Helförin heldur áfram.

Það er engum samningum hægt að ná við Evrópusambandið.

Samfylkingin heldur áfram að saurga Alþingi og þjóðina með þeirri blekkingu. 

Málið liggur algerlega ljóst fyrir. 

Allar þjóðir Evrópusambandsins enda á að fara eftir sömu reglum og lúta sömu yfirstjórn. 

Að halda því fram að hægt sé að semja um eitthvað annað er málflutningur sjúklegra lygara.

Því þar er því ranglega haldið að þjóðinni að slíkir sérsamningar væru til allrar framtíðar.

Á vettvangi Evrópusambandsins eru engir slíkir samningar til.

Tímabundnar ívílnanir teljast ekki með í þessu tilliti.

Hvort við fengum að gera hitt eða þetta, í tiltekinn tíma eftir inngöngu.

Er alveg kristaltært að, eftir þann tíma, við Íslendingar réðum nákvæmlega engu um okkar mál. 

Á þeim sviðum sem Evrópusambandssamstarfið tekur til.

Og þar er bæði leynt og ljóst - aðallega leynt - unnið að því að fjölga þeim sviðum. 

Síðast á sviði löggæslumála, hermála og utanríkismála. 

Og ekkert er yfirleitt að marka löggjöf Evrópusambandsins, þannig að á hana sé treystandi.

Evrópudómstólinn hefur margsinnis dæmt það sem honum sýnist.

Á grundvelli þess sem hann segir standa, á milli línanna, í stofnsamningum sambandsins. 

Evrópusambandið hefur frá stofnun, bandalaganna, ekki gert annað en að færa sig sífellt upp á skaftið. 

Og það mega þeir eiga í Brussel að þeir reyna ekkert að leyna endanlegum markmiðum sínum. 

Það er að sambandið endi sem Bandaríki Evrópu. 

Ísland endar þá ekki öðruvísi en sem fylki í því sambandsríki.

Rétt eins eins og Alaska og Hawaii eru fylki í Bandaríkjum Norður Ameríku. 

Og sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar tapað fyrir fullt og allt.   

 


mbl.is Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband