8.12.2011 | 08:51
Jón Gnarr forsætisráðherra....
Aðrir ráðherrar verða Glámur og Skrámur, Geir og Grani, Gö og Gokke, Abbott og Costello, Knoll og Tott.
Hjápi oss allir heilagir.
Nýtt stjórnmálaafl kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Athugasemdir
sæll, ég held að það geti ekki versnað, við þurfum nýtt blóð, Jóhanna virkar ekki.
Bernharð Hjaltalín, 8.12.2011 kl. 09:48
Hinkraðu með þessa hugsun. Sjálfstæðisflokkur + Framsóknarflokkur + Samfylking; Þessir 3 flokkar lögðu ísland í rúst vegna spillingar og vanhæfis + púra heimsku.
Nú eru VG að klára það sem þessir 3 4flokkar gerðu.. að auki vinnur VG með Samfylkingu í því að selja landið okkar.. til ESB.
Hver er fáviti hér... Ég ætla að kjósa Besta flokkinn.. það sýnist mér vera eina leiðin til að gefa algeran skít í 4flokk; Besti flokkurinn er kannski ekki best flokkurinn, en hann er klárlega ekki með sömu afleitu glæpaheimskuferilskrá og 4flokkur.
Mál númer 1 2 og 3 fyrir ísland er að losna við 4flokks mafíurnar. Hver sá sem segir annað er bara ofurseldur heilþveginn ruglukollur og apa-sauður
DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:52
Stórfurðulegt hvernig menn bregðast við Gnarr og besta flokknum . Reyna að gera úr þeim einhver fífl.
Þvílík endemsfífl og kjánar hafa verið við völd undanfarið að augljóslega getur það ekki versnað!
En þessir hafa m.a. verið við völd sl. 20-30 ár:
Baggalútur, Baggi, Bandaleysir, Bitahængir, Bjálfansbarnið, Bjálfinn, Bjálminn sjálfur, Drumbur fyrir alla, Dúðadurtur, Efridrumbur, Faldafeykir, Flautaþyrill, Flotnös, Flotgleypir, Flórsleikir, Froðusleikir, Gangagægir, Guttormur, Hlöðustrangi, Hrútur eða Hnútur, Kattarvali, Kleinusníkir, Klettaskora, Lampaskuggi, Litlipungur, Lummusníkir,Lungnaslettir, Lútur, Lækjarrægir, Moðbingur, Móamangi, Pönnuskuggi, Rauður, Redda, Reykjasvelgur, Skefill, Sledda, Smjörhákur, Steingrímur, Syrjusleikir, Svartiljótur, Svellabrjótur, Tífall, Tífill, Tígull, Tútur og Þambarskelfir, Þorlákur, Örvadrumbur.
Kristján H Theódórsson, 8.12.2011 kl. 10:05
Betra en Tryggvi Þór Herbersson ?? Eða Sigmundur Davíð ???
Tel að Besti sé ljós í Íslenskum stjórnmálum sem sker í augu þeirra sem í myrkrinu sjá ekki óþverrann og spillinguna sem tíðkast í skjóli fjórflokksins.
Besti hefur ekki staðið sig verr og jafnvel betur við stjórnun borgarinnar en aðrar borgarstjórnir. Hvernig er hægt að standa sig verr í landsmálunum en fjórflokkurinn undanfarin 25 ár?
Ólafur Örn Jónsson, 8.12.2011 kl. 10:11
Já sæll Viggó, það er illa komið fyrir fólki sem telur að fíflaskapur sé lausn á pólitískum vanda, vandinn snýst fyrst og fremst um hæfni og siðferði þeirra sem starfa í pólitík
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 10:44
Ég hlakka til að fá að kjósa þennan nýja flokk. Ertu viss um að þeir Halli og Laddi verða þarna? Sé svo þá geta þeir Glámur og Skrámur ekki verið þarna líka. Eða hvað?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 11:07
Jóni Gnarr Kristjánssyni er treystandi til góðra víðsýnna/framsýnna verka af samviskusemi og heiðarleika. Ætli Guðmundur Steingrímsson sé búinn að láta Jón Gnarr vita, að hann sé búinn að eigna sér nafnið á besta flokknum hans?
Er ekki 4flokks-klíku-yfirbragð á Guðmundi Steingrímssyni? Hann er nú ekki alveg ótengdur þeirri gömlu klíku, eða misminnir mig núna?
Við höfum slæma reynslu af að kjósa þá á þing aftur, sem tóku þátt í eða tengdust hruna-flokkunum fyrir 2008. Sú reynsla ætti að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá okkur núna, eða er það ekki rétt athugað? Það er alfarið á kjósendanna ábyrgð að vera gagnrýnir, og virða lýðræðið og réttlætið og kjósa ekki yfir samfélagið enn einu sinni afbrotaklíku-áhangendur.
Ég tek það fram að þessi skoðun mín hefur ekkert með Guðmund Steingrímsson sem persónu að gera, heldur þá sem eru að etja honum út í þetta feigðarflan. Þeir spilltustu kunna að velja sér álitlegar strengjabrúður, sem þeir halda að láti vel að stjórn þeirra. Ég vil ekki þessum unga manni svo illt, að verða þjónn gömlu mafíuleiðtoganna, frekar en nokkrum öðru fólki.
Klækjarefir spillingarinnar spinna því miður illsjáanlega og illskiljanlega vefi, og þess vegna lætur fólk, sem er af annarri sort og öðruvísi innréttað glepjast svo létt sem raun ber vitni.
Hvar skyldi t.d. LÍÚ koma að þessum "nýja" flokk, með sína strengjabrúðu-spottastýringu? Eða þá Baugs-veldið, að ógleymdu Orkuræningja-veldinu? Það má sjá alla þræði spilltu vafninganna tengjast inn í þessa samsteypu, þegar vel er gáð. Við verðum að spyrja samvisku okkar gagnrýninna spurninga, en ekki láta leiðandi fjölmiðla-blekkingar-meistara villa um fyrir okkur.
Er virkilega einhver sem treystir á að þetta sé mafíuklíku-óháð samsuða? Höfum við ekkert lært?
Hvað með Lilju Mósesdóttur? Á hún ekki nóga peninga, til að fólk geti haft trú á henni? Hún hefur alla vega nóg af persónukostum, og það á að vega þyngra en ráns-silfur bankamafíunnar!
Ég hef ekki enn komið auga á neitt óheiðarlegt eða vanhæft í fari Lilju Mósesdóttur, og er ég búin að fylgjast með henni lengi úr fjarlægð, eins og öllum pólitíkusunum. Þess vegna þýðir ekkert fyrir neinn að koma núna með fulla vasa ránsfjár og auglýsa sig sem annan en þeir eru. Og það á kostnað almennings og vinnandi skattborgara!
Er það guðinn Mammon sem er auglýsinga-jólasveina-guðinn í ár, eins og fyrri ár? Hvenær ætlum við að læra gagnrýna heiðarlega hugsun og hegðun, sem ekki verður keypt fyrir peninga?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2011 kl. 11:40
Viggó við erum samtaka í að sjá þá kumpána Gumma og Gnarr sem Knoll og Tott, he, he, - skrifaði um þá æskuvini mína á blogg Baldurs Lorange.
Trúlega og sýnist það á ummælum hér að þjóðin muni sjá þetta eins - og skemmta sér.
Sólbjörg, 8.12.2011 kl. 12:11
Sæll Bernharð.
Samfylkingin varð fyrir þeim harmi að sú frábæra kona Margrét Frímannsdóttir þurfti að draga sig úr stjórnmálum.
Og til að forða hreyfingunni frá því að Össur legði hana í rúst, eins og allt annað sem hann hefur komið nálægt.
Þá tók Ingibjörg Sólrún formannssætið til að forða Samfylkingunni frá heilræðum svila síns.
Sú formennska endaði líka snögglega eins og menn þekkja.
Og gerist það að Samfylkingin þarf að manna forsætisráðherrastólinn og enn mátti það ekki vera Össur.
Í stað þess að kalla í Jón Sigurðsson þjóðhagfræðing, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins.
Er brugðið á þá skelfingu að segja frú Jóhönnu Sigurðardóttur í embættið sem þá hafði ætlað að hætta í stjórnmálum.
Jóhanna vissi ekki nokkurn skapaðan hlut um rekstur þjóðarbúsins,
þar sem hún hafði aldrei verið nema fagráðherra
og helstu hæfileikar hennar voru að heimta meira fé í sína málaflokka.
Hvaðan peningarnir komu, eða hvernig þeir urðu til, var aldrei hennar vandamál.
Svo er konan búin að vera þarna um nokkurt skeið, á þessum hrikalegu tímum,
þegar hún fékk eðlilega einhvers konar taugaáfall sem skiljanlegt er.
Fréttir komu úr ráðuneytinu að hún lokaði hreinlega að sér en það höfðum við þá þegar séð.
Hún forðaðist alla fréttamenn eins og vonda sjálfan, varð bara flökurt er hún heyrði þá nefnda
og tók uppsölur ef hún vissi þá nær. Væru fréttamennirnir svo erlendir leið hreinlega yfir hana.
Hún kom þó í Kastljósþátt þar sem skólastúlkur voru í námskynningu.
En þurft meira að segja þá að fá spurningarnar fyrirfram, andstætt reglum Kastljóss.
Svo þiggur hún, því miður, ráð Össurar að gera ESB að aðalmáli ríkisstjórnarinnar
í stað þess að hjálpa fólkinu í landinu að rísa aftur á fætur.
Næst pantar hún Má Guðmundsson til landsins til að stjórna þessu öllu fyrir sig.
En Már var bara hinu megin við Arnarhólinn, þannig að enn þorði konan ekki út úr húsi.
Og þá sjaldan að einhver fréttamaður næði af henni tali, bölvaði hún íhaldinu í sand og ösku,
en gat að öðru leyti ekki svarað nokkrum sköpuðum hlut.
Nema að hér yrði allt að gulli þegar Davíð Oddson færi úr Seðlabankanum.
Svo kom Már Guðmundsson til landsins og ekkert var að gulli.
Svo kom frúin efnahagsmálunum út úr forsætisráðuneytinu.
Loks fékk einhver frúna til að ráða sér ágætan þjóðhagfræðing í ráðuneytið.
Svona til að úrskýra væntanlega hvað hún ætti að vera að gera þarna.
Og loks kom sá dagur að frúin skundar hnakkakert í ræðustól Alþingis.
Nestuð út af hagfræðingnum góða, les hún svo upp prósentur um rekstur þjóðarbúsins.
Má mikið vera ef ekki væri hægt að panta hana í saumaklúbba sem uppistandara.
Og þó ekki. Einhver saumakonan gæti, í lykkjufalli, farið að spyrja eitthvað út í ræðuna og prósenturnar.
Og nú er þessa sómafrú, að heilráðum Össurar, búin að rústa Samfylkingunni.
Og búin að ýfa svoleiðis á okkur bustirnar að maður fer hreinlega að urra, heyri maður á ESB minnst.
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 12:31
DoktorE.
Ekki tók ég mér í munn orðið fáviti í þessu sambandi. Það gerðir þú sjálfur.
Ég las bókina hans Jóns Gnarr og veit að hann er bráðvel greindur.
Og einnig að hann getur alveg orðið góður stjórnmálamaður eins og aðrir sæmilega innrættir menn.
Og Jón er prýðilega innréttaður.
En þú sást nú samt að þegar hann var kominn í borgarstjórastólinn, vissi hann ekki nokkurn
skapaðan hlut, um það hvað hann væri að gera þarna.
Nema að hann hefði góðan vilja til verka og hann var ekkert að leyna þessu.
En þegar tímarnir eru erfiðir og alvarlegir eru svolítið dýrt spaug að menn séu í starfsnámi við stýrið.
Það væri heppilegra að einhver kæmi að þessu sem áður hefði lagt sig eftir því að botna eitthvað í þessum málum.
Hefði skýra sýn um framhaldið, hver markmiðin væru og hvaða leið ætti að fara til að nálgast þau.
Svo er ég sammála þér um það að ætli fjórflokkurinn ekki að skúra út hjá sér spillinguna.
Þá getur vel verið að ég komi með þér í Besta flokkinn.
Þar þekki ég minn fluggáfaða Sigurð Björn Blöndal sem ég hafði í uppeldi í gamla daga.
Hann Bjössi gæti vel stjórnað landinu ef hann nennti að kynna sér það sem þarf.
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 12:41
Kristján Th. og Ólafur Örn.
Má ég vísa í svar mitt til DoktorE
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 12:44
Sammála þér Kristján.
Nú kann að vera að Besti flokkurinn vandi betur val á frambjóðendum að þessu sinni.
Það getur auðvitað ekki gert sig að þar verði eingöngu þeir sem aldrei hafa hugsað
nokkurn skapaðan hrærandi hlut um gangverk þjóðfélagsins.
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 12:46
Bergur
Þetta er rétt hjá þér.
Nú erum við í uppstillingarnefndinni í bobba.
Sleppum Halla og Ladda og fá erlenda sérfræðinga.
Abbott og Costello, voru þeir ekki einhvers staðar?
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 12:50
Anna Sigríður.
Ég ætla ekki að gera við þig ágreining við þig um neitt af þessu, án þess þó að samþykkja einstök atriði sérstaklega.
Bið bara um að frambjóðendur hafi einhverja lágmarks hugmynd um gangverk samfélagsins.
Hvaða erindi þeir eigi í stjórn landsmálanna.
Hvernig þeir ætli að betrumbæta það telji þeir þess þörf.
Hverjar séu þær aðferðir og leiðir sem nota skal til að ná þeim úrbótum, sé þeirra þörf að þeirra mati.
Og hafi svo getu til að fylgja því eftir.
Aðrir eiga ekkert erindi á Alþingi, þetta er ekki dvalarheimili fyrir þá sem eru hvíldarþurfi eftir fyrri störf.
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 13:00
Nema að þeir komi með hæfari frambjóðendur Sólbjörg...
Óskilgreindur góður vilji er ekki nægjanlegt.
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 13:02
Þetta er hið besta mál fyrir okkur sem viljum þessa ríkisstjórnarflokka út í hafsauga. Óánægjufylgi þessara flokka ásamt DV dómstólnum munu fylkja sér um "Af því Baraflokkinn". Í R.vík 101 verður kúl að segjast kjósa hrærigrautinn og hann mun fá allt að 20% í skoðanakönnunum.
Í kosningum mun því verða hellingur af 10-12% flokkum og allir á egótrippi svo lítil hætta er á annari "norrænni velferðarparadís". D og B munu að mestu halda sínu fasta fylgi og kannski fær Guðmundur Steingríms að verða menntamálaráðherra með nikkuna sína í hönd og tunnusláttin. þannig verður líka arfleifð feðrana tryggð á Alþingi og kannski fær hann að sitja í stólnum hans pabba.
Annars verður Guðmundur að finna sér listamannsnafn eins og Gnarrinn svo menningarvitarnir geti tekið hann sem alvöru djók. Hvernig væri Gummi Sperr, auglýst er eftir hugmyndum.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 14:16
Já Sveinn þakka þér.
Það verður gaman af því að fylgjast með þessu og jafnvel að leggja orð í belg.
Geri ég það ekki gæti ég hafa skroppið aðeins til Noregs um tíma. (40ár+)
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 14:34
Það sínir nú ágætlega þá trú sem menn hafa á Gnarrinum sem framtíðar leiðtoga að þeim skuli detta í hug Abbot og Costello sem aðstoðarmenn,sem eru búnir að vera dauðir í mörg ár.Það gæti allavega ekki versnað
Casado (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 15:24
Er einhver munur á þeim eða Jóhönnu, heldurðu Casado?
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 15:46
Og Kristján Th.
Er þetta flokksskrá VG í kjördæmi Steingríms?
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 15:54
Ég gæti ímyndað mér að þau liktuðu öðruvísi Viggó,,en þá er það sennilega upp talið..
casado (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 18:10
Jamm Casado
Frú Jónína smellir aðvitað ilmi á þessa elsku áður en bílstjórinn fer með hana af stað.
Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 23:06
Já Viggo ég eins og þú fagna Besta í landsmálin og bendi á að Jón Gnarr hefur komið betur frá borgarstjóraembættinu en trúðurinn Davíð sem best hefð verið geymdur í skrípa þáttum Benn Hill þar sem hann hefði fallið í kramið.
Ólafur Örn Jónsson, 10.12.2011 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.