Sanna þarf að Kínverska ríkið sé ekki kaupandinn. Hong Kong norðursins.

Sé það svo má rökstyðja að Alþingi þurfi að samþykkja söluna. 

Samkvæmt stjórnarskránni má ekki afsala hluta af landinu til erlends ríkis nema samþykki Alþingis  komi til.

Sé Kínverska ríkið í raun og veru kaupandinn getur það svo tilkynnt að þetta sé sendiráðslóð þeirra og flutt sendiráðið austur. 

Þar með værum við komin með evrópsku útgáfuna af Hong Kong. 

Kínverjarnir er eldklárir og hér er enn ein ástæðan fyrir Ögmund til að segja nei og endurskoða lögin. 

Samkvæmt lögum eru ríkisborgarar landa Evrópska efnahagssvæðisins þeir einu sem mega kaupa hér fasteignir. 

Aðrir þurfa að fá undanþágu og geta ekki haft svokallaðar réttmætar væntingar um að fá jákvætt svar. 

Þar fyrir utan gerðu grundvallarreglur laganna ráð fyrir að útlendingar keyptu fasteigna fyrir sig persónulega. 

Annað hvort íbúð, hús eða hefðbundna bújörð fyrir sig og sína fjölskyldu. 

Ekki heil landssvæði eða héruð í heildsölu. 

Er Samfylkingin búin að auglýsa Vestmannaeyjar til sölu???   


mbl.is Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband