Tvískinnungur vesturlanda.

Sameinuðu þjóðirnar þyrftu helst að banna vopnasölu.

Stór hluti þjóða heims býr við ömurlegar aðstæður.

Ólæsi, fáfræði, óheilnæmt neysluvatn o. s. frv. 

En svo aumt land er ekki til.

Að þar séu ekki næg vopn í landinu.      

Svo að innfæddir geti murkað lífið hver úr öðrum. 

Á meðan glæpamenn á valdastólunum maka krókinn. 

Á viðskiptum við vesturlönd og stórveldin.

Er hjálpa spilltum stjórnarherrum að arðræna heilar þjóðir. 

Og senda þeim vopn og stríðstól fyrst af öllu.

Með kærum þökkum fyrir viðskiptin.   


mbl.is Samþykkti viðskipti við Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála hverju orði. Fyrsta verk vesturlanda, þegar um hægist í Líbýu, verður að uppfæra vopnabúr nýju valdhafana í Líbýu, ef þau eru ekki þegar byrjuð á því. Greiðslan verður svo reidd fram í svartagulli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2011 kl. 00:51

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir Axel.

Maður spyr nú að vopnasölu Bandaríkjamanna, Rússa og Kínverja.

En gaman væri að vita hvar vopnaframleiðsla Svía endar.

Eða hinna þjóðanna í hinni friðelskandi Evrópu. 

Viggó Jörgensson, 19.9.2011 kl. 13:55

3 Smámynd: el-Toro

sælir drengir,

Líbía er sennilega með þeim stærstu dæmum sem við fáum um tvískinnung vesturveldanna.  sjón er sögu ríkari.

sameinuðu þjóðirnar bönnuðu vopnasölu til Líbíu.  ályktun sú er hægt að lesa á netinu.  Googla hana og sjá fyrir þig sjálfur.  en "AÐEINS" vesturlöndin (aðalega Frakkar) brutu sína eigin ályktun hjá sameinuðu þjóðunum og vopnuðu uppreysnaröflin með léttum vopnum svo sem rifflum og skotfærum.  einnig eru til fréttir um matvælasendingar og einhverskonar eldflaugar (væntanlega sem þú berð yfir öxlinni). 

og hvað segja fjölmiðlarnir.  EKKI NEITT.  þeir aðstoða frakka við að túlka að slíkt sé leifilegt þrátt fyrir vopnasölubannið sé í gildi.  en frakkar virðast hafa túlkað það sem svo að þeir mættu aðstoða uppreysnarmennina, en engir aðrir mættu vopna menn Gaddafi...enda var jú vopnasölubann.....merkilegt alveg að fjölmiðlarnir séu svona meðvirkir í stríðsátökum.

hvað með flugbannið sem NATO átti að sjá um.  fjölmiðlarnir fjölluðu um hlutverk NATO sem vopnabræður uppreysnarmanna eins og ekkert væri sjálfsagðara.  þrátt fyrir að ályktun UN um flugbannið tók á "ENGAN" hátt á slíkri starfsemi sem NATO síðan framkvæmdi í Líbíu.....Fjölmiðlar....er eitthvað skrýtið að maður er hættur að treysta þeim....?

ekki var ráðist inn í Líbíu vegna slæms ástands landsins.  Líbía var ríkasta land Afríku fyrir NATO.  hagkerfi Líbíu var stærra en landa eins og Rússlands.  og það sem fjölmiðlar segja ekki frá....rann mikið af olíu auðnum til framkvæmda fyrir fólkið í landinu.  stjórnarfar landsins er svo önnur saga.  sem og okkar eigið álit á Gaddafi.  ég er aðeins að telja fram staðreyndir.

nú er búið að skýra frá því að hinir nýju valdhafar í Líbíu ætla að setja saman stjórnarskrá byggða á Sharia lögunum.  ISLAMISTAR???

en það sem fær Bandaríkin, EU og NATO til að geta haldið áfram slíkum ófagnaði sem átti sér stað í Líbíu, er í raun fjölmiðlarnir.  aldrei hef ég áður séð þeim eins beitt og þarna.  slæmt var það þegar Georgíumenn réðust á rússa eða öfugt og í Írak. 

el-Toro, 19.9.2011 kl. 20:48

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svíar eru eiginlega mestu hræsnararnir, opinberlega tala þeir fyrir friði og gagnrýna stórveldin hægri vinstri fyrir þeirra hernaðarstefnu, en eru sjálfir svo stórtækustu vopnaútflytjendur heims, ef miðað er við höfðatölu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2011 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband