En gerði hann eitthvað ólöglegt?

Það gæti verið kostur að forstjóri fjármálaeftirlits þekki til aflandsfélaga og skattaskjóla.

Spurningin er miklu frekar hvort hann hafi aðhafst eitthvað ólöglegt.

Hitt er miklu stærra mál að alþjóðasamfélagið skuli yfirleitt líða tilvist skattaskjóla.

Og allar þessar alþjóðlegu fjármálaæfingar sem komu okkur Íslendingum í stórkostleg vandræði.

Eftir löggjöfinni sem Evrópusambandið sendi okkur og við samþykktum með lokuð augun.

Þeir sem fundu upp skattaskjólin eru einmitt þeir sem öllu ráða í Evrópusambandinu.

Og búa í móðurlöndum fjármálaspillingarinnar í heiminum.

Gömlu nýlenduveldunum í ESB. Afkomendur nýlenduherranna.

Og þar hafa menn engan raunverulegan áhuga á að uppræta fjármálaspillingu og skattsvik.

Hvernig skyldi standa á því?

Skattaskjól heimsins eru ekkert annað en tilræði við almenning í þessum löndum og velferð almennings. 

Breska ríkið er nánast á hausnum af því að fjármálamenn komast upp með stórkostleg skattsvik.

Og eftir að Barak Obama varð forseti BMA missti hann skyndilega áhugann á að uppræta skattaskjól heimsins.

Hvernig skyldi standa á því?

Og hvernig í veröldinni lentu íslenskir jafnaðarmenn í þeirri sjálfsblekkingu.

Að best væri að biðja fjárglæpamennina í ESB að sjá algerlega um okkar mál framvegis.

Ekki reyndust hrunreglurnar svo vel.  

  


mbl.is Gunnar virkur í starfi aflandsfélaga Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um aflandsmyllu LBI í Luxembourg, þá virðist sem stjórnendur ESB hafi dregið af henni nokkurn lærdóm. Evrópski "björgunarsjóðurinn" (EFSF) virðist nefninlega vera byggður á svipuðu módeli. Hann er í raun einkahlutafélag með heimilisfang í Luxembourg, og samkvæmt lögum hertogadæmisins eru stjórnarmenn ábyrgðarlausir af athöfnum félagsins, sem er líklega ástæðan fyrir því að þetta lögsagnarumdæmi verður fyrir valinu. En ég velti því fyrir mér hvort erlendar skuldir Luxembourg verði ekki gríðarháar þegar ríkisskuldir Grikklands, Ítalíu o.fl. þjóða verða komnar inn í þetta "skúffufélag"? Ég velti því líka fyrir mér hvað gerist ef þetta skúffufélag verður gjaldþrota, hvað verður þá um ríkisskuldirnar sem hafa verið settar inni í það? Er þetta ekki bara samkonar kennitöluflakk og margir hrunverjar Íslands notuðu til að komast undan persónulegum ábyrgðum, með því að færa þær í einkahlutafélög?

Frábær lausn á skuldavanda evrusvæðisins, að færa skuldirnar bara í ehf og setja það svo í þrot. Tær snilld...

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2011 kl. 23:38

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka Guðmundur.

Þetta þarf ég að kynna mér. 

Viggó Jörgensson, 18.11.2011 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband