16.11.2011 | 19:31
Getur valdið matareitrun og fósturláti.
Listeria er verri sýkill en svo að hann valdi aðeins matarsýkingum.
Hann er þekktur fyrir að geta valdið fósturláti.
Og lífshættulegum matareitrunum hjá þeim eru með ófullburða eða skert ónæmiskerfi.
Svo sem fóstrum, nýburum, fólki í ýmsum lækningameðferðum og öldruðum.
Ógerilsneyddir ostar er þekktir fyrir að geta innihaldið listeriu.
Einnig matvæli sem ekki eru hituð upp fyrir 70°C áður en þeirra er neytt.
Það er leiðinlega margt sem ófrískar konur mega helst ekki gera.
Ekki reykja, drekka, eða nota nema saklausustu lyf og helst engin.
Helst mega þær ekki borða skelfisk, erlenda osta eða erlent grænmeti löðrandi í skordýraeitri.
Þær mega ekki koma eða vinna neins staðar þar sem unnið er með hvers konar váleg efni.
Þá er þeim ráðlagt að fara ekki í rússibana, flúðasiglinar eða fallhlífastökk.
Þær mega hins vegar sauma út, prjóna og sinna kvenlegum menntum.
Eða rækta sambandið við tengdó og mágfólkið og hlusta á ráðleggingar um óléttuna.
Þetta er óréttlæti sem femínistar ættu að taka fyrir.
Allt körlum að kenna...
Taðreyktur silungur innkallaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.11.2011 kl. 00:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.