Ætti að vera 0,00 en ekki 0,02 prómill. Áfengi og flug fara engan veginn saman.

Áður en reglur þessar voru samræmdar af Evrópusambandinu.

Var flugmönnum óheimilt, á Íslandi, að neyta áfengis 18 klukkustundum fyrir flug.  

Áfengissjúklingarnir í Brussel styttu þetta í 8 klukkustundir fyrir flug. 

Þegar mest reynir að alla hæfileika og þjálfun flugmanna á neyðarstundu. 

Er fáránlegt að þeir megi hafa verið á fylleríi t. d. kvöldið fyrir flug.

Og gildir þá engu þó að þessir 8 klukkutímar hafi farið í svefn. 

Enn er heimilt að hafa allt að 0,02 prómill í blóði en það á auðvitað að vera 0,00 prómill.

Væri fróðlegt að vita hvort flugfélögin íslensku hafi strangari reglur en eru í lagareglum.

Í reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn nr. 400/2008 

Stendur eftirfarandi í VII kafla.  

"7.6 Svipting eða ógilding skírteinis. 

7.6.2 Handhafar skírteina samkvæmt reglugerð þessari mega ekki hafa með hendi starfa í loftfari, vera við stjórn loftfars, stjórna loftferðum eða veita öryggisþjónustu vegna loftferða sé hann vegna neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja, vegna sjúkdóms eða þreytu eða annarrar líkrar orsakar óhæfur til að rækja starfann á tryggilegan hátt.

Nú er vínandamagn í blóði yfir 0,02‰ eða áfengi í líkama sem getur leitt til slíks vínandamagns í blóði og telst hlutaðeigandi þá undir áhrifum áfengis og ekki hæfur til þess starfa sem getur í 1. mgr. Það leysir ekki undan sök þótt maður haldi vínandamagn í blóði sínu minna.

Enginn sem hér um ræðir má neyta áfengis síðustu átta klukkustundirnar áður en störf eru hafin né heldur meðan verið er í starfi.

Varðar það að jafnaði skírteinamissi ekki skemur en í þrjá mánuði en fyrir fullt og allt ef sakir eru miklar eða brot ítrekað.

Þá mega þeir ekki neyta áfengis eða deyfandi lyfja næstu sex klukkustundir eftir að vinnu lauk, enda hafi þeir ástæðu til að ætla að atferli þeirra við starfann sæti rannsókn."


mbl.is Flugmaðurinn var fullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband