4.10.2011 | 17:05
Gæti einnig verið stjórnarliði.
Sá sem þykist hafa misst skothylkin.
Gæti verið að senda stjórnvöldum dulin skilaboð.
Þetta getur einnig hafa verið lögreglumaður á frívakt.
Eða stjórnarliði.
Til að fá tilefni til að banna aðkomu að Austurvelli.
Til eru yfirmenn í lögreglunni sem vilja hindra að þjóðin fundi á Austurvelli.
Stjórnarliðar myndu glaðir samþykkja það.
Komist þeir upp með það.
Svona eins og Hitler setti upp lögregluríki.
Þegar kommúnistar áttu að hafa kveikt í þinghúsinu í Berlín.
Og Þjóðverjar höfðu ræfilinn af von Hindenburg á forsetastól.
Sem ekki gat staðið uppi í hárinu á ríkisstjórninni þegar þeir þörfnuðust þess mest.
Ólafur Ragnar lætur ríkisstjórnina ekki vaða yfir sig og þjóðina.
Eins og Hindenburg lét Hitler vaða yfir sig og Þjóðverja.
Íslenska ríkisstjórnin kvartar grátklökk undan Ólafi Ragnari.
Mannkynssagan endurtekur sig í sífellu.
Steingrímur finnur kannski meiri peninga til lögreglunnar.
Ekki til að hækka laun.
Heldur fyrir búnaði til að þjaka og berja á almenningi.
Á því hefur hann þó náð ágætum tökum.
Ekki alls varnað blessuðum.
Fundu skothylki við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2011 kl. 00:20 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Viggó og samlíkingin hittir í mark, svo nöturlegt er ástandið hér því miður - en því breytum við þjóðin í sameiningu með samstöðu okkar.
Í gærkvöldi stóð ég í nær tvo tíma fyrir framan alþingishúsið sem ég upplifði eins og víggirtan Berlínarmúr sem algerlega aðskilur þing frá þjóð.
Sólbjörg, 4.10.2011 kl. 21:17
Gleður mig að þú sért mér sammála Sólbjörg.
Hryggir mig að sama skapi að hægt sé að nota þessa samlíkingu.
Hér heima á Íslandi á árinu 2011.
Í rauninni erum við í sorgarferli.
Viggó Jörgensson, 4.10.2011 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.