Því getur maðurinn gleymt.

Og má þakka fyrir að þeir drápu hann ekki. 

Þetta var í miðri leitinni að þeim sem sprengndu turnanna.

Hann var ofsatrúar undir vopnum sem vildi sprengja okkur skjóta og skera.  

Barðist við hlið talibana og Al Quaida í Afganista. 

Sýnir mikla mildi að hann sé heill á húfi og orðinn háttsettur í byltingunni.

Og nú er ég að tala um lögin í BNA og Líbýu.

Við hér í Evrópu hefðum aldrei mátt senda manninn til lands þar sem hann hefði átt von á pyntingum .

Og alls alls ekki ef hann hefði átt von á dauðarefsingu.

En þetta var þar. 


mbl.is Vill að CIA biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Viggó

Hvernig gekk svo leitin að þeim sem sprengdu turnana? Hverjir sprengdu eiginlega turnana?

Barðist við hlið talíbana og AlQuaida ; finnst þér ekkert undarlegt að nú sé þessi hópur í samvinnu með BNA og þeirra sem koma að þessari "byltingu"? Hryðjuverkahópur sem leiðtogar Bandaríkja hafa eitt miklu púðri í að hræða fólk um að Al-Quaida sé þeirra versti óvinur og þeir hafi flogið inn í turnana sem "réttlætti" síðan ogeðslegu arðránsstríðin sem komu í kjölfarið. Og nú eru þessir sömu menn að fjármagna þá og vopna?

Vissiru að Al-Quaida var stofnað af CIA? Ef svo er, finndist þér ekki líklegt að þeir hafi líka "verið með þeim í liði" fyrir tíu árum þegar turnanir féllu?

Þessi maður hefur verið pyntaður, heilaþveginn og stjórnað í nokkur ár og er síðan sleppt til að "leiða byltinguna". Reyndar er hann ekki einn um þetta því hundrað "föngum" var sleppt deginum fyrir "uppreisnina". Og þú þakkar fyrir að hann sé að "leiða byltinguna"? Í hvaða ástandi helduru að þessir menn séu? Treystiru þeim til að taka við og hafa áhrif á ríkisstjórn? Veistu hvað þessir hópar eru að gera við saklausan almenning í Libýu? veistu hvaðan þeir þiggja fyrirmæli og vopn?

Ég bara verð að leyfa þér að hlusta á þetta viðtal við svokallaðan "leiðtoga byltingarinnar" Gerðu upp þinn eigin hug í kjölfarið... - http://www.youtube.com/watch?v=Gj8gBRBfvSA

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 10:40

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Veistu Davíð Alexander.

Að mín vegna gætu bandarískir vopnaframleiðendur hafa staðið að baki Osama Bin Laden.

Ég veit bara ekkert um það og ekkert hefur fundist því til sönnunar að einhverjir aðrir en Osama hafi verið þar að verki.

Og mér það reyndar ekki líklegt en alls ekki útilokað. 

En það sem virðist fáránlega ósennilegt getur samt verið skýringin á svo mörgu í tilverunni.

Eitthvað hefur nú heilaþvotturinn misheppnast úr því að þessi maður er að segja frá þessum pyntingum.

Og ég er ekki að fagna því að þessi fyrrum vopnaði ofsatrúarmaður sé þarna orðinn foringi.

Flestir þarna vita ekkert hverjir eru að toga í spottanna bak við tjöldin.

Ég hef töluverða trú á gamla dómsmálaráðherranum þarna, Mustafa Abdul-Jalil sem leiðir þjóðarráðið.

Hann var mannréttindalögfræðingur og síðar dómari sem hikaði ekki við að dæma á móti yfirvöldum.

Til að fegra ásjónu stjórnarinnar kallaði Saif al-Islan Gaddafi hann svo til Tripoli til að taka sæti sem dómsmálaráðherra.

Sem slíkur vann hann að réttarbótum á refsilögum Líbíu og stóð uppi í hárinu á Gaddafi sjálfum.

Þessi maður gæti komið upp svipuðu kerfi og er í Tyrklandi.

Ef þeir drepa hann ekki áður.

En við verðum að átta okkur á að afbragðsmenn Líbíu hugsa lausnirnar ekki út frá okkar viðmiðum.

Þeir hafa afþakkað gæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og munu reyna að snúa baki við afskiptum vesturlanda. 

Og reyna að byggja Líbýu upp á forsendum þeirra sem þar búa.  Ekki okkar. 

Viggó Jörgensson, 6.9.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband