19.10.2011 | 15:25
Schengen skríll. Yfirvöld vita ekkert hverjir eru í landinu.
Það hefur margsinnis komið í ljós að þjóðir Austur Evrópu skrá illa inn í Schengen gagnagrunninn.
Það kerfi hefur því reynst okkur Íslendingum meira en ónýtt.
Þannig eru staddir hérlendis, landsliðsmenn frá Litháen í vopnuðum ránum.
Aukinheldur einnig hermenntaðir í morðum og misyndi.
Og fáráðarnir sem eiga að stjórna landinu vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Það er aldeilis yfirgengilega vitlaust að Ísland sé ennþá aðili að Schengen.
Einungis alþingismönnum getur komið slík verðlaunaheimska til hugar.
Össur ætlar kannski að bjóða þessum gestum frá ESB á Bessastaði í rjómapönnukökur.
Það er ábyggilega hægt að stela einhverju þar.
Bretar þekkja þjóða best til fjárglæpamanna heimsins.
Enda eru Bretar ekki í Schengen.
Hérlendis stjórna hins vegar eintóm Inggjaldsfífl.
Með myndir af ræningjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2011 kl. 16:02 | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt!
Laxinn, 19.10.2011 kl. 15:29
Hvenær undirrituðum við Schengen samkomulagið og hverjir réðu för? Spyr sá sem ekki veit.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 15:49
Góður Viggó.
Sigurður Haraldsson, 19.10.2011 kl. 16:25
Stjórnvöld hafa brugðist mjög myndarlega við þessum glæpalýðsófögnuði með því að skera enn frekar niður fjárframlag til löggæslu á fjárlögum. Er hann ekki 600 milljónir núna niðurskurðurinn til löggæslunnar?
corvus corax, 19.10.2011 kl. 18:14
Þakka ykkur Laxinn og Siggi.
Viggó Jörgensson, 19.10.2011 kl. 18:55
Sæll Svavar.
Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn hófu þessa Evrópuför í stjórninni sem sat hér 1991-1995.
Þá kom Jón Baldvin inn EES samningnum með öllum bankareglunum.
Síðar kom svo í ljós að menn vissu ekkert hvað þeir voru að samþykkja.
Sama var upp á teningnum með Schengen. Það víst svo vel út á blaðinu.
Að meira að segja gáfaðir og athugulir menn eins og Björn Bjarnason, létu þar plata sig.
Það kerfi á að vera alveg svakalega fínt, fullyrða þeir í Brussel.
Ef austantjaldsþjóðirnar nenntu að skrá glæpamennina sína inní kerfið.
Sem þeir gera ekki.
Viggó Jörgensson, 19.10.2011 kl. 19:03
Sæll Krummi.
Það er líka eitthvað svipuð upphæð sem sjúkrahúsin eiga að spara.
En þegar þjóðin þurrkar tárin út af eyðilögðu heilbrigðiskerfi.
Getur hún huggað sig við að Össur fær 9.300.000.000. krónur
í ESB tálsýnina og önnur utanríkismál.
Viggó Jörgensson, 19.10.2011 kl. 19:44
Þakka svarið Viggó.
Mikið óskaplega eru sjálfstæðismenn gjarnir á að láta plata sig!
Svo í morgun las ég í DV hvernig Bjarni Benediktsson lét plata sig í vafnings/Sjóvá málinu.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 20:32
Er einhver von til þess samt að við förum að draga okkur út úr þessu misheppnaða Schengen-rugli? Það eru komin, hvað, átta, níu ár núna og maður er eiginlega farinn að gefa upp alla von. Hvað þarf margar af fregnir af innbrotum, bílaþjófnuðum og ránum hér á landi, þar til ráðamenn sýna einhvern snefil af samkennd og viðbrögðum? Hvað finnst okkar háttvirtu alþingismönnum um þetta ástand, hafa þeir einhverjar áhyggjur eða skoðun á þessu?
Alfreð K, 19.10.2011 kl. 22:27
Já Svavar ég vona að sjallar hafi lært eitthvað af þessu.
Ekki hafa þau gert það í Samfylkingunni, svo mikið er víst.
Ég hef oft sagt að Bjarni eigi að hætta, ef þú varst að spyrja mig um það.
Viggó Jörgensson, 19.10.2011 kl. 23:38
Ég held Alfreð K
að sá búpeningur sem þjóðin hefur á húsi við Austurvöll.
Sé bara ekkert að hugsa um það.
Þó að þjóðfélag okkar sé smá saman að hrynja.
Þarna eru meira að segja þeir dauðans vesalingar.
Er hafa gert Erlu Bolladóttur, að einhverjum þjóðadýrðling.
Sem auk annars laug sinn eigin bróður í fangelsi í 100 daga.
Erla er með læknisvottorð upp það að vera siðblind og sjúklegur lygari.
Það sýnir vissulega hversu úrkynjaður rennusteinslýður situr á Alþingi.
Viggó Jörgensson, 19.10.2011 kl. 23:43
Var að afla mér upplýsinga um Schengen samninginn.
Samkvæmt Wikipedia var hann undirritaður 25 mars 2001.
Þá var við völd ríkisstjórn Dabba og Dóra.
Mér finnst þú ekki alveg heiðarlegur í sögutúlkun þinni Viggó.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 12:31
Svavar Bjarnason.
Ég sagði að Evrópuförin hefði hafist í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er sat 1991-1995.
Og þessi þráhyggja um meira Evrópusamstarf á sér sögu frá viðreisnarárum Alþýðuflokksins.
Og þaðan og ætíð síðan, nú í Samfylkingunni, heftur komið þessi þrýstingur um meira Evrópusamstarf.
Hér var Schengen samningurinn lögtekinn með lögum nr. 16 árið 2000.
Í tíð Sólveigar Pétursdóttur sem dómsmálaráðherra
Viggó Jörgensson, 20.10.2011 kl. 13:15
Í greinargerðinni með frumvarpinu gat að líta eftirfarandi:
"...Rekstur upplýsingakerfisins hófst í mars 1995 og hefur það bætt löggæslu þeirra landa sem nú taka þátt í Schengen-samstarfinu og samvinnu þeirra á milli.
Í IV. bálki (92.–119. gr.) samningsins um framkvæmd Schengen-samkomulagsins frá 14. júní 1985
(hér eftir nefndur Schengen-samningurinn eða samningurinn) er fjallað um Schengen-upplýsingakerfið, en sá hluti samningsins er birtur sem fylgiskjal I með frumvarpi þessu.
Schengen-upplýsingakerfið greinist annars vegar í staðbundinn hluta kerfisins (N.SIS), sem starfræktur er í hverju þátttökuríkjanna, og hins vegar miðlægan hluta þess (C.SIS), sem staðsettur er í Strassborg í Frakklandi.
Viggó Jörgensson, 20.10.2011 kl. 13:17
Kíktu svo á þennan hlekk Svavar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Schengen_AgreementViggó Jörgensson, 20.10.2011 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.