dr. Gilchrist graduated from Rice University with degrees in Human Physiology and Sports Medicine before attending the University of Texas- Southwestern Medical School. She completed a pediatrics residency at the University of Pennsylvania′s Children′s Hospital of Philadelphia and an epidemiology fellowship at CDC.

Dr. Gilchrist facilitated the development of CDC′s research agenda for prevention of injuries in sports, recreation, and exercise and has been recognized for her efforts to establish a sports injury prevention program at CDC.

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 00:05

43 Smámynd: Viggó Jörgensson

Fimmti höfundur greinarinnar um að banna skuli Rottweiler

er svo frú Gail C. Golab, PhD, DVM; (dýralæknir með doktorspróf)

Dr. Gail C. Golab is director of the American Veterinary Medical Association’s Animal Welfare Division and the first U.S. veterinarian ever to be credentialed in animal welfare.

Dr. Golab has a long history of commitment to ensuring the welfare of animals, starting as an undergraduate student engaged in biomedical research, when she served on a predecessor to today’s institutional animal care and use committees, which protect the welfare of laboratory animals. As a graduate student at Texas A&M University, she co-founded a student chapter of the Society for the Prevention of Cruelty to Animals in order to provide education directed at reducing the number of students relinquishing pets at the end of semesters. After graduation from the University of Illinois College of Veterinary Medicine in 1991, she provided medical and surgical services, and assisted with policy development, for local humane societies. She serves on several scientific advisory committees developing guidelines and standards for the care of animals used for agricultural purposes.

Dr. Golab earned her membership level credential in the Australian College of Veterinary Scientists’ (ACVSc) Animal Welfare Chapter in 2008. Australia is the only country that offers an animal welfare certification for veterinarians.

A longtime AVMA staff member, Dr. Golab worked for several years in private practice before joining the association as a scientific editor for the Journal of the American Veterinary Medical Association and the American Journal of Veterinary Research. She moved to the AVMA Division of Education and Research as an assistant director in 1998 and became an assistant director in the Communications Division in 2001. She moved to the newly created Animal Welfare Division as associate director in 2006 and was named Animal Welfare Division director in 2007.

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 00:22

44 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo að það er rétt hjá þér lisbet.

Þegar svona fólk hefur talað, þýðir ekkert fyrir þig að segja eitthvað annað.

Þú mátt kalla það að stappa niður fótunum ef þú vilt.

En rök þín verða ekki dýrari við það, því miður.

Og nú þakka ég ykkur Rottweiler eigendum kærlega fyrir kvöldið.

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 00:25

45 identicon

Hæ Viggó

Geri ráð fyrir að við séum sammála að hundar verði ekki grimmir nema vegna slæmt (eða skort á) uppeldi og vanrækslu.

Þú talar um að það eigi að banna rottweiler vegna þess að slæmir hundaeigendur leita frekar í þá. Get vel trúað því, en myndu þeir ekki bara fá sér aðra stóra hundategund ef rottweiler væri bönnuð? síðan svona að lokum finnst mér chihuahua miklu grimmari og nánast óalandi( mögulega vegna þess að heilbúið er svo lítið), en þeir eru bara svo litlir.

( Tek það fram að þetta með chihuahua er bara mín skoðun og get ekki set nein rök fram fyrir þvi annað en mína eigin reynslu)

Baldur Elfar Harðarson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:32

46 Smámynd: Viggó Jörgensson

Bergur ég veit ekki hvort við eigum að kalla þetta eðli minksins.

Hann er með þetta skrifað í genin.

Þennan ríka hæfileika til að verða grimmur.

Foreldrar hans kenna honum svo að verða það.

Stundum held ég að það hafi komið fyrir að yrðlingar

að minnsta kosti refa hafi verið aldir upp af mönnum.

Og mig minnir að hægt hafi verið að halda þeim frá grimmdarverkum.

Svo eru það kvikindi eins og t. d. kyrkislöngur

sem hafa bara ekki heilastöð til að verða annað hvort góðar eða vondar.

Þeirra hegðun hljótum við að geta kallað eðli.

Þær til dæmis hika ekkert við að drepa eiganda sinn þó að hann hafi

fóstrað þær af gæsku og alúð.

Ef eitthvað kveikir þá kennd hjá kvikindinu þá hikar það ekki við a

að kreista goluna úr eigandanum og það snertir hana nákvæmlega ekkert,

hvorki til eða frá.

Og held ekki einu sinni að við getum kallað það grimmd.

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 00:32

47 identicon

Og bara ekkert svar til mín ?

Elsku Viggó, ég vil minna þig aftur á, að það þýðir EKKI að hjakkast á bandarískum rannsóknum þegar kemur að rottweiler. 

En og aftur bið ég þig um að finna lista um hæðstu bittíðni í tegund í evrópu. 

Hvað ræddum við síðast? mannstu það? 

hvað er ekki á íslandi ? hundaat, hvað er ekki eins þekkt á íslandi, dýranýði (sem betur fer), hryllileg vanræksla osf. 

Við vorum búin að fara yfir þetta! Ekki segja mér að þú sért búinn að gleyma því, ert varla byjaður að kalka er það ? ;)

Og ég mun svara þessu öllu á morgun ef ég gef mér frí frá lærdómnum, og mun enn og aftur sýna þér fram á að enn og aftur, hefur þú ekki rétt fyrir þér ;) Það er enginn að segja að rottweiler geti ekki verið hættulegur... Því jú, hann er nú hundur, og allir hundar geta verið hættulegir, og þeir geta allir bitið :) 

Þú elskar að æsa fólk upp er það ekki ? En veistu, ég er poll róleg, mér finst bara ótrúlega gaman að sýna þér, eldri manni sem ætti eflaust að vera reyndari en ég, hversu mikið meira ég veit ;) kanski smá ego boozt, hver veit ;) heyrumst. 

María Dögg (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 03:07

48 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er von þú spyrjir María.

Ég var að lesa yfir gömlu greinarnar frá þér og þarf að lesa þær betur.

Var líka að lesa yfir okkur fyrri samskipti.

Þú ert sú eina hérna sem verðskuldar almennilegt svar, það kemur ekki fyrr en á morgun úr þessu. 

Það yrði nú bara gaman ef við næðum niðurstöðu. 

Besta kveðja. 

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 03:34

49 Smámynd: Viggó Jörgensson

Lisbet en út af færslu 30 hjá þér þá ætla ég að senda þér hérna gamla færslu mína frá í fyrra.

Í nýjustu opinberu skýrslunni frá Bandaríkjunum er staðfest að slæm meðferð og röng meðhöndlun sé stór þáttur í dauðsföllum vegna hunda.

Áfram koma við sögu sérstaklega Pitt Bull og Rottweiler lítillega.

Hinn 20 mánaða gamli Dallas Walters í Pasco County, Florida,  fór með foreldrum sínum í afmælisboð.

Þar sem hann stóð við sófann í stofunni var mamma hans að mata hann.

Þegar hann beygði sig til að taka upp bita sem hann missti á gólfið stökk heimilishundurinn Rottweilerinn á Walter litla og drap hann.

Ekki var neinni viðvörun fyrir að fara og fullorðna fólkið kom engum vörnum við.

Þessi hundur var ekki skilgreindur í skýrlsunni sem fjölskylduhundur heldur heimilshundur.

Það er að hann naut ekki góðs atlætis, átti að vera bundinn úti í garði.

Auk þess var hann nýkominn á heimilið.

En þetta sýnir bara einu sinni enn að þessir hundar eru allt of hættulegir og vandmeðfarnir.

Það er nefnilega misskilningur að á Íslandi séu ekki nóg af fólki sem fer mjög illa með sig sjálft

og færi létt með að vanrækja Rottweiler til að hann yrði stórhættulegur. 

Og það mun gerast nema yfirvöld grípi til þeirra ráðstafanna sem duga. 

Og muniði að ég varaði ykkur við.

Á árunum 2006-2009 drápu Rottweiler hundar eftirtalda í Bandaríkjunum:

11. mánaða barn af heimilishundinum

4 ára barn af hundi ættingja þess.

3. ára barn af heimilishundinum

2. ára barn af hundi nágrannans

2. ára barn af heimilishundinum.

2. ára barn af tveimur heimilishundum

40 ára maður af tveimur hundum kærustunnar

6 ára barn af heimilishundinum. 

18. mánaða barn af ókunnum hundi

5. ára barn í garði nágrannans

4. mánaða barn af hundi í heimsókn

4. ára barn sem var í pössun á heimili hundsins

4. ára barn í garði nágrannans

8. ára barn af varðhundi fjölskyldunnar

4. ára barn af hundi stjúpföðursins

8. mánaða barn af 2 heimilishundum

66 ára kona í eigin garði.  Hundurinn réðst á eiganda sinn sem reyndi að bjarga konunni. 

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 03:37

50 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og aftur góða nótt stelpur.

María ég veit að varst búinn að banna mér að tala um ameríku mismunandi dna og allt það. 

Lestu samt frekar fyrir prófin.

Við þurfum ekkert að flýta okkur með rottanna. 

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 03:39

51 identicon

Nei,

Það er ekki hægt að styðjast við Bandarískar rannsóknir þar sem (ef ég man rétt) 87% allra hundaata eru þar. Þá eru Rottweiler (ásamt fleiri tegundum) auðvitað mikið notaðar, einmitt vegna gríðalegs sársauka og þolinmæðis þröskulds. Einnig vil ég benda á að á Íslandi sem dæmi er ekki verið að þjálfa hunda til varnarvinnu eins og er gert í mörgum öðrum löndum og því 99% hunda á íslandi ekkert annað en heimilishundar. Ég vil benda þér einnig á, fyrst þú ert að fara yfir gamlar færslur að kíkja á færsluna sem ég sendi þér um hundaat, hvað hundarnir þurfa að þola og hvað það er merkilegt hversu margir ná sér. Ég sendi þér einnig "fallegar" myndir sem skýrðu þetta en betur fyrir þér. Ásamt því að vera á rökum reyst frá bandaríkjunum þar sem þessar rannsóknir gilda. Þær gilda ekki í Evrópu og ekki hægt að styðjast því við þær.

Einnig langar mig að benda þér á þá merkilegu staðreynd að í Evrópu 2010 voru 16 hunda árásir sem leyddu til dauða. En um 220 af völdum hrossa. Hross eru hinsvegar bara um 2,000,000 milljónir en hundarnir um 300,000,000-350,000,000 milljónir. Þú kanski gerir reiknidæmið, ég er orðin of þreytt ;)

 Góða nótt.

María Dögg (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 04:05

52 Smámynd: Guðbrandur Jón Jónsson

"María Dögg (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 04:05" ertu virkilega að réttlæta 16 hunda árásir  sem leyddu til dauða að því að fleyri dóu af völdum hrossa!! sko fólk ákveður að fara á hestbak það hefur sem sagt val sem sagt ekki sambærilegt við hunda árásir.

Guðbrandur Jón Jónsson, 12.12.2011 kl. 12:52

53 identicon

Guðbrandur, nei ég er ekki að segja að 16 hundaárásir sem leiði til dauða séu í lagi. Hvernig í ósköpunum færð þú það út. Ég er að sýna fram á að því miður gerast slysin, þau eru sem betur fer fá miðað við fjölda! Þó maður auðvitað vildi hafa engin, en færri eru betri en fleiri ekki satt. OG ég er að sýna fram á að miðað við fjölda hrossa og fjölda hunda þá eru fleiri sem deyja af völdum hrossa. ÞAÐ GERIR ÞAÐ SAMT EKKI Í LAGI AÐ EINHVER DEYJI VEGNA HUNDS, bara hafa það á hreynu!!

Og það er ekki bara að fólk deyji af því að fara á hestbak. Hross bæði geta hlaupið þig niður, sparkað í þig ofl. Og þú þarft ekki að "vera í hestum" til þess.

Þetta kallast rök, og reynir maður stundum að koma með samanburð með rökum.

María Dögg (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 15:15

54 Smámynd: Guðbrandur Jón Jónsson

Sé ekki alveg tilganginn með þessum samanburpi en gott og vel "en færri eru betri en fleiri ekki satt" einmitt þess vegna er ástæða til að takmarka þær hunda tegundir sem leifðar eru.

Guðbrandur Jón Jónsson, 12.12.2011 kl. 15:32

55 Smámynd: Dexter Morgan

Skrítin fyrirsögn: "Ekki hundategund sem óhætt er að vanrækja". Hvað þýðir þessi fyrirsögn ? Það er nánast öll önnur uppröðun á þessum orðum sem er réttari en þessi :-) t.d. "Hundategund sem ekki má vanrækja". Orðin "ekki", "óhætt" og "van" þýða nokkurnveginn það sama í þessari einu setningu.

En skítt með það. Hundur á alltaf skilið að vera svæfður, ef hann hefur bitið fólk. Mitt álit. Samt er ég eigandi af Labrador hundi. Ég færi með hann beina leið til dýralæknis ef hann væri uppvís af því að bíta fólk. Punktur.

Dexter Morgan, 12.12.2011 kl. 15:41

56 identicon

ég ætlaði nú aalveg að sitja á mér og taka ekki frekar þátt í þessari kjánalega umræðu.

En Guðbrandur, þú hlýtur að vera að djóka?

Ef samanburður meikar ekkert sens, afhverju er þá ekki asnalegt að bera saman mismunandi hundategundir?

er bara í lagi að sum börn og sumar fullorðnar manneskjur séu að deyja útaf árás frá Labrador? Dalmatíuhundi? o.s.frv.

á bara að banna Rottweiler, skipta hin dauðsföllin engu máli?

og fyrst þú talar um að fækka tilfellum þá vil ég benda þér á að það hefur ekkert dauðsfall verið af völdum Rottweiler á Íslandi ;)

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 15:50

57 Smámynd: Guðbrandur Jón Jónsson

Nei Kolbrún ég er ekki að djóka af hverju ætti ég að vera að djóka? Samanburður á hestum og hundum kemur þessari umræðu ekkert við nema ef vera skildi að láta hundana líta vel út, man ekki eftir að hafa séð frétt um að hestur hafi ráðist á barn.Hefur einhver sagt að það sé í lagi að aðrar tegundir ráðist á og eða drepi fólk? allavega ekki ég og ég hef ekki heldur sagt að það eigi bara að banna Rottweiler.Nei sem betur fer veit ég ekki til þess að það hafi orðið það hafi orðið dauðsfall af völdum hunds á Íslandi. Sammála Dexter „Hundur á alltaf skilið að vera svæfður, ef hann hefur bitið fólk“

Guðbrandur Jón Jónsson, 12.12.2011 kl. 16:12

58 identicon

Guðbrandur, á íslandi hefur ekki orðið árás af völdum Rottweiler sem hefur dregið til dauða.

Á íslandi hefur heldur EKKI orðið árás af völdum Rottweilers sem flokkast undir alvarlega. Hinsvegar eru mörg dæmi um aðrar tegundir.

Hver eru þín rök á móti því ? Og aftur vil ég benda á, þó sumir arabar séu hryðjuverkamenn þá er ekki lausnin að banna þá alla á Íslandi, því einhver þeirra gæti verið það. Fordómar eru aldrei rétta leiðin til rökfærslu.

Seigð þú mér, vitri maður, hvernig á að banna rottweiler á Íslandi. Og seigðu mér svo, hvað mun gerast ef það gerist, mun það vera til hins betra, eða hefur þú einfaldlega ekki tekið þér tíma til þess að kynna þér hlutina til enda. Við erum að tala um tegund sem er til á landinu, og fleiri en 1-2.

1. hvernig á að banna rottweiler, á að banna bara innflutning og leifa hundana sem eru fyrir á landinu ? (ekki er hægt að lóga öllum rottweiler hundum á Íslandi, hvað á að gera?)

2. Hvað gerist þegar innræktun á sér stað ? (hvað gerist þegar innræktun á sér stað?)

Þannig endilega, komdu með rökin þín, hvernig á nú að fara að þessu.

Eldur er heitur og hann getur brennt.

María Dögg (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 16:14

59 identicon

Og já, við erum öll sammála því að ef hundur bítur af grimmd, á hann að vera svæfður.

Hundur er hundur, sama af hvaða tegund.

María Dögg (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 16:17

60 identicon

2. Hvað gerist þegar innræktun á sér stað ? (varla er hægt að skikka alla hundaeigendur með hundana sína í geldingu?) * átti þetta að vera, hef óvart fært þetta á milli.

María Dögg (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 16:19

61 identicon

manstu ekki eftir að hafa séð frétt um það, nei?

prófaðu að tala við fólkið í sveitunum, það hefur séð það persónulega.

ég hef sjálf séð það persónulega!

það gerir samt hesta ekkert slæma!

það er bara þannig að stundum bregst fólk vitlaust við aðstæðum, hestur hefur verið beittur ofbeldi o.s.frv.

eeinstaka sinnum sem það er "bara eitthvað að hestinum"

en oftast má tengja það við eitthvern líkamlegann galla, slæma fortíð eða vitlaus viðbrögð við aðstæðum.

alveg eins og með hunda.

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 16:24

62 Smámynd: Guðbrandur Jón Jónsson

María lestu nú aftur það sem ég skrifaði "einmitt þess vegna er ástæða til að takmarka þær hunda tegundir sem leifðar eru."Þín orð “Á íslandi hefur heldur EKKI orðið árás af völdum Rottweilers sem flokkast undir alvarlega. Hinsvegar eru mörg dæmi um aðrar tegundir. Hver eru þín rök á móti því”Af hvernu ætti ég að vera með rök á móti þessu??Af hverja ætti ég að vera með  patent lausn á hvernig ætti að banna Rotweiler?  Þó svo að ég hafi skoðun á málefninu og takai þátt í umræðunni?Þegar barn verður fyrir árás hunds (og lifir) þá gróa sárin á líkamanum en sárin á sálinni hjá börnum geta verið mörg ár að gróa ef þau gróa  þá nokkurntíman. Skiptir þar engu hver hunda tegundin er.

Guðbrandur Jón Jónsson, 12.12.2011 kl. 16:51

63 identicon

og afhverju á þá að táðast á Rottweiler?

Því í BANDARÍKJUNUM eru tölur sem segja að Pitbull og Rottweiler séu "stórhættulegar drápsvélar"?

alveg burtséð frá því að það er ekki einu sinni hægt að miða okkur við Bandaríkin á þennann hátt!

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 19:59

64 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kæra vinkona María Dögg Regínudóttir.

Nú er ég búinn að skoða fyrstu færslu þína, hér að ofan, betur. 

Ég ætla að byrja á að vera sammála þér þar sem þú segir: 

"...Þú verður að fara að sýna smá þroska maður og kynna þér hlutina áður en þú ferð sýfellt að alhæfa..."

En hvernig finnst þér þessar setningar þínar í þessu samhengi?:

"...Þetta er svo kjánlega barnalegt hjá þér Viggó að maður efast um að þú sért fullorðinn einstaklingur..."

"...Ég les svona bull hjá börnum og unglingum sem vita ekki betur..."

"...Reyndu nú aðeins að opna augun maður og hætta þessu 5 ára smákrakka blaðri..."

"...Það er til skammar að lesa þennan graut sem kemur frá þér og á að vera frá fullorðnum manni..."

Viggó Jörgensson, 12.12.2011 kl. 21:43

65 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo ætla ég líka að vera sammála þér María Dögg, þar sem þú segir:

"...Þú getur ekki sagt að það eigi bara að banna Rottweiler, af því að þér finnst það og það hafi sko rottweiler einu sinni bitið..."

En það er nú bara það sem ég hef alls ekki gert. 

Það var upphaflega mjög reyndur hundaeftirlitsmaður í Reykjavík

sem sagði mér fyrir margt löngu að

"...Rottweiler mætti bara alls ekki koma til landins..."

Síðan kynnti ég mér málið og komst að því að þetta var bara rétt hjá manninum, að mínu mati. 

Af af hverju eru þessir fimm hámenntuðu vísindamenn, hér að ofan, dýravinir að fullyrða að

Rottweiler eigi að banna? 

Við því hef ég bara aldrei fengið vitrænt svar hjá Rottweiler eigendum.

Af hverju ekki.

Og ef það er svarið að Rottweiler á Íslandi séu bara alls ekki frá Ameríku.

Hvar get ég þá fengið það staðfest.

Ég veit að Hveragerðis/Selfoss/Akureyrartíkin var rusl frá Ameríku. 

Er það undantekning? 

Ef að Rottweiler á Íslandi eru eitthvað betur valdir en þessir í Ameríku.

Viggó Jörgensson, 12.12.2011 kl. 21:56

66 Smámynd: Viggó Jörgensson

Á vef Rottweilereigenda á Íslandi má lesa eftirfarandi:  (Leturbreyting VJ.) 

"Mjaðmir Rottweilersins.

Rottweilerinn er þekktur fyrir að vera með slæmar mjaðmir hér á Íslandi.

Sem er mjög leitt því að það er honum eingöngu til erfiðleika.

Það að vera með mjaðmalos þýðir að mjaðmagrindin svo ílla gerð að í hana nánast vantar skálarnar sem að liðurinn hvílist í og gerir liðnum það kleift að hreyfast...

 ...Eins og hægt er að ímynda sér.. þá fylgir þessu skelfilegur sársauki sem að dýrið sýnir oftast nær ekki, en ber það utaná sér.

Mjaðmalos er arfgengt. Hversu arfgengt er erfitt að segja, en séu foreldrar með mjög lítið eða nánast ekkert los er lítil hætta á svakalegu losi, en alltaf er hættan á því að gera hundunum erfiðara fyrir þegar þeir eru að vaxa séu þeir á of orkumiklu fóðri og of þungir á þeim mikilvæga tíma sem þeir eru að þróa beinvöxtinn og beinstyrk. Því er ávalt mælt með því að passa uppá að hundar séu ekki of þungir.

Það er því ekki að ástæðulausu að þeir sem að sjá um að halda utanum ræktun hunda almennt séu alfarið á móti því að einstaklingar með slæmar mjaðmir (og olnboga) séu paraðir yfir höfuð.

Viggó Jörgensson, 12.12.2011 kl. 22:00

67 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og ég spyr María Dögg Regínudóttir. 

Hvers konar hundarækt er það flytja inn ónýtt drasl

með alveg stórkostlega ættgenga galla???

Viggó Jörgensson, 12.12.2011 kl. 22:03

68 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og nú spyr ég María Dögg Regínudóttir.

Hvers konar dýravinir eru það sem eiga dýr er líða skelfilegan sársauka ???

Viggó Jörgensson, 12.12.2011 kl. 22:05

69 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rottweilerklúbbur Íslands

heitir félagið

og hlekkurinn um mjaðmalos er hér 

http://www.rottweiler.is/content.php?138-Mja-malos

Viggó Jörgensson, 12.12.2011 kl. 22:09

70 identicon

"Hvers konar hundarækt er það flytja inn ónýtt drasl

með alveg stórkostlega ættgenga galla???"

Því miður er lítið um influtning á rottweiler eins og er vegna fjárhags landsmanna. Það er einginn aðili með réttu viti sem ber virðingu til dýranna að rækta ættgegnga galla, en því miður, eins og í flestum hundategundum á íslandi á slæm ræktun sér stað. Og ég ætla alls ekki að neita fyrir það. Enda harður baráttuaðili á móti þeirri þróun og illa séð af mörgum sem ekki vilja sjá þessa galla og hef skrifað ýmsar greinar og tekið saman lista og rit yfir stofninn okkar hér heima. En til að hafa það á hreynu er Rottweiler ekki sá eini sem er að lenda undir í þessu. Það er því miður önnur hver hundategund á landinu. Ef þú kynnir þér hundarækt sérðu að það eru settir ákveðnir staðlar og því miður yfirleitt einhverjir heilsufarsgallar sem eru algegnir og góðir ræktendur gera allt í sínu valdi til að forðast. Ég neita heldur ekki fyrir það að stofn Rottweilers á íslandi er ónýtur heilsufarslega séð en það kemur þessu máli því miður lítið við.

"Hvers konar dýravinir eru það sem eiga dýr er líða skelfilegan sársauka ???"

Þú skalt ekki ofgera þér í því að telja að allir Rottweiler hundar lifi í skelfilegum sársauka og þarft að kynna þér þetta betur ef þú villt fara út í frekari umræður á því. Hundarnir mínir sem dæmi lifa ekki í skelfilegum sársauka og er mjaðamlos að finna því miður í flest öllum stórum tegundum, líka Labrador, Border Collie og er að koma upp í íslendingnum líka. Hnéskeljalos eru að hrjá minni tegundir meira, en mjaðmirnar meira stóra hunda, enda þeir stærri og bera meiri þunga. Það eru fáar stórar tegundir sem bera þetta ekki og þarf að vera búið að mynda þessa hunda fyrir pörun ef það eiga að fást ættbækur á hvolpa undan tilteknum foreldrum hjá Hundaræktunarfélagi íslands og FCI sem er alþjóðlegt félag hunda og hundaeigenda.

"María lestu nú aftur það sem ég skrifaði "einmitt þess vegna er ástæða til að takmarka þær hunda tegundir sem leifðar eru.""

Þessvegna spyr ég, hvernig á að fara að því, og mæli með að þú lesir svar mitt aftur og reynir nú að svara þessum mjög svo einföldu spurningum sem ég legg fram, því jú, þetta er það sem þú ert að hafa skoðun á, þetta er það sem þú villt sjá gerast, afhverju getur þú þá ekki svarað því, hvernig á að fara að því ? Ekki hafa skoðun á máli sem þú getur ekki fylgt til enda eða rökstutt.

"Af hverja ætti ég að vera með patent lausn á hvernig ætti að banna Rotweiler? Þó svo að ég hafi skoðun á málefninu og takai þátt í umræðunni?"

Þú þarft ekki að vera með lausn, en ef þú ætlar að taka þátt í umræðunni og mynda þér skoðun og koma með staðhæfingar og skoðanir á því að það eigi að banna rottweiler hlítur þú að hafa hugsað málið til enda ? eða myndar þú þér bara skoðun, tekur þátt í umræðu en villt ekki kynna þér málin og sjá fyrir þér lausnina?

Ókei, segjum að þessi hugmynd ykkar gerist, svarið mér þá, hvernig ?

Einföld spurning, hvernig ætlið þið að banna Rottweiler á íslandi og hverjar teljið þið að verði afleiðingar þess.

Viggó, ég er vonsvikin yfir þessum svörum þínum. Bjóst við miklu betri svörum og rökum en þessu.

Einnig get ég sagt að fordómar finnast allstaðar, líka á meðal menntaðra einstaklinga.

"Og ef það er svarið að Rottweiler á Íslandi séu bara alls ekki frá Ameríku.

Hvar get ég þá fengið það staðfest."

Viggó, í alvöru ? Þó Rottweiler komi frá Ameríku þá tengist það ekki "hundabitum" þar.

Aftur ætla ég að taka fram að hundaat er ekki til staðar á Íslandi, hundarnir eru því ekki barðir, sveltir, egnt, aldnir upp með hatri og í þeim hug að rífa næsta hund í sig.

Aftur ætla ég að taka fram að m.a. er ekki notað hunda á Íslandi við gæslu á heimilum eins og er gert í Bandaríkjunum, þar getur þú farið með hundinn í skóla þar sem hann er þjálfaður í að verja heimilið frá a-ö.

Aftur ætla ég að taka fram að það er ekki hægt að líkja Íslandi við Ameríku og breytir það eingu um það hvort hundurinn komi þaðan eða ekki, það er ekki línan sem gerir hann grimmann, það er eigandinn. Sem og vil ég þá enn aftur segja : Það er ekki hægt að segja að allir arabar séu hryðjuverkamenn af því að einhverjir eru það.

"Ég veit að Hveragerðis/Selfoss/Akureyrartíkin var rusl frá Ameríku. "

Tíkin var langt því frá að vera rusl frá Ameríku Viggó og þar kemur fáfræði þín en einu sinni inn. Þessi umrædda tík fór í hendur vanhæfs eiganda sem hafði ekkert með hana að gera og jú, skal ég viðurkenna að er mjög sorglegt, enda þannig fólk sem á ekki að hafa Rottweiler. En þó hún hefði flutt inn einhverja aðra tegund eru líkurnar á að sá hundur hefði hagað sér eins í þessum aðstæðum því miður miklar. Og það get ég sagt því ég veit eithvað um málið, svo ekki tala um hluti sem þú veist ekki helming sögunnar af.

"Það var upphaflega mjög reyndur hundaeftirlitsmaður í Reykjavík

sem sagði mér fyrir margt löngu að

"...Rottweiler mætti bara alls ekki koma til landins...""

Ég veit líka um hundaeftirlitsmann sem er kominn á eftirlaun sem aldrei sinnti sínu starfi vel, kom illa fram við hunda og vissi afskaplega lítið um þá. Og þá er ég ekki að segja endilega að það sé sami maður, enda veit ég ekkert um það.

ég veit líka um dýralækna sem segja eitt og annað sem er langt því frá að vera rétt. Dýralækna sem senda dýr heim eftir m.a. geldingu, alblóðuga og án verkjalyfa. Dýralækna sem senda dýr heim með opið sár. Dýralækna sem senda fólk heim með dýrin sín þegar brín nauðsyn er á læknaaðstoð og dýrið fær heiftarlega sýkingu og endar með aðgerð. Ég veit líka um dýralækna sem sögðu fólki að ekkert væri hægt að gera fyrir dýrið annað en að hafa það á morðdýru fóðri sem hefði sett eigandann á hausinn, en eina sem aðilinn þurfti að gera var að gefa dýrinu daglega eina ákveðna töflu sem fæst út í næsta apóteki. Ég veit líka um dýralækna sem nenna ekki að sinna dýrunum. Svartir sauðir finnast allstaðar og því verður seint breytt. Ég hef líka lesið greinar frá virtum mönnum sem segja ýmislegt sem er svo ekkert rétt, það er bara þannig að það er ekki hægt að alhæfa eina tegund út frá svörtum sauðum.

Veistu það Viggó, þú mátt hafa þína skoðun á Rottweiler, þú mátt berjast fyrir því að Rottweiler verði bannaður. Það verður aldrei gert, það er ekki hægt. Þú ert þá allavegana kominn af þeirri skoðun að þetta eru allt bara drápsdýr sem ekki er hægt að mæta á götum úti án þess að verða étin. Þá er bara mínu markmiði náð held ég, maður kennir ekki gömlum hundi að sytja, en ég reyndi þó ;)

Endilega svaraðu þessum spurningnum hér að ofan.

Ég ætla svo að vera með sama vitið og restin af fólkinu sem ég þekki og hætta að reyna að tala við þverhausa.

María dögg (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 23:04

71 identicon

Sæl öll, mig langar aðeins að skjóta inn smá athugasemd í þessa hörmulegu umræðu.

Hvernig væri bara að Viggó myndi nú bara athuga þetta sjálfur og komast í samband við Rottweiler eigendur, og fá að kynnast hundunum þeirra? Ég held að svona hræðsla og hatur sé allt saman byggt á glataðri ímynd Rottweilersins, sem einhvers konar urrandi, slefandi djöfladýri, sem við getum þakkað kvikmyndum og fréttamiðlum fyrir. Fólk sem hefur ekki átt, eða kynnst þessari hundategund mun aldrei skilja hversu góðhjartaðar, tryggar og vinalegar verur þetta eru.

Ég skora á Viggó að gera heimildarmynd um kynni hans af Rottweiler hundum þar sem hann ætti að reyna að hitta eins marga hunda og hann mögulega gæti. Ég held að það yrði afar skemmtileg mynd, vonum bara að eigendurnir myndu haga sér jafn vel og dýrin.

En kannski vill hann bara taka mark á þessum 17 atvikum sem gerðust frá 2006 - 2009 í hinni heilögu Ammeríku, landi Mikka Mús og McDonalds. Ef við tökum mark á öllu sem við lesum í þessum blessaða heimi, þá myndum við á endanum skjóta okkur öll í hausinn af hræðslu við umheiminn. Fólk er bara að gleyma því að taka heiminum eins og það upplifir hann, en ekki eins og honum er troðið ofan í okkur af fjölmiðlarisum.

HlynurHafsteinsson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 23:18

72 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hlynur Hafsteinsson ég er athuga þetta sjálfur.

Ég er ekki hræddur og hata engan og alls ekki dýr.

Ég alveg Hlynur, að Rottweiler, gallalaus, af góðum ættum, með rétta

skapgerð, með fullkomið uppeldi, við fullkomnar aðstæður

eru með bestu hundum sem til eru.

Og ég vil endilega að hérlendis verði eingögu ræktaðir

Rottweiler hundar frá viðurkenndum hundahælum í Þýskalandi, Austurríki eða

hvað þau bestu eru.

Og menn eiga þá bara að leggja saman í að kaupa það dýrasta, gallalausa

Og tryggja þeim fullkomið uppeldi.

Hunda sem standast allir þær dómkröfur sem gerðar eru í Þýskalandi.

Og litið sé eftir að uppeldið og aðstæður séu í lagi.

Og þá mega hundaeigendur sem dæmdir hafa verið hæfir til þess,

eignast Rottweiler ekki aðrir.

Þangað til. Gelda allt drasl ef eigandinn vill halda honum og drepa hina.

Fyrstu innflytjendur verði svo dýralæknar og dýrasálfræðingar

sem stjórni svo framhaldinu.

Aðeins það besta eða banna.

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 00:01

73 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég held að við náum sameignlegri niðurstöðu á morgun María Dögg.

Þú skrifaðir hér að ofan:

"...Það er mjög svo rangt hjá þér. Rottweiler eru með einn hæðsta þolinmæðis þröskuld í skapi sem fyrir fynnst í hundategundum (sem þú myndir vita ef þú kynntir þér tegundina) Það þarf miklu MINNA til þess að eyðileggja Labrador heldur en nokkurntíman rottweiler, og það er staðreynd. Miðað við magnið af rottweiler sem er til á Íslandi, afhveerju eru þá ekki fleiri bit ? Afhverju eru þá border collie, labrador, chihuahua, dalmatíu, golden retriver osfrv. hundar að bíta meira á Íslandi? getur þú útskýrt það fyrir mér ?

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 00:21

74 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú ert alltaf að tala um ætthreinu hundanna

sem eru lausir við galla í líkamsbyggingu og skapi.

Og segir réttilega að slíkir hundar geti verið með bestu hundum,

hafi þeir fengið rétt uppeldi, umönnun og aðstæður hjá góðum eigendum.

Ég er að rífast yfir ruslinu, með gallanna bæði í skapi og beinabyggingu.

Sem hlotið hafa lélegt uppeldi, eru illa meðhöndlaðir, við lakar aðstæður hjá

fólki sem ekki hefur aðstæður eða hæfni til að eiga slíkan hund.

Þarna einhvers staðar hljótum við að ná samkomulagi um það hvernig þetta

eigi að vera þannig slys hljótist ekki af og að tegundin verði bönnuð.

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 00:26

75 Smámynd: Viggó Jörgensson

María Dögg.

Ég hef aldrei sagt að allir Rottweiler séu drápsdýr sem éti alla á götu.

Hins vegar eiga Rottweiler, í sumum löndum, að vera með munnkörfu á almannafæri. 

Og ekki samdi ég reglurnar þar. 

En kíkjum nú á erlendan Rottweilereigendur: 

(www.canismajor.com/dog/rottweil.html)]

The Rottweiler is a dog of many talents: he’s rough and tumble, ready for anything; easy to train,

if treated with respect and consistency; loyal and protective, at times to a fault; strong, yet gentle; aloof and dignified with strangers and playful and loving to his family.

In short, the Rottie is the typical “tough guy with a heart of gold.”

Popularity in the US accelerated puppy production and caused health and temperament problems in the breed,

Temperament It is in breed temperament that the Rott is often misjudged.

A well-bred Rottweiler is calm, confident, and courageous with an inherent aloofness towards strangers and a

reserved attitude in new situations.

Combined with his fierce devotion to home and family, these characteristics can be subverted from their original

purpose by poor breeding practices, lack of socialization, and failure to teach basic good manners.

Rottweiler owners without a strong grasp of the breed’s nature can find themselves in trouble if the dog has been badly bred or assumes leadership of the family.

The Rottweiler standard is clear in regard to temperament:

“The behavior of the Rottweiler in the show ring should be controlled, willing, and adaptable, trained to submit to examination of the mouth, testicles, etc.

An aloof or reserved dog should not be penalized, as this reflects the accepted character of the breed.

An aggressive or belligerent attitude towards other dogs should not be faulted.

“A judge shall excuse from the ring any shy Rottweiler.

A dog shall be judged fundamentally shy if, refusing to stand for examination, it shrinks away from the judge.

“A dog that in the opinion of the judge menaces or threatens him or exhibits any sign that it may not be safely approached or examined by the judge in the normal manner shall be excused from the ring.

A dog that in the opinion of the judge attacks any person in the ring shall be disqualified.”

This standard for temperament can be easily related to daily interaction with the dog.

If the dog does not accept examination by the owner or by anyone chosen by the owner, such as a veterinarian, without either shrinking away or becoming aggressive, the dog does not exhibit acceptable Rottweiler character.

Any Rottweiler that does not exhibit true breed character should be spayed or neutered to prevent passing unacceptable temperament to its offspring and should be placed in a home where owners understand how to deal with an unsocialized dog with aggressive tendencies.

Training

To be blunt, the Rottweiler is not a dog for everyone.

Like all other breeds with strong natures, it has become a target for those who would ban dogs by breed rather than individual temper.

Failure to select a well-bred Rott and to train it appropriately

can result in individual tragedy and in prohibition of the entire breed in a community.

Some cities and towns have added the Rottweiler to a list of restricted or banned breeds; some training schools refuse Rotties; and some insurance companies deny coverage to owners of this breed.

Like Akitas, Dobermans, Malamutes, and other dominant breeds, Rotts must be trained to obey and respect the humans in its family.

Hér spyr ég af hverju ekki           respet to all humans.    

Training classes, where the puppy can become accustomed to new situations and to other people and dogs, are ideal, but private training is acceptable if accompanied by additional efforts to socialize the animal.

Daily use of commands such as sit, stay, down, come, and stand as well as training Rambo to walk on a leash without pulling are essential to building a partnership with the dog.

Rottweilers should never be banished to the back yard, whether confined to a kennel run,

allowed free-range of a fenced yard or chained.

Like other guardian breeds such as Akitas, Chow Chows, Dobermans, and German Shepherds, Rotties left to their own devices can become very territorial, particularly if they do not get enough human interaction or if they are teased or tormented by neighborhood children or other dogs.

Invisible fences are not suitable for guardian breeds as they do not prevent intruders from entering the property or keep the dog in if he really wants out.

Og ég spyr hvernig er staðan á þessum atriðum hér á Íslandi?  

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 00:58

76 identicon

Viggó, þó ég sé sammála því að það eigi ekki að rækta undan ónýtum hundum og þó ég sé sammála því að þeir séu geldir, þá breytir skoðun okkar ekki neinu! Það er EKKI að fara að gerast, það er það sem ég er að reyna að segja þér!

ROTTWEILER VERÐUR ALDREI BANNAÐUR! Ef rottweiler verður bannaður hefur það verri afleiðingar af sér en nokkur maður gat hugsað sér, og varla er það til hin betra ? Innrækt og skapgerðarbrestir ? heilsufarsgallar osf ?. Staðan er þannig að það mun aldrei vera hægt að banna rottweiler, þegar svona stór stofn er til á landinu.

Ég myndi glöð undirgangast einhverskonar "námskeið" eða fara í einhversskonar "mat" til að sýna fram á að hundarnir mínir séu hæfir samfélaginu. Og ég væri til í að sjá það koma sem reglu fyrir því að eiga stórann hund af vinnu og varðhundakyni (þá ekki bara Rottweiler). Þannig að við getum sýnt fram á það, við fólk með fordóma eins og sumir hér, að hundarnir okkar eru góðir og ekkert sem palli út í bæ sem fær sagt við því. Ekki halda að ég sé hérna til að réttlæta hundabit og finnist bara ekkert að því að hundur bíti eða ill ræktun eigi sér stað eða að mér sé sama hvert hundarnir fara og í hvaða höndum þeim eru!!

Því miður héld ég að það sé langt í land þar líka.

María Dögg (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 08:48

77 Smámynd: Viggó Jörgensson

Veistu María Dögg að einu sinni dó maður út af boxhöggi.

Þá var boxíþróttin bönnuð á Íslandi.

Ef Rottweiler stórslasar einhvern eða verður að bana,

þá verður Rottweiler bannaður í logandi hvelli.

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 10:58

78 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og þið sem segið allt sé í lagi með hundabit eruð örugglega í miklum minnihluta í þjóðfélaginu.

Langflestir eru á þeirri skoðun að hundur sem bítur fólk eigi að fara beint í svæfingu. 

Og þarna liggur jú þessi grundvallarmunur.

Skaðinn af biti smáhunda er oftast ekki teljanlegur. 

Skaðinn af biti þessarra stóru hunda getur verið stórkostlegur.

Sá bitni getur stórslasast eða dáið. 

Og einmitt af þessum stóru hundum er Rottweiler í nokkrum sérflokki. 

Þessir Rottweiler í BNA, hafa flestir örugglega ekki ætlað að drepa þessi börn.

Aflið er bara svo gífurlegt miðað við stærð barnsins. 

Og svo þetta að ef þeir ráðast á einhvern í alvöru, er hann dauður. 

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 11:05

79 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og þegar við það bætist svo að íslenskir Rottweiler eigendur hafa flutt inn bölvað drasl.

Eins og Rottweilerklúbbur Íslands, staðfestir sjálfur, þá er auðvitað ekki von á góðu.

Svo að ég er enn á því að öllu saman eigi að slátra og byrja upp á nýtt. 

Og þá í það skiptið með úrvalshundum frá Þýskalandi. 

Lausir við mjaðmalos og skapgerðargalla. 

Og að sjálfsögðu verði það einnig svo að aðeins úrvaldshundaeigendur fái að eiga þá. 

En þangað til.  Banna Rottweiler.

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 11:09

80 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já og eitt enn María Dögg út af innleggi þínu nr. 70.

Ég sá aldrei þessa Hveragerðis/Selfoss/Akureyrar tík.

En það gerðu dýralæknar, opinberir starfsmenn og fleiri.

Það var niðurstaða dýralækna sem skoðuðu tíkargreyið.

Að hún væri í rauninni gallað drasl með úrkynjaða skapgerðareiginleika, innflutt frá Ameríku.

Og að hin heiðraða frú, eigandinn,

hefði í ágóðaskyni ætlað að selja undan henni hvolpanna

sem tíkin átti að eignast með hundi sem einnig var drasl.  

En þið hin vörðuð þessa "ræktunarkonu" sem mest þið máttuð.

Það segir allt sem segja þarf í rauninni um gæðastaðalinn hjá ykkur. 

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 20:41

81 Smámynd: Viggó Jörgensson

En nú erum við bara orðin sammála um heilmikið. 

Að ræktunarstarfið verði að bæta.  "...ekki rækta undan ónýtum hundum..." "...að þeir séu geltir..."

Að það verði regla að eigendur stórra vinnu- og varðhunda þurfti að sanna hæfni sína. 

Að hundabit sé ekki réttlætanlegt.

Að okkur sé ekki sama um það í hverra höndum svona hundar séu.

Þetta er nú bara heilmikið síðan í fyrra. 

Vona að þér gangi vel í prófunum og óska þér gleðilegra jóla.

Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband