Georg Lárusson er flotaforingi sama og hershöfðingi á landi.

Nú eru tignarmerkin í Landhelgisgæslunni óðum að skýrast.

Georg Lárusson er tveggja stjörnu Rear admiral, sem er undirflotaforingi sjóhers.

Rear admirals geta verið einnar stjörnu, sem væri eins og brigadier general eða tveggja stjörnu eins og Georg.   

Sama staða í landher væri tveggja stjörnu undirhershöfingi, major general.

Halldór Nellet kapteinn stendur næstur Georg í röðinni.   

Kapteinn í sjóhernum er eins og offursti í landhernum.

Eðlilegra væri að Halldór væri titlaður commodore, yfirkapteinn, yfirskipherra. 

Sindri Steingrímsson er Wing Commander í flughernum sem er eins og undiroffursti í landhernum. 

Sigurður Steinar Ketilsson er commander sem væri undiroffursti í landhernum.

Það kallar Landhelgisgæslan skipherra af fyrstu gráðu.  Skipherra af annarri gráðu er þá fyrir minni skipin. 

Sigurður Steinar á að hafa samkvæmt þessu kerfi þrjár stípur á handleggnum.

En hann hefur þrjár og eina þunna að auki.

Sú gráða er sjáanlega ekki til í því kerfi sem Landhelgisgæslan er að miða við.

Sjá myndir af þessu hér:    

http://en.wikipedia.org/wiki/Icelandic_Coast_Guard
mbl.is Um borð í Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi tignarmerki hafa nú verið í notkun síðan um 1926 ef ekki fyrr. Pétur Sigurðsson, fyrsti forstjóri LHG var höfuðsmaður eða kapteinn eins og aðgerðarstjórinn er í dag.

Finna má mjög athyglisverðar upplýsingar um þetta hjá kalda.is

http://kaldi.is/islensk_merki_1.htm

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 07:55

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Biðst afsökunar á að hafa ekki farið rétt með nafn Sigurðar Steinars Ketilssonar í færslunni, fyrri í dag.  

Viggó Jörgensson, 31.10.2011 kl. 15:02

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er feluleikurinn Pétur sem ég er að gera athugasemdir við.

Er Landhelgisgæslan her eða floti?

Eða er hún Landhelgisgæsla og lögregla?

Af hverju er enska útgáfan með þessum hernaðartitlum?

Mér vitanlega eru þeir Georg og Halldór ekki hermenntaðir.  Sá fyrri er lögfræðingur og hinn skipherramenntaður (4 bekkir).

Hver hefur gefið Landhelgisgæslunni heimild til að skreyta sig með hernaðartitlum???

Og ef þörf er á því, að þeir Georg og Halldór séu með þessar tignargráður fyrir útlendinga?

Þá finnst mér eðlilegra að Georg sé í þessum flokki O-7 og Halldóri fari í flokk O-6

Þannig að skipherrar séu í flokki O-5 og séu kapteinar með fjórar strípur.

Af því að það er það sem við Íslendingar skiljum.

Skipstjóri og hvað þá skipherra á að vera með fjórar fullbreiðar strípur.

Og þakka þér Pétur fyrir þennan hlekk.

Það sem ég skil ekki í málinu.

Er af hverju þetta er ekki nákvæmlega útlistað í reglugerðinni um einkennisfatnað.

Eins og gert er t. d. í reglugerð um einkennisklæðnað lögreglumanna.  Eða var það að minnsta kosti.

Mér finnst að það eigi að vera merki með flugvél á þeim sem eru í flugliðinu.

Mynd af skipsstýri á skipstjórnarmönnum.

Mynd af skrúfu á vélstjórum og smyrjurum.

Mynd af árabát á bátsmanni og hásetum.

Hnífur og gaffall á brytanum og hans fólki.

Svo sé þetta eins og í skátunum.

Sá sem kann að kafa sé með kafara á handleggnum.

Sprengjusérfræðingar með mynd af sprengju o. s. frv. 

Allt þannig að við skiljum hvað maðurinn gerir og hvaða vald hann hefur.

Viggó Jörgensson, 31.10.2011 kl. 19:04

4 identicon

Thad er eitt sem ekki kemur fram i stripu-umrædunni. Thetta eru stripur med konungshring, sem thydir ad vidkomandi se yfirmadur i konunglegum sjoher, og eda i thjonustu hans eda hennar hatignar. Thetta er ekki thad sama og ad vera a verslunarskipi. Petur Sig. vissi thetta, enda Sjolidsforingi sjalfur. Takid eftir ad lidsforingjar i sjoher, Breta, Dana, Nordmanna, Svia, og Hollendinga hafa thennan hring a efstu stripu. En lidsforingjar i USA, Frakklandi og Thyskalandi, bara sletta efstu stripu. Se thetta lagt til grundvallar, asamt vidmidun vid thau lønd sem nota thetta uniform, er rankid tiltølulega hatt, midad vid mannaforrad. T.d. er vanalegt ad skipssjef a Norskri freigatu, med yfir 100 manna ahøfn hafi rank LT.Commander eda Commander, sem er 2 og half til 3 stripur. Thad hlytur ad virka ankannalega ad mæta Georg sem Rear Admiral a Nato fundi, thar sem hans mannaforrad eru minni en ahøfn a einni freigatu.

Annars thekki eg til annars Løgfrædings sem var i opinberri thjonustu sem let sauma a sig 4 stripu Navy uniform, med konungshring. Thetta var Petur Flugmalastjori. veit ekki hvort hann nadi ad verda ser og thjodinni til skammar i gallanum adur en hann missti starfid, en hann let hengja upp mynd af ser i uniforminu a ganginum i Flugturninum.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 01:59

5 identicon

Ég veit ekki hvort starfsmenn LHG þurfi einhverja sérstaka heimild fyrir því að nota hernaðartitla eða falla inn í hernaðarlega goggunarröð. Einar Arnórsson ráðherra og lögspekingur taldi á sínum tíma ekkert stríða gegn slíku fyrirkomulagi. Alþingi og framkvæmdavaldinu væri í sjálfsvald sett hvort hvenær og hvernig það væri gert og engar skuldbindingar hvíldu á þjóðinni um að láta slíkt ógert. Fyrstu skipherrar gæslunnar voru allir með liðsforingjapróf og tveir fyrstu forstjórar hennar einnig. Af skrifum frá stofnunarárum LHG virðist sem menn hafi talið hernaðarmentunina óaðskiljanlega og nauðsynlegan þátt í rekstri hennar. Annars yrði ekkert mark á henni tekið. Skipherraprófið íslenska virðist vera einhvers konar stytt og einfaldað liðsforingjapróf. Annað mál er þetta með lögfræðingana, en það þekkist þó ef ég man rétt að lögfræðingar í einhverjum herjum klæðist herklæðum og beri titla. Það má þó kannski segja að þeir sem ekki hafi liðsforingjapróf eða aðra hernaðarmenntun fái þetta beint í æð í starfinu. En ég hef enga beina þekkingu á því máli.

Varðandi tignargráðu skipherra má finna athyglisverð skrif á wikipediu um hvernig þessu er farið í breska flotanum og hvernig tign og titill í starfi kunni að samræmast ekki. http://en.wikipedia.org/wiki/Commander_(Royal_Navy)

Captain eða höfuðsmaður var líka upphaflega herforingar á landi, sem voru svo fengnir til að stýra hermönnum á skipum á meðan skipstjórinn sá um siglingaþáttinn. Störfin voru síðar sameinuð þegar sjóhernaðurinn var orðinn að eintómum skotbardögum með fallbyssum eða svo gott sem.

Þetta er býsna athyglisvert hjá þér Jens um hringina. Það virðast þó vera undantekningar þar sem lýðveldin Pólland, Portúgal og Rúmenía eru einnig með hringina í notkun sínum flotum, hugsanlega af sögulegum eða pólitískum ástæðum.

Georg er annars með forráð yfir eitthvað á 160 manns, skv wikipedíunni, eða örlítið meira en tvær danskar Thetis flokks freigátur eða ein norsk Friðþjófs Nansens flokks freigáta. Vissulega engin ósköp þó og mætti alveg fjölga starfsmönnum gæslunnar til að jafnast á við þessa háu tign.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 10:17

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Strípuummræðan er auðvitað eitt af helstu þjóðþrifamálunum ;~)

Kærar þakkir Jens fyrir að segja okkur frá þessu með konungshringinn.

Gerir okkar hlut ennþá hlægilegri.

Og Georg okkar er ekki einnar stjörnu rear admiral heldur tveggja stjörnu.

Tignin er auðvitað fáránlega há og hlægilegt líka.

Og einnig að menn sem ekki eru hermenntaðir úr liðforingjaskóla séu að klæðast herbúningi.

Viggó Jörgensson, 1.11.2011 kl. 13:18

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér aftur fyrir fróðlega grein Pétur Guðmundur.

En hér er engin her. Sá er munurinn.

Þeir sem eru í her eru auðvitað í herbúningum, hvort sem eru bifvélavirkjar eða lögfræðingar.

Og í her fá hámenntaðir sérfræðingar liðforingjatign þó að þeir séu ekki hermenntaðir.

En að íslenskir óhermenntaðir embættismenn séu í konunglegum herbúning er bara hlægilegt.

Viggó Jörgensson, 1.11.2011 kl. 13:27

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég vissi ekki annað Jens.

En að minn gamli og góði kennari, í flugreglum, Pétur Einarsson hafi sagt af sér sjálfur.

Enda miklu hressari og skemmtilegri maður en svo að hann nennti að eyða ævinni á skrifstofu.

Viggó Jörgensson, 1.11.2011 kl. 13:57

9 identicon

Thad er abyggilega satt hja ther ad hann hafi sagt af ser sjalfur og ad hann hafi verid hress og skemmtilegur er pott-thett :)

En eg tengdist thessu adeins, einn starfsmadur i turninum for med mig ad kvøldi til til ad syna mer myndina. Thetta var dæmigerdur kjanaskapur thar sem folk bara velur ser eitthvad flott til ad skreyta sig med. En flugumferdarstjorar gengu i uniformum adur fyrr thegar Agnar Koefod var og het. En tha i fatnadi sem liktist Royal Air Force. Petur vildi vist taka thennan sid upp aftur, en var ekki heppnari med valid en thetta. Mig minnir ad their hafi verid afvelta af hlatri uppi i turni thegar sannleikurinn kom i ljos. Captain i Royal Navy.

Annars hljop verdbolga i stripuburd Islenskra embættismanna fyrir svona 10-15 arum. Hef grun um ad Stjornmalamenn/Radherrar hafi lika viljad hafa High rank officers med ser a erlendum fundum, eins og hinir utlendu kollegar theirra. En hvad vardar Petur Sigurdsson og væntanlega Gunnar Bergsteinsson, tha høfdu their badir kvalifikasjonir til ad klædast einkennisføtum med Rank Captain, tho held eg ad fair hafi sed tha i theirri munderingu.

Allir skipherrarnir sem børdust fyrir Landhelginni okkar høfdu rank Commander, 3 stripur og krans a hufuderi, sem var sambærilegt vid andstædinginn, Bretana.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 16:36

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Í opinberum veislum er ætlast til að menn beri þær orður sem þeim hafa verið veittar.

Ég sé á sama hátt ekkert athugavert við að hinir látnu heiðursmenn.

Flugliðsforinginn Agnar og þeir sjóliðsforingjarnir Pétur og Gunnar, hefðu klæðst sínum herbúningum.

Í opinberum veislum eða við opinbera móttöku á erlendum herflugvélum eða herskipum.

Að mínu mati eiga íslenskir embættismenn ekki að vera í herbúningum við sín daglegu störf.

Og bara alls ekki ef þeir eru ekki hermenntaðir.

Og að mínu mati á íslenska Landhelgisgæslan að vera með tignargráður eins og tíðkast á Íslandi.

Einkennisbúningar eiga að vera til að spara tíma og auka öryggi.

Á slysstað sést t. d vel hver er slökkviliðsmaður, hver er lögregluþjónn eða læknir.

Skrautbúningaleikur umfram nauðsyn er hlægilegur.

Eins og óverðskuldaðar fálkaorður.

Eða aðrar orður embættismanna, sem allir vita að eru innistæðulausar.

Viggó Jörgensson, 1.11.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband