Súrefnis- og öndunarskattur um áramót.

Flestir draga að sér andann 12 til 15 sinnum á mínútu, án endurgjalds. 

Eitt af búráðum Steingríms er að láta kyngreina fjárlögin og var nú kominn tími til. 

Í ráðuneytinu eru VG krakkar úr Steingríms æskunni við þessi þjóðþrifastörf. 

Þá eru þau ekki að hugsa um einhverja vitleysu á meðan.  T. d. að Steingrímur eigi að hætta eða svoleiðis.   

Svo fann einn krakkinn gamalt minnisblað í geymslunni frá skattstjóra að norðan. 

Sá heimtaði skatt af kartöflum, rabbabara og rifsberjum sem fólk goggaði í sig úr garðinum. 

Mörgum gömlum kommanum vöknar enn um augum þegar þeir hugsa um flokkssystur sína gömlu.

Ingibjörgu Sólrúnu er lagði fráleggskatt á íhaldið í Reykjavík. 

Það var nefnt holræsagjald á innheimtuseðlinum en skítaskattur af salerniseigendum.

Kommúnistar sem áttu útikamra voru eðlilega gjaldfríir auk þess sem þeir stunduðu lífrræna ræktun í garðinum sínum.    

Nú nú við verðum að halda þræðinum.  

Þar sem Steingrímsæskan sat á dögunum og fór yfir skattlagningarmöguleika á matvælum.

Bæði áður en þeirra er neytt og holræsagjaldið í framhaldinu.

Gerðist ein stúlkan íhaldsblá og saup hveljur.  

Og mönnum uppljómaðist að svo frekleg andköf, og litbrigði, séu skattskyld hlunnindi.     

Strax um áramótin ætlar Steingrímur að leggja á öndunarskatt og súrefnisgjald.

En bara á þá sem nýta sér þessi hlunnindi á nýju skattári. 

Sjúklingar fá afsláttarkort, hafi þeir kvittanir um eigin súrefniskaup.    

Þeir sem framvísa dánarvottorði eða læknisvottorði um að þeir hafi verið í öndunarvél. 

Fá frádregna þá daga sem því nemur.

Steingrímur ætlar svo sjálfur að kynna drög að reglugerðinni alveg á næstunni.

Bæði fyrir okkur og þeim í Hvíta húsinu þar sem hann er orðinn ráðgjafi.

Eða um leið og AGS hefur samþykkt textann.

 

 


mbl.is Fjárlagafrumvarp 2012: Nýr launaskattur í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki öll nótt úti enn hjá Steingrími, því eftir er ein leið að afla tekna fyrir ríkið þ.e.a.s. "svartholið" sem rekja má til vissra aðila. Þessi tekjuöflun er örugg. Þ.e. að skattleggja þann líkamshluta sem notaður er við "mannfjölgunarleik". Létt er að framkvæma það með því að nota nokkurskonar "teljara" á þá hluta líkamans sem með eru í leiknum. Ekki er nokkur vafi á því að gróskumikil tekjuöflun er vændum ef miðað er við frásögn konu sem var dregin fyrir dóm fyrir nokkru síðan. Steingrímur nú er bara að láta ekki deigann síga og setja í gang verkefnið.

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 13:00

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Mér hefur skilist Jóhanna

að kyngreind fjárlög snúist meðal annars um þetta.

Svo nú er rétt að ólmast.  

Viggó Jörgensson, 3.10.2011 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband