24.9.2011 | 19:17
Pútin er einræðisherra af gamla skólanum.
Fyrrum KGB maðurinn Vladimir Pútin er ekkert annað en einræðisherra eins og þeir voru fyrrum.
Þegar hann mátti ekki lengur vera forseti þá setti hann lepp sinn í það embætti, Dmitry Medvedev.
Og stjórnaði landinu áfram sem forsætisráðherra.
Nú hyggst Pútin snúa aftur í forsetaembættið.
Forsetinn Medvedev verður leppur Pútíns í forsætisráðherraembættinu.
Enginn munur á Rússakeisurum, Stalín, Khrushchev, Brezhnev eða Pútin.
Sérgrein Pútins innan KGB var að berjast við stjórnarandstæðinga.
Þar hefur hann engu gleymt.
Hans andstæðingar eru annað hvort í fangelsi eða gröfinni.
Þeir blaðamenn sem ekki hafa verið hliðhollir stjórninni eru yfirleitt skotnir.
Af glæpalýð segja yfirvöld. Sem finna samt aldrei hina seku.
Frægasti andstæðingur Pútins í fangelsi er Mikhail Khodorkovsky.
Hann var sá sem mestu tókst að sölsa undir sig af þjóðarauðnum eftir hrun Sovétríkjanna.
Og settur í fangelsi fyrir skattsvik af því að hann var ekki fylgismaður Pútíns.
Aðrir stórþjófar, og skattsvikarar, geta valsað um að vild með sinn stolna þjóðarauð.
Keypt sér fótboltafélög á vesturlöndum þegar þeir eru orðnir uppiskroppa með hugmyndir.
Fögnuðu framboði Pútíns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Athugasemdir
Sammála minnir á Mussolini.
Rúsneska mafían ku stjórna kauða
hilmar jónsson, 24.9.2011 kl. 19:38
Það er trúlegt Hilmar.
Ef ég skil það rétt þá eru mafían öflugust í Pétursborg.
Og einmitt þar hóf Pútín starfsferilinn eftir útskrift úr skóla.
Viggó Jörgensson, 24.9.2011 kl. 20:58
Þetta er lítill kall með typpakomplex....Flóknara er það nú ekki.
hilmar jónsson, 24.9.2011 kl. 21:41
Er það ekki bara allstaðar í heiminum þar sem flokkar verða að fjölskyldu og berjast eins og mafían gegn ytri áhrifum. Þar sem innvígðir taka ákvörðunartöku frá fjármagnseigendum eða eru í þeim bissness að hirða ríkiseignir til eiganda sinna? Meðan aðrir flokksbræður reyna að klifra upp starfsferil stigan sem stjórnmálamaður og þarf að gera allt það sem innvígðir segja? Mér finnst voða lítið lýðræði í vestrænum heimi, maður kýs alltaf það pakk sem koma frá flokkum sem eru búin að setja upp innviði sína, skiptir varla máli hvort þau framkvæmi kosningaloforð eða ekki, þau mega ekki skerða fjármagnið af fjármagnseigendum. Annars væri þetta 'hostile regime'. Eru fjármagnseigendur hinu sönnu einræðisherrar? Æjh of mikið liberalism í mér akkúrat núna farinn að fá mér öl :).
FND (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 21:57
Samt spurning Hilmar
hvort Pútin og félagar í KGB yfirtóku mafíuna
eða öfugt.
Viggó Jörgensson, 25.9.2011 kl. 01:19
Það er sorglega mikið til í þessu hjá þér FND
Söguleg staðreynd að yfirstéttin á hverjum stað, á öllum tímum,
reynir að halda í völd sín, áhrif og auð.
Með öllum þeim ráðum sem hún kemst upp með að nota.
Viggó Jörgensson, 25.9.2011 kl. 01:21
Kemur það ekki út á eitt ?
hilmar jónsson, 25.9.2011 kl. 01:22
Í reyndinni kemur það út á eitt Hilmar.
En heldur þætti mér hlutur Pútíns verri ef hann hefði yfirtekið mafíuna í stað þess að leggja svoleiðis starfssemi niður.
Eða ef hann er þvingaður til þátttöku með hvers kyns hótunum.
En kannski þykir þetta bara allt eðlilegt hjá rússneskri yfirstétt.
Viggó Jörgensson, 27.9.2011 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.