En 515 miljónir fóru í friðargæslu á síðasta ári.

Utanríkismál eru í forgangi hjá okkur í ríkisstjórninni.

Þau í Keflavík geta bara tekið strætó, rútuna til Hafnarfjarðar og Landleiðastrætó þaðan til Reykjavíkur.

Og ef Landleiðir eru hættir þá hafið þið bara gott af að ganga síðasta spölin.  Allt of feit öll, nema við Jóhanna.  

Ríkisstjórnin er með allan hugann við að ganga í augun á útlendingum. 

Mest auðvitað þeim í Brussel.

En svo er voða gaman að gera sig breiðan innan um stóru kallanna í NATÓ. 

Þannig fletti Össur út litlum 515 miljónum í friðargæslu á árinu 2010.

Fyrst með myndarlegu framlagi í fjárlögum og bætti svo vel við í fjáraukalögum. 

Alls ætlar Össur að svalla fyrir kr. 9.300.000.000. samkvæmt fjárlögum þessa árs.

Höfðingjar verða að hafa sæmilega risnu. 

Þar af fara tæpir 3 miljarðar í sendiráðin.  Mætti kannski segja að það sé fastur kostnaður hjá sjálfstæðu ríki.

En þessir 6 miljarðar sem þá standa út af borðinu er eitthvað sem mætti skera alveg niður, ef einhver kæmist að þessu. 

En auðvitrað þurfum við ráðamenn að sleppa stundum burt frá þessu eilífa jarmi:    

...Það vantar þessa peninga á Landspítalann.

...Á öll önnur sjúkrahús og heilsugæslustöðvar landsins.

...Til að reka sjúkrabíla og bráðaþjónustu.

...Til að halda hér uppi lögreglu. 

En nei því miður. Þið getið bara drepist þar sem þið eruð komin.  Ekkert nema vanþakklætið bara.

Eftir allt sem við Steingrímur erum búin að gera fyrir ykkur.  

    

 .


mbl.is Sjúkrabílalaust í þrígang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Vel mælt...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 27.11.2011 kl. 02:14

2 identicon

Sæll Viggó; - Kaldi, og aðrir gestir, hér á síðu !

Svo; eru sumir hissa á því, þó að þjóðerniskennd margra okkar, fari ört þverrandi - sem og andúðin, á stjórnmála ræksnunum, fari verulega vaxandi.

En; þakka þér fyrir, þessar upplýsandi tölur Viggó. Ég hélt; að þetta væri 1/2 minni fjárhæðir, sem Össurar fíflið, hefði úr að moða, í mont sitt, sem stærilæti.

Helvítis viðrinið; það (ÖS) !

En; með beztu kveðjum, til ykkar Kalda - og annarra Jarðbundinna /

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 02:57

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nákvæmlega, við förum nú ekki að ætlast til þess að við aðlinum verði hreyft.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.11.2011 kl. 13:58

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir strákar.

Átti von að þetta gengi fram af fleirum en mér.  

Og erum þó orðin ýmsu vön.   

Viggó Jörgensson, 27.11.2011 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband