9.11.2011 | 20:28
Ný föt. Sami kjáninn.
Af mörgum góðum hliðum er pólitískur kjánaskapur, sterkasta hlið Árna Páls Árnasonar.
Enn hefur honum ekki skilist að Kínverski kommúnistaflokkurinn / Kínverska ríkið er kaupandinn.
Og það viljum við bara alls ekki að eigi sér stað.
Hinn möguleikinn væri sá að Árni væri bæði svo ósvífinn, og illa illrættur, að honum væri alveg sama hver kaupir.
En svo slæmur er Árni ekki að vilja svíkja landið í hendur Kínverja.
Þó hann í glámskyggni sinni átti sig ekki á málinu frekar en Evrópusambandinu.Hann hefur bara flækst í slæman félagsskap eins að hanga úti á kvöldin með Össuri og öðrum pörupiltum.
Hættulegt að lokast frá umheiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2011 kl. 13:44 | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki til þess að neitt gáfuilegt hafi komið frá Smfykingar Fólki og allra síst frá Ráðherrum hennar..
Vilhjálmur Stefánsson, 9.11.2011 kl. 21:21
Ef menn geta selt landið okkar Kinverjum- selja þeir eflaust ömmu sina- kannski smá aurar fyrir hana !
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.11.2011 kl. 21:22
Hann telur að við munum lokast frá umheiminum ef við seljum ekki Kínverjanum. Ekki rökstutt náttúrlega. Maður veltir því fyrir sér hvernig það getur gerst að við kjósum svona einfeldninga á þing. Eigum við ekkert betra en þetta? Maðurinn er einn allsherjar kjánahrollur.
Við áttum líka að lokast frá umheiminum ef við borguðum ekki Iceave. Við lokumst frá umheiminum ef við göngum ekki í helför ESB. Maður sér fyrir sér að hér sitjum við ein og yfirgefin og étum úr nefinu á okkur til framfæris.
Heldur hann að allir séu jafn skyni skroppnir og hann? Bara svona pæling...
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 22:27
Það er nú höfuðvandamálið Vilhjálmur.
Að þetta er mest tækifærissinnnar, lýðskrumarar og eiginhagsmunaseggir með athyglissýki.
Viggó Jörgensson, 10.11.2011 kl. 13:46
Sammála Erla.
Enda eru þau að selja allar sínar ömmur frá árinu 1262 þegar noregskonungur tók okkur yfir.
Sem dreymdu um aðafkomendur þeirra yrðu aftur frjálsir og gætu sjálfir notið góðs af auðlegð landsins.
Viggó Jörgensson, 10.11.2011 kl. 13:53
En þetta er samt gleðilegt Jón Steinar.
Sýnir í hvers konar rökþrot þau eru komin í Samfylkingunni.
Eins og við séum ekki í norðurlandaráði, Efnahags- og fríverslunarbandalagi Evrópu,
Evrópska efnahagssvæðinu, Evrópuráðinu, NATÓ og Sameinuðu þjóðunum.
Og Össur fær í komandi fjárlögum 9.300.000.000. kr í utanríkismál.
Er Árni Páll að segja að Össur sé búinn að einangra okkur á alþjóðavettvangi???
Hefur hann skandaliserað alls staðar?
Viggó Jörgensson, 10.11.2011 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.