10.9.2011 | 01:56
Sýnir ókosti spilltra fjölmiðla fyrir lýðræðið.
Þessi fullyrðing Berlusconi er ekki í samræmi við það sem sést í fréttum frá Líbýu.
Að þessi gjörspillti bófi, Berlusconi. skyldi verða forsætisráðherra í lýðræðisríki.
Sýnir hversu alvarlegt það að glæpamenn skuli eiga og stjórna fjölmiðlum.
Sýnir hversu áríðandi það er að fjölmiðlaveldi verði hlutuð sundur og séu í dreifðri eignaraðild.
Það er ekki tilviljun að gjörspillt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skyldi byrja á því.
Að hlaupa niður í Landsbanka Íslands og gæta þess að Jón Ásgeir Jóhannesson héldi 365 miðlum.
Jóhanna sjálf varð að viðurkenna að hún fékk greitt frá Baug í kosningasjóð sinn í peningum.
En ekki hefur verið gerð grein fyrir ókeypis auglýsingum í fjölmiðlum Baugs.
Fátt eitt hefur komið upp á yfirborðið um fjárstyrki Baugsveldisins til Samfylkingarinnar.
Það sýnir vissulega verstu afskræmingu á lýðræðinu, að á Ítalíu.
Sé versta skítseyði landsins bæði ráðandi yfir fjölmiðlum og landsstjórninni.
Og hvernig er það hérlendis?
Berlusconi: Gaddafi elskaður af þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:01 | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur!
það hlýtur að verða framarlega í forgangi þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við þegar þessi óskapnaður sem nú situr við völd hökklast frá
að breyta þessu, varla fer forsetinn að fara gegn því í andstöðu við "fólkið í landinu".
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 07:19
Gaddafi á sína stuðningsmenn í Líbíu. þeir hverfa ekki eins og sól fyrir dögg þó svo NATO hafi sprengt uppreysnarmennina til valda. ástandið er gríðarlega eldfimt í Líbíu eins og allir vita. næstu mánuðir munu skýra mikið út hvort samstarf uppreysnarmannana heldur og hvort þeir geti komið til móts við alla ættbálkana í landinu. sérfræðingar eru flestir efins um að samstarf uppreysnarmannana haldist án riskinga þeirra á milli.
hinsvegar er engri þjóð stætt af því að hafa sama mann við stjórnvölin þetta lengi.
el-Toro, 10.9.2011 kl. 14:07
Þakka þér Kristján.
Íslenska þjóðin er á elleftu stundu að halda hér í alvöru lýðræði.
Hér er allt á þröskuldinum að verða eins og í Bandaríkjunum.
Þar fer enginn í stjórnmál nema geta útvegað auð fjár í kosningasjóði.
Hérlendis þarf að lögleiða hámark þeirrar fjárhæðar sem eyða má í prófkjörsbaráttu.
Og sú upphæð þarf að vera miðuð við launafólk.
Þeir sem brjóta reglurnar missi það sæti sem þeir voru kosnir í.
Fjölmiðlar sem ná dreifingu um allt land, eða fjölmiðlakeðjur, skuli vera í dreifðri eignaraðild.
Sömu aðilar eða fulltrúar þeirra megi ekki eiga bæði dagblað og ljósvakamiðil.
Viggó Jörgensson, 12.9.2011 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.