9.9.2011 | 14:32
Svona þjófavörn ætti að vera í öllum bílum.
Ein frænkan var að fá aftur bílinn sinn sem var stolið við Umferðarmiðstöðina fyrir nokkrum vikum.
Glöggir lögreglumenn höfðu afskipti af ungum mönnum, á bíl frænkunnar, og tóku eftir límbandi á númeraplötunum.
Límbandi sem breytti einkennisnúmerinu.
Þjófavörn er aðalkosturinn við staðsetningartæki að mínu mati.
En þá er öruggara að staðsetja tækið á afviknum stað í bifreiðinni.
Og tengja þannig að ekki blasi við þjófunum.
Dýrir bílar á meginlandi Evrópu eru einatt með slíkum búnaði.
Enda mörgum lúxusbílum stolið á undanförnum árum og þeir fluttir til austurhluta Evrópu.
Í öllum flugvélum er senditæki sem fer í gang ef flugvélinni hlekkist verulega á.
Öll tækni er til staðar til að útbúa ökutæki með þeim hætti.
Slíkt kerfi gæti sparað mannslíf þegar ökutæki lenda í slysum á landsbyggðinni.
Og viðkomandi geta sjálfir ekki hringt eftir aðstoð og aðrir ekki á ferð þá stundina.
Fróðlegt væri að vita af hverju slíkur búnaður er ekki í nýjum bílum.
Og engin áform um það.
Þorsteinn lýsir yfir sakleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.