Glæpsamleg vanræksla.

Um lyfið sem læknirinn gaf Jackson segir meðal annars á vef Lyfjastofnunar:  

"...Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Lyfið má aðeins gefa af svæfinga- eða gjörgæslulæknum.

Sjúklingar skulu vera undir stöðugu eftirliti

og viðeigandi búnaður til að viðhalda opnum öndunarvegi, veita öndunarhjálp og súrefni skulu ávallt vera til staðar

auk annars búnaðar til endurlífgunar..."

Læknir Jacksons var hvorki svæfinga- eða gjörgæslulæknir.

Það var enginn að líta eftir Jackson, þegar hann fór í öndunar- og hjartastopp.  

Á staðnum var engin búnaður til viðhalda opnum öndunarvegi, til að veita öndunarhjálp né súrefni.

Og enginn búnaður til endurlífgunar.   

Svona "fagfólk" á að sjálfsögðu að missa starfsréttindin.   


mbl.is Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

.... Michael Jackson var fársjúkur eiturlyfjafíkill með peninga til að kaupa hvaða vitleysu sem honum langaði. Svona dæmi eru eiginlega ekkert sérstök. Læknar eiga lítin og oftast engan sjens í að stoppa fíkla sem hafa ákveðið að vilja fá það dóp sem þeim langar í ....

Allt þetta ameriska leikrit um sannleikann og ekkert nema sannleikann, er ótrúleg lygasaga. Sjálfsagt hefur læknirinn ekkert annað til saka unnið enn að láta kaupa sig...Jackson er síður enn svo saklaus í þessu máli....

Óskar Arnórsson, 7.11.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er rétt Óskar að Jackson var fárveikur maður.

En enginn læknir, með snefil af faglegri sómatilfinningu,

lætur kaupa sig til svona vinnubragða.

Ekki fyrir nokkurn pening.

Viggó Jörgensson, 8.11.2011 kl. 01:32

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

... þú myndir verða hissa hvað er hægt að fá fólk til að gera fyrir peninga og ég tel þetta ekki vera stórmál nema að það eru allir sekir sem voru í kringum Jackson. Fjölskylda hans mest.... Þetta er klassískt ríkra manna aðalsleikrit og mjög lélegt þannig séð. Jackson hefði átt að vera á sjúkrahúsi og það þarf enga sérfræðinga til að skilja það, og t.d. í Svíþjóð hefði hann verið læstur inn í minnst 3 mánuði samkvæmt lögum...

Óskar Arnórsson, 8.11.2011 kl. 01:43

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jamm allt sem maður veit um þessa fjölskyldu er sjúkt. 

Viggó Jörgensson, 9.11.2011 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband