Héraðsdómur fer að fordæmi Hæstaréttar.

Í dómi Hæstaréttar 272/2000, sagði þetta í meiðyrðamáli áberandi stjórnmálamanns.:

"...Ber að fara varlega við að hefta slíka umræðu í lýðræðislegu þjóðfélagi með refsikenndum viðurlögum..."

Í sýknudómi Svavars Halldórssonar segir Héraðsdómur Reykjaness: 

"...Ber að fara varlega við að hefta slíka umræðu með refsikenndum viðurlögum..."

Með fordæmi sínu árið 2000 lagði Hæstiréttur einfaldlega þá línu.

Að á opinberum starfsvettvangi yrðu menn að þola meiðyrði frekar en aðrir. 

Meira að segja stálheiðarlegir menn, eins og í þeim dómi.  

Þannig að engan þarf þá að undra að sýknað sé í þessu máli.

JÁJ var sakfelldur í Hæstarétti í svokölluðu Baugsmáli.  

Í New York kallaði slitastjórn Glitnis JÁJ; dæmdan hvítflibba glæpamann.  

Svavar Halldórsson er heiðarlegur, og vandaður fréttamaður, í starfi hjá íslensku þjóðinni. 

Hann ætti að fá aðstoðarmenn á RÚV til að geta haldið áfram störfum sínum við að upplýsa þjóðina. 

Hverjir það voru sem stálu þjóðarauðnum og hlupu með hann í felur.

Alltaf sést betur, og betur, af hverju Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskipafélagar hans, vilja eiga alla fjölmiðla.

Þeir vilja stjórna opinberri umræðu um sjálfa sig, og þau verk þeirra sem ekki þola dagsins ljós.

Og reyna að hóta, og hræða alla sem um þá fjalla, helst þannig að þeir missi bæði kjark og heilsu. 

Svavar Halldórsson má vita það að við þjóðin munum safna fyrir öllum hans málskostnaði í framtíðinni. 

Svo að hann fái ekki aftur hjartaáfall út af hótunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.


mbl.is Jón Ásgeir áfrýjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband