6.10.2011 | 13:50
Framsóknarflokkurinn fær greiðslu fyrir liðsstuðning.
Helgi Hjörvar er eiginlega of heiðarlegur maður fyrir stjórnmálin.
Nú þegar ríkisstjórnin fer loksins að greiða Framsóknarflokknum fyrir liðveislu.
Á Helgi ekki að vera með þetta múður.
Og hvar hefur Helgi frétt að pólitísk spilling hafi nú gufað upp í skyndingu.
Hvernig ætti það að vera?
Í landi þar sem forsætisráðherrann hefur verið 33 ár á þjóðþinginu?
Og fjármálaráðherrann litlu skemur.
Og biðu bæði í áratugi eftir að komast í spillinguna aftur.
Og hafa aukið spillinguna á ný til að bæta sér upp biðtímann og bætt við leyndarhyggju.
Hvað flokkur nánast ættleiddi Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamann?
Eða grænmetissalan úr Öskjuhlíðinni, Pálma Haraldsson athafnamann?
Eða Jón Ólafsson sjónvarpsstöðvar eiganda?
Eða framsóknarmennina í Kaupþingi, Búnaðarbanka?
Þegar Davíð Oddson fór að skammast yfir athafnasemi þeirra og vinnubrögðum?
Það var Samfylkingin er þáði ríkulegar greiðslur frá þessum aðilum. Sem ekki eru allar lýðum ljósar.
Og það var einmitt Baugur og fleiri sem kostuðu frú Jóhönnu Sigurðardóttur á þing.
Með hvaða skilmálum?
Björgvin G. Sigurðsson er gamall vikapiltur Baugs. Hann er enn á Alþingi.
Og hvar eru fjörutíu eða fimmtíu miljónirnar sem Össur fékk gefins, fyrir stofnbréfín í SPRON?
Hvað fékk Ingibjörg Sólrún fyrir sín bréf?
Var það ekki spilling Helgi?
Sú saklausasta, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sagði ein af sér.
Engan á að undra sorgarferli þjóðarinnar eftir allar þær svívirðingar.
Sem ekki grær um heilt á meðan gerendurnir sitja enn á Alþingi eða í umboði þeirra.
En ég skil mæta vel, að þér líði ekki sem best, í þessu spillingarbæli, minn elskulegi Helgi.
Heiðarlegur maðurinn sem á allt gott skilið.
Segir ráðninguna hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilegt að Helgi er að verða heilagur.
Í hans boði er nú verið að lögsækja aðeins einn mann fyrir Landsdómi.
Hann ásamt þremur öðrum þingmönnum kom í veg fyrir að ráðherrar Samfó yrðu ákærðir. Greiddu atkvæði eins og Jóhanna lagði fyrir þau, ákæra Geir, en sleppa Samfylkingarráðherrum.
Einn þingmaður kallaði þessa þingmenn loddara
Björn (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 17:02
Rétt Björn.
Og kannski er hægt að rifja upp eitthvað ennþá eldra.
Og kannski er þarna örlítið háð.
Helgi er svolítið ofstækisfullur stundum en ég held að hann sé drengur góður.
Viggó Jörgensson, 6.10.2011 kl. 22:18
Helgi er ekki heiðarlegur.
Öðrum kosti kynni hann etv að skammast sín fyrir það sem hann og Hrannar B gerðu.
Settu fimm fyrirtæki í röð á kausinn og skildu eftir sig margmilljóna skuldaslóð.
Óskar Guðmundsson, 7.10.2011 kl. 00:59
Jæja þar kom það þá.
Þú gleymdir að nefna að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra felldi niður söluskattsskuldirnar þeirra.
En ég veit ekki hvort þetta var óheiðarleiki eða barnaskapur í fyrirtækjarekstri.
Hét þetta ekki Svart á Hvítu eða eitthvað svoleiðs og var einhvers konar útgáfa???
Það er ekki sjálfkrafa óheiðarlegt að hafa farið á hausinn.
Það gæti einnig verið óheppni eða þekkingarskortur.
Rangt mat á aðstæðum, óhófleg bjartsýni og margt fleira.
Við setjum ekki upp dómstól um þessi bernskubrek þeirra, hér og nú.
Viggó Jörgensson, 7.10.2011 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.