Frábært. Kúlulánafólk og lygaskýrslumenn hætti í stjórnmálum.

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Voru þau með yfir eitt hundrað miljóna króna óeðlilega lánafyrirgreiðslu í bönkunum. 

Bjarni Benediktsson, Ólöf Norðdal og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 

Þau eiga því að hætta á Alþingi.  

Tryggvi Þór Herbertsson á líka að hætta.

Hann gerði fræga skýrslu árið 2006 um að allt væri hér í skínandi lagi með bankakerfið. 

Hann á að sjálfsögðu að hætta líka.

Og þeir eru fleiri.  

Þjóðinni er því fagnaðarefni að hennar stærsti stjórnmálaflokkur sé á réttri leið.

Framboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er merki um nýja tíma.  


mbl.is Snýst um líklegan sigurvegara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Viggó,þetta er hárrétt hjá þér..

Vilhjálmur Stefánsson, 3.11.2011 kl. 16:52

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka Vilhjálmur. 

Feginn að fleiri sjá það en ég. 

Viggó Jörgensson, 3.11.2011 kl. 17:03

3 identicon

Hanna Birna þar að koma fram með ákveðna stefnu og birta hana opinberlega sé hún í takt við það sem við kjósendur viljum þá rífur hún upp fylgi Sjáfstæðisflokksins.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 17:08

4 identicon

Í guðanna bænum farðu með rétt mál. Samkvæmt rannsóknarskýrslunni var Bjarni skráður með lán uppá 100 milljónir og hluti af því voru/er íbúðarlán. Starfsmenn bankanna voru þeir sem fengu kúlúlán og Bjarni var ekki starfsmaður í banka og tók aldrei kúlúlán. Reyndu nú að hafa staðreyndirnar á hreinu áður en þú skrifar...Það er það minnsta sem hægt er að biðja um á þessum tímum. Það er útaf svona fullyrðingum að enginn er trúanlegur á bloggum landsins.

Þverskurður þjóðarinar er á Alþingi Íslendinga og ef þeir sem eru með íbúðarlán mega ekki vera á alþingi, hver má það þá ?

Jón (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 17:15

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sannleikurinn þarf auðvitað að vera vafningalítill. Kannski ástæðulaust að biðja um hann vafningalausan Jón minn á IPinu.

Árni Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 18:05

6 identicon

Sammála þér Viggó.

Kristján Sigurðss0n (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 18:22

7 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Frumforsenda þess að Alþingi geti aðeins byrjað að endurheimta það traust þjóðarinnar, sem þingmenn sjálfir tróðu í svaðið og vörpuðu fyrir róða, er sú að hreinsað verði til að fullu í öllum flokkum. Jóhanna, Össur, Árni Páll .... og þannig mætti telja einhverja tugi, verða að hverfa af þingi til þess að hægt sé að byrja á byrjunarreit. Traust er nefnilega ekki eitthvað sem menn ákveða með sjálfum sér eða samþykkja á þingi. Traust verður að ávinna sér. Það er hægt að glata því á örskotsstund. En það tekur alltaf langan tíma að ávinna sér það.

Magnús Óskar Ingvarsson, 3.11.2011 kl. 18:34

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jón þú ættir kannski að líta aftur í skýrsluna:

"...

8.11 Lánafyrirgreiðslur til alþingis- og fjölmiðlamanna

8.11.1 Inngangur

Til að kanna hvort alþingismenn og fjölmiðlamenn hafi notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu í íslensku bönkunum var eftirfarandi greining gerð. 

...

Þeir aðilar sem höfðu yfir 100 milljónir að láni alls, samkvæmt þessari aðferðafræði, voru skoðaðir sérstaklega og er þeirri athugun lýst hér að neðan.

Viðmiðið var valið með það í huga að flest lán undir þessum mörkum eru eingöngu húsnæðislán og telja má slíkt til eðlilegrar fjármögnunar einstaklinga.

...

8.11.2 Alþingismenn

Tafla 23 sýnir þá þingmenn sem höfðu, ásamt maka og félögum þeirra, heildarlánastöðu yfir 100 milljónum króna einhvern tímann frá ársbyrjun 2005 og fram að falli bankanna í október 2008.

...

Öll veruleg lán sem tengjast Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á tímabilinu voru á vegum eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Stærstu lánin voru fyrst til Kristjáns beint en síðar til félags í hans eigu, 7 hægri ehf., vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi banka hf. Kristján var framkvæmdastjóri í bankanum og tengdust lánin starfshlunnindum til hans en um það er nánar fjallað í kafla 10.0.

...

Helstu lán Bjarna Benediktssonar voru í Glitni banka hf. Annars vegar var um bein lán að ræða og hins vegar um lán í gegnum framvirka samninga. Fyrir utan einn um 45 milljóna króna framvirkan samning um hlutabréf Glitnis í upphafi árs 2006 voru þeir framvirku samningar allir um hlutabréf erlendra banka, Deutsche Bank, Morgan Stanley og Lehman Brothers.

...

Þau lán sem tengjast Ólöfu Nordal á tímabilinu voru lán til hennar og eiginmanns hennar, Tómasar Más Sigurðssonar, og voru aðallega í Landsbanka Íslands hf. og Glitni banka hf.

..."



(Litbreyting VJ)

Viggó Jörgensson, 3.11.2011 kl. 19:35

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér Kristján.

Viggó Jörgensson, 3.11.2011 kl. 19:36

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nákvæmlega Magnús Óskar.

Viggó Jörgensson, 3.11.2011 kl. 19:36

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Árni en það er meira en það. 

Hvað voru Bjarni blessaður, og Illugi Gunnarsson, að gera á skrifstofunni hjá Jóni Ásgeir

nóttina sem Glitnir fell???

Og mundu að Björgvin G. Sigurðsson var kallaður þangað líka, um miðja nótt, austan úr sveitum. 

Og gerðist svo sendisveinn Baugs heim til forsætisráðherra.

Viggó Jörgensson, 3.11.2011 kl. 19:42

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Eins og þú veist þá væntanlega Jón.

Er Bjarni Benediktsson hinn besti drengur, indæll í viðkynningu og samstarfi.

Ef þú hefur upplýsingar um að rannsóknanefnd Alþingis sé ranglega að fjalla um hann í kaflanum um óeðlilega lánafyrirgreiðslu.

Þá endilega komdu með þær.  

Þetta eru mjög alvarleg mál. 

Viggó Jörgensson, 3.11.2011 kl. 19:51

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Kristján Sigurðsson.

Viggó Jörgensson, 3.11.2011 kl. 21:02

14 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski tekst "aflúsunin" í þetta skiptið og "lýsnar" fara að hafa hægar um sig.... Gott væri líka að losa um tök LÍÚ á flokknum til að hann endurheimti traust. En kannski má ekki búast við of miklu....?

Ómar Bjarki Smárason, 3.11.2011 kl. 23:24

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Góðir hlutir gerast auðvitað hægt Ómar Bjarki.

En flokkurinn getur ekki boðið upp á fólk sem ekki hefur hreinan skjöld.

Að öðrum kosti mun millistéttin kjósa eitthvað annað. 

Ég þekki hversu mikil völd LÍÚ hefur í Sjálfstæðisflokknum.  

Eða öðrum flokkum. 

Gengur ríkisstjórninni nokkuð með með þau mál?    

Er LÍÚ þar líka?  

Viggó Jörgensson, 4.11.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband