Strætókort væri meira í stíl við raunveruleikann.

Hluti almennings í landinu hefur hvorki efni á að fara til læknis eða tannlæknis.

Stendur í röð eftir mat og fötum.

Og þá er bara rétti tíminn til að skella sér á meiri lúxus fyrir ráðherranna. 

Í viðbót við þessar 6.000. miljónir sem fara í ferðakostnað hjá Össuri.  

Nú væri kannski hægt að segja að einhver hefði gengið af vitinu.

En þá af hvaða viti?

Fólkið er bara orðið miklu meira en bandvitlaust. 

Er ekki nægilegt magn af notuðum bílum í landinu?   

Ég mætti litfríðum menntamálaráðherra, á göngu í dag, án allrar fylgdar eða viðhafnar.

Og þar sem ráðherrann fríkkaði með hverju skrefi.

Flaug mér í hug að fleiri dömur hefðu líklega gott af útilofti.

Sem eru kannski að panta gluggalausan bíl?

Eða lítinn sem getur keyrt inn um bakdyrnar á stjórnarráðshúsinu?   

 

 

 


mbl.is Nýir bílar fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Hvað eru margar tegundir af vistvænum bílum til í landinu? Ekki þarf að halda að þessi ríkisstjórn fari að kaupa eyðslufreka bíla, það ætti í raun að banna það þar sem bensínið ásamt öðru er á okkar kosnað.

Sandy, 10.12.2011 kl. 06:00

2 identicon

Sæll.

Einhverra hluta vegna er það aldrei rætt að við erum með 5x fleiri þingmenn per íbúa en frændur okkar á Norðurlöndunum. Samt þurfa þessir alltof mörgu þingmenn 77 aðstoðarmenn sem flestir ef ekki allir sitja í stöðum sem ekki voru auglýstar þó skylda beri til að auglýsa störf á vegum ríkisins nema þau sé einungis til 3 mánaða ef ég man rétt.

Hvað er svo eiginlega að þingmönnum sem sjá ekkert athugavert við að láta flokka sína þiggja næstum 300 milljónir í ríkisstyrki. Ekki vil ég að króna af mínu skattfé fari til Vg og Sf en ræð engu um það. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögu LM um afnám ríkisstyrkja til flokkanna verða einhvern tímann að gera grein fyrir máli sínu. Kannski þyrfti að láta kjósa á 2 ára fresti hér svo þingmenn vandi sig meira í starfi af ótta við kjósendur?

Helgi (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 06:49

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það væri næst að gefa þeim "umhverfisvæna" línuskauta.

Óskar Guðmundsson, 10.12.2011 kl. 10:11

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þetta fólk getur bara notað sína eigin bíla og borgað sitt bensín sjálft. Það er á launum sem duga því ágætlega á meðan það ætlast til að við lifum af engu.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 10.12.2011 kl. 10:53

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þessi þróun verður af sjálfu sér Sandy.

Afkomendur okkar verða ekki á bílum með sprengihreyflum spúandi ósoneyðandi efnum.

Eða sóti sem veldur bæði krabbameini og öndunarfærasjúkdómum. 

Það er líka komið fram í stórum heilsufarsrannsóknum

að bændur, garðyrkumann og slíkar stéttir verða marktækt eldri en borgarbúar.    

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 14:59

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Helgi og þakka þér kærlega.

Margsinnis hef ég heimtað fækkun á alþingismönnum og rætt um aðstoðarmannafjöldann.

En fjölmiðlar deila þeim áhuga auðvitað ekki með okkur. 

Ef þingmannafjöldi væri eðlilegur, þá væri mér reyndar sama um fjölda aðstoðarmanna

EF ÁRANGURINN væri eftir því.  En því en bara ekki að heilsa enda aðstoðarmennirnir yfirleitt ekki sérfræðingar

heldur einhverjir flokkskrakkar sem flokkurinn þarf að koma í dagvistun. 

Hitt máttu gera mér greiða með að hugleiða frekar.

Ég er nefnilega orðinn nægilega gamall til að hafa fylgst með fjárhagsvandræðum flokkanna í gegnum langa hríð.

Aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn voru í endalausum fjárhagsvandræðum.

Og tóku því oft kraftaverkamönnum, í fjármálum, fagnandi.

Algerlega siðlausum bröskurum og svindlurum sem komust svo í þægilegt sæti við kjötkatlanna.

Endalaus peningavandræði flokkanna eru því ávísun á frekari spillingu.

Enda keypti Baugur Samfylkinguna eins og Jón Ásgeir hældi sér af í öllum partýum. 

Og þá er nú betra að atkvæði þínu fylgi fjárstyrkur af almannafé.

Ef þjóðin kýs einhverja tíu á þing í flokki, að þá hafi hún einnig samþykkt að veita þeim samsvarandi fjárstyrk.

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 15:11

7 identicon

Helgi: Það er nú einu sinni þannig að í sérhverju lýðræðisríki þarf stjórnmálaflokka til þess að það virki, það er hin heilaga réttlætting á tilurð ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Þeir eru þó þeim skilyrðum háðir að flokkar fái x magn af atkvæðum í síðustu kosningum og er hlutfall styrkjanna í samræmi við þau úrslit.  

 Annað sem sló mig varðandi þetta komment þitt var sú fullyrðing að aðstoðarmenn þingmanna væru 77 talsins, hvar fannstu það út?

Hið rétta er að fjöldi þeirra þingmanna (utan ráðherra) sem hafa aðstoðarmenn eru þrír. Birgitta Jónsdóttir, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Það er allt og sumt. Samkvæmt reglum Alþingis mega þessir þrír einstaklingar (Jóhannes Þór, Sigurður Kári og Þórður) aðeins vera ráðnir í vinnu sem jafngildir þriðjungs starfshlutfalli (33%). Maður myndi ætla að internetið væri orðið það útbreytt að flest allir kynnu að leita uppi viðkomandi upplýsingar. 

Hörður Unnsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 17:50

8 identicon

Þessi velmegunarstjórn er vel að því komin, að fjárfesta í nokkrum bílum. Vantar ekki 22 heimilislækna bara í Reykjavík, svona sem eitt dæmi um velmegunina hjá þessari þjóð? Ekki skil ég hvað fólk er að hvarta og væla, það sem kaus þetta yfir sig sjálft.

Það er bara að átta sig á því, hvað á að kjósa í næstu kosningum!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:06

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

V Johannsson

Það vantar 50 heimilislækna í Reykjavík, og svo sammála hinu. 

Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband