Þingmenn gjöri svo vel að sinna þjóðþrifastörfum. Lýðskrumarar segi af sér.

Það velur vissulega vonbrigðum að Lúðvík Geirsson taki þátt í svona tillöguflutningi.

Hinir flutningsmenn eru prýðileg dæmi um fólk sem á alls ekkert erindi á Alþingi.

Fólk sem hefur engan gagnlegan starfsferil eða starfsreynslu til að setjast þar inn.

Því síður almenna menntun eða skólagöngu sem nýtist til gagnlegra starfa á þjóðþinginu.

Þessi tillöguflutningur sannar þetta rækilega.

Og þegar velferðarkerfi þjóðarinnar og sjúkrahús eru undir rækilegum niðurskurði.

Að þá skuli alþingismenn telja að rétt sé eyða fé í slíkt lýðskrum er algerlega forkastanlegt. 

Sá hluti ríkisvaldsins er fer með dómsmálin samkvæmt stjórnarskránni. 

Hefur afgreitt þessi mál fyrir hönd Íslenska ríkisins.

Og oftar en einu sinni neitað að taka málin upp.

Enda á sínum tíma komist að réttri niðurstöðu í þeim málum.

Það er á engan hátt hlutverk Alþingis að endurskoða niðurstöður dómsstóla. 

Nema að setja lög sem skulu þá gilda til framtíðar.

Þessum þingmönnum væri nær að lesa málsskjölin í þessum málum.

Og alveg sérstaklega umsagnir sálfræðinga og geðlækna sem skoðuðu og ræddu við sakborninga á sjúkrahúsi. 

Þar sem sakborningar játuðu einfaldlega sök án þess að rannsóknarmenn væru þar viðstaddir.

Séu alþingismenn yfirleitt jafn illa upplýstir og hér liggur á borðinu. 

Fljótum við að feigðarósi.

Hraðar en nokkru sinni fyrr.  

 

 

 

 


mbl.is Vilja sannleiksnefnd um Geirfinnsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Ég vil að Ögmundur Jónasson noti vald sitt og embætti að koma í veg fyrir þessa helv.... vitleysu. Ef hann gerir það ekki, þá dreg ég til baka allar mínar fyrri yfirlýsingar um Ögmund Jónasson.

Hann var og er ennþá í mínum augum sem "perla á skítahaug" á háæruverðugu alþingi.

Þá segi ég það sem ég sagði í byrjun: "Svo bregðast krosstré sem önnur tré".

Jóhanna (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 19:40

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þessi mál skulu endurskoðuð, og ég stend af heilum hug, og 100% með eigin sannfæringu í þessu umdeilda, óupplýsta máli.

Mín sannfæring er að dómsmorð var raunverulega framið á þessu unga fólki, sem ekki hafði háttsetta aðstandendur í spillta embættis-kerfinu til að verja sig fyrir lyga-ásökunum háttsettra og spilltra embættismanna.

Ég styð Ögmund Jónasson af heilum hug í þessu erfiða máli, sem við verðum öll að komast til botns í, og takast á við.

Dómskerfið á Íslandi er ekki hafið yfir gagnrýni!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.10.2011 kl. 20:19

3 identicon

Sammála þér í hverri setningu Viggó Jörgensson.

Víst er Ögmundur í slæmri aðstöðu. Hann er kominn inn á alþingi upphaflega vegna skeleggrar baráttu hans í B.S.R.B. Þar var maður sem bar höfuð og herðar yfir alla, og hann gerir það líka á alþingi. Þingmenn mega ekki gleyma hverjir lyftu þeim fram.það má heldur ekki gleyma því að sama krónan verður ekki notuð tvisvar. Svo ríkið skal ekki eyða og spreða í þrjátíuogfimmára gamla hluti sem enginn getur breytt héðan af. Við þurfum peningana í annað.....

Að síðustu, auðvitað á þessi stjórn að fara frá. En fáum við eitthvað betra? Það er fátt um fína drætti í dag,

Jóhanna (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 20:50

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér innlitið Jóhanna.

Vinstri menn á Íslandi voru lengi búnir að bíða eftir að komast í ríkisstjórn.

Þeir voru óheppnir með tímasetninguna.

Eftir það sem á undan var gengið höfðu þeir ofmetið stöðu sína.

Ætluðu að gera allt í einu. 

Stærstu mistök íslenskrar stjórnmálasögu. 

Eru að þessi ríkisstjórn setti aðild að Evrópusambandinu í fyrsta sæti.

Og þar með alþjóðabankakerfið í annað sæti og þjóðina í það þriðja.

Og settu nákvæmlega allt að veði fyrir ESB aðildina. 

Ríkisstjórnin var því fullkomlega vansköpuð til að fást við fyrirliggjandi verkefni.

Þjóðin, og erfiðleikar hennar, áttu að vera í fyrirrúmi.

En allar þarfir þjóðarinnar, og þeirra sem áttu erfiðast, viku fyrir öðrum hagsmunum. 

Þess sem Evrópusambandið krafðist fór saman með hagsmunum alþjóðabankavaldsins. 

Sem hafði gert aðsúg að íslensku krónunni og íslensku efnahagslífi. 

Og sett okkur á hliðina til að hagnast á spákaupmennsku. 

Þetta sama alþjóðlega peningaauðvald ræður öllu í Evrópusambandinu.

Og einnig flestu í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 

Og allir þessir aðilar lögðust á eitt, að forfæra íslensk stjórnvöld. 

Sem lágu þá þegar eins og vændiskona undir ESB.

Hagsmunir íslenskra heimila viku fyrir hagsmunum erlends bankaauðvalds. 

Eignarhald og staða bankanna í dag sannar þetta fullkomlega. 

Ríkisstjórnin getur vissulega ekki viðurkennt þessi mistök sín. 

Þeir samfylkingarmenn sem skilja eitthvað í þessu eru í algerri afneitun. 

Því hefur ríkisstjórnin í rauninni ekki gert neitt sem gagn er að fyrir þjóðina.

En reynir að kaupa tíma með leiksýningum s. s. Landsdómi og stjórnlagaráði.   

Vinstri grænir tóku sæti í ríkisstjórninni, margir með hálfum hug.

Og vonuðu að Evrópusambandsmálin fjöruðu út. 

Áttuðu sig engan veginn á því gífurlega tjóni sem málið myndi valda. 

Enda voru forystumenn ríkisstjórnarinnar með málin í svörtu myrkri. 

Samanber feluleik Steingríms með icesave málið sem varð hans eitraða peð.

Þar sem vinnubrögð stjórnarinnar, ESB og AGS þoldu alls enga skoðun. 

Útilokað var að ljúga að dr. Lilju Mósesdóttur þjóðhagfræðingi, því sem borið var fram. 

Ögmundur, Atli og Ásmundur Einar sáu einnig að Lilja hafði rétt fyrir sér. 

Allan tímann hafa þau svo hrakist undan lygaþvælunni, Jóhanna, Össur og Steingrímur. 

Ögmundur og fleira gott fólk hangir enn á þessu sögulega tækifæri, að hér sé vinstri stjórn. 

Í von um að einhver önnur mál gangi fram. 

Svo sem leiðrétting á fiskveiðistjórnarmálum. 

Og segir sitt um ástandið að þar gengur hvorki né rekur. 

Ögmundur er enn sá afbragðsmaður sem hann hefur alltaf verið.

En hann er í svakalegri stöðu. 

Helmingur þingflokks Samfylkingarinnar er alveg jafn spilltur og duglaus

og helmingur þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Og þessum aðilum langar mest í spillinguna aftur, án VG.   

Hluti af þingflokki Framsóknarflokksins er að sendast fyrir flokkseigendur. 

Þeirra Finns, Halldórs, Þórólfs, Alfreðs, Gunnlaugs,  o. s. frv.

Formaðurinn sjálfur er skilgetið afkvæmi flokkseigenda í bókstaflegri merkingu.

Hér er því ekkert til bjargar nema nýjar kosningar. 

Og að flokkarnir hreinsi til hjá sér. 

Ný framboð loddara lofa ekki góðu. 

Það dugar ekki einu sinni að þau Jóhanna, Steingrímur og Össur segi af sér þingmennsku. 

Þarna er þvílíkt samsafn af auðnuleysingjum að betur má ef duga skal.   

Viggó Jörgensson, 4.10.2011 kl. 20:51

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú fyrirgefur Jóhanna að athugasemd þín nr. 4,

á við athugasemd mína nr. 5,

ef þú fellst á lagfæringar mínar þar. 

Viggó Jörgensson, 4.10.2011 kl. 20:55

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Anna Sigríður. 

Ertu búin að lesa dóminn yfir?

Viggó Jörgensson, 4.10.2011 kl. 20:57

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viggó. Já ég er búin að lesa hann yfir, og ekkert þar þolir þöggun, heldur krefst heiðarlegar og gagnrýninnar umræðu hlutlausra aðila, og það er ég er í þessu máli. 

Blessuð ungmennin voru ekki með hreina sakarskrá, en það eitt og sér leyfir ekki að þau ættu að taka á sig alvarleg afbrot sem þau frömdu ekki.

Réttlætið er gífurlega mikils virði fyrir alla Viggó.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.10.2011 kl. 21:28

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl aftur.

Réttlætið er mér dýrmætara en þú getur ímyndað þér Anna Sigríður. 

En auk þess að hafa fylgst með þessum málum á sínum tíma.

Las málsskjölin þá.  Og aftur núna.

Þá sé ég ekkert réttlæti í því að taka þessi mál upp.

Nema fram hafi komið ný sönnunargögn.

Veistu um slík gögn??? 

Viggó Jörgensson, 4.10.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband