Þetta er hárrétt hjá forsetanum, en á hvaða leið er maðurinn?

Hann nefnir ekki að þráhyggjan um að komast í ESB

stjórnaði þar allri för hjá ríkisstjórninni. 

Ríkisstjórnin ætlaði að fá algera hraðferð inn í ESB. 

Og samþykkti því allt sem ESB ríkin sögðu um icesave. 

Og ætlaði að svíkja þjóðina inn í ESB áður en hún næði áttum. 

En þá rak ríkisstjórnin hornin í stjórnarskrána. 

Hún heimilar ekki inngöngu í ESB.

Þá hófst sýndarleikritið um valdið til fólksins, kjósum stjórnlagaþing.

Það var einungis til að fá breytingu svo hægt væri að ganga í ESB. 

Svo klúðraði ríkisstjórnin því máli eins og nær öllu öðru.

Úr varð stjórnlagaráð. 

Þeir sem létu fífla sig í þá vinnu. 

Eru alveg steinhissa á að ríkisstjórnin og Alþingi ætla ekkert að gera með tillögur þeirra. 

Það stóð aldrei til.

Hversu bláeygt getur fólk orðið?

Hitt er svo annan mál, á hvaða leið stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson er með forsetaembættið. 

Hann tjáir sig orðið um hvert deilumálið eftir annað eins og hann sé starfandi yfirráðherra.  

Hann myndaði að vísu þessa ríkisstjórn en var forsetaembættinu ætla að virka þannig í stjórnskipuninni?  

Að forsetinn sé að rassskella ráðherra í beinni útsendingu?

Ekki svo að það veiti af.    


mbl.is Beygðu sig undir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, ekki veitir af.

En ÓRG er ekki eini forsetinn sem skiptir sér af pólítík. Einnig í mörgum (ekki öllum) öðrum Evrópuríkjum, þar sem forseti er ekki póítískt kosinn, viðra forsetarnir oft pólítískar skoðanir sínar. Sem aðrir eru þeim ósammála, en þeir hafa fullan rétt á því að segja skoðun sína opinberlega. Sem þeir og gera óspart, ekki sízt í fyrrum austantjaldsríkjum. Hvers vegna mætti Ólafur ekki gera það líka?

Allir forsetar landsins hafa frá upphafi annað hvort verið flokksbundnir eða þá aðhyllzt einhverja pólítíska stefnu. Hvort þeir fari alveg hljótt með skoðanir sínar eða ekki, er algjörlega undir þeim sjálfum komið. Þess ber einnig að hafa í huga, að forsetinn er sjálfstæð manneskja af holdi og blóði sem hefur tjáningafrelsi eins og allir aðrir (amk. sem allir aðrir ættu að hafa, en það er nú ekki alltaf raunin í íslenzka fasistaríkinu). Og betra að hafa forseta sem tjáir sig frekar en eitthvað dauðyfli. Til samanburðar veit enginn nema Þjóðverjar hvað þýzki forsetinn heitir, því að hann er svona ópólítískt dauðyfli.

Vendetta, 4.9.2011 kl. 17:47

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Allt getur það verið gott og blessað Vendetta.

En ef þú rennir yfir réttarsöguna og sérstaklega sögu stjórnskipunarréttarins.

Þá kemur okkar stjórnskipunarréttur frá Danmörku þar sem konungur gaf upp völd sín.

Við vorum að flýta okkur að stofna lýðveldið og tókum upp dönsku stjórnarskrána.

Í aðalatriðum var strikað yfir konungur og sett forseti í staðinn.

Í þessu sambandi er aðalatriðið að efnislega stendur í stjórnarskránni

að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt.

Frá lýðveldisstofnun hafa engir deilt um að þetta þýðir að forsetinn skiptir sér ekki af stjórnmálum.

Og þannig ræktu þau Sveinn, Ásgeir, Kristján og Vigdís embættið.

Með sterkum rökum má segja að þetta sé orðin stjórnskipunarvenja.

Sem enginn getur breytt nema stjórnarskrárgjafinn sjálfur.

Það er ekki nógu gott að forseti lýðveldisins sé að brjóta lagareglur sem hafa stjórnskipunargildi.

Til hvers er slíkum mönnum trúandi?

Viggó Jörgensson, 4.9.2011 kl. 22:24

3 Smámynd: Vendetta

Viggó, ef þú ert að tala um 13. grein: "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt", þá hefur Ólafur Ragnar ekki brotið þessa grein á neinn hátt. Ólafur hefur aldrei tekið sér framkvæmdarvald, sem einungis er ætlað ráðherrum. Og hvergi í stjórnarskránni stendur að forsetinn hafi ekki tjáningarfrelsi og megi ekki segja sína skoðun á pólítískum efnum.

73. gr.: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur jafn mikið tjáningafrelsi og hver annar. Varðandi Kristján Eldjárn, þá réð hann því sjálfur hvort hann talaði um pólítík eða ekki, en það getur engan veginn sett skorður á tjáningarfrelsi seinni forseta. Þitt eða mitt persónulega álit á forsetum lýðveldisins skiptir hér engu máli.

Varðandi þessa blessaða stjórnarskrá, þá finnst mér að það eigi að færa hana aftur í upprunalegt form, þ.e. strika út allt helv... bullið sem var bætt við 1995, sem var liður í því að hefta eða afnema persónulegt frelsi þegnanna.

Og varðandi það, að menn huguðu árið 1944, að gera þyrfti breytingar síðar á stjórnarskránni, þar eð hún var álitin tímabundin vegna ástæðna sem þú nefnir sjálfur, þá vitum við, að "there is nothing as permanent as a temporary measure".

Vendetta, 4.9.2011 kl. 23:09

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já já 13. greinin heillin mín.

Hún hefur verið túlkuð þannig að forsetinn skipti sér ekkert af stjórnmálum.

Hafi ekkert frumkvæði í ræðu eða riti. Segi ekkert við hvorki blaðamenn né aðra um pólitísk álitaefni.

Og alveg sérstaklega ekki um flokkspólitísk deildumál. Alls ekki.

Þetta var alveg óumdeilt áður en Ólafur tók við embættinu.

Og var líklegast orðin stjórnskipunarvenja. Hluti af stjórnskipunarréttinum í víðum skilningi.

Og þegar svo er komið getur enginn breytt slíkri löghelgaðri stjórnskipunarvenju nema stjórnarskrárgjafinn sjálfur.

Forsetinn hefur því ekki sama málfrelsi og aðrir í þessum efnum.

Dómarar hafa heldur ekki málfrelsi um flokkspólitísk deiluefni og yfirleitt ekki um deiluefni sem gætu endað hjá dómstólum.

Hæstaréttardómarar mega til dæmis ekki fara í framboð til Alþingis og þar af leiðandi ekki tala um flokkspólitísk deilumál.

Alls konar stéttir hafa einnig skert málfrelsi vegna sérlaga um þau störf. Trúnaðarskyldu um viðskiptavini og sjúklinga.

Sem helst alla ævi þó að látið hafi verið af starfinu.

Það eina af viti gerðist einmitt árið 1995 þegar mannréttindakaflinn var endurskoðaður.

Og hann uppfærður í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu sem þá hafði þegar verið tekinn inn í almenn lög.

Já það er svo annað mál að stjórnarskráin er bara alveg ágæt.

Fyrir þjóðina og stjórnskipun landsins og okkur sem kunnum að lesa hana.

Auðvitað væri best að hver og einn skyldi hvað hver setning þýðir í raun og veru.

Og gæti lesið greinarnar saman þannig að menn vissu hvaða grein útrýmir hinni.

Og einnig væri gott að setja stjórnskipunarvenjurnar inn í sett stjórnskipunarlög.

En stjórnarskráin þarf að vera stutt og hnitmiðuð. Ekki með viljayfirlýsingum um eitthvað sem ekkert er víst að geti gengið eftir.

Það er ekki hægt að tryggja mönnum með stjórnarskrá tiltekin lífskjör eða réttindi í smáatriðum.

Slíkir möguleikar hljóta að fara eftir árferði og tekjum ríkisins.

Því fleiri vafaatriði, loforð og heitstrengingar í stjórnarskránni, því verra.

En það vantar nokkur mikilsverð atriði sem ég ræði seinna

Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 00:38

5 Smámynd: Vendetta

Er rótgróin spilling og dugleysi alþingismanna líka stjórnskipunarvenja? Sem ber að vernda?

Varðandi breytingarnar 1995:

65.gr.: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
 Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] 1)
   1) L. 97/1995, 3. gr. "

Það stendur: "... án tillits til kynferðis,...". Hvers vegna var þá nauðsynlegt að bæta við "Konur og karlar skulu ..." osfrv. Hvað hluti af orðinu kynferði var það sem öfgafemínistarnir á Alþingi 1995 skildu ekki? Héldu þær að verið var að tala um hermafródíta og tvíkynja verur? Svona viðbætur eru hreint bull og þjóna engum tilgangi.

En það versta var þegar helvítin breyttu 73., 74. og 75. gr. og settu þannig alvarlegar skorður á persónulegt frelsi. Áhrifin hafa virkilega slegið í gegn. Ísland er orðið fasistaríki og yfirmenn ýmissa stofnana nota óspart Gestapo-aðferðir gegn minnimáttar.

Já, Viggó. Mér er rammasta alvara. Því að mínir nánustu hafa orðið fyrir ofsóknum. Og það hefur valdið mér miklum andlegum kvölum.

Vendetta, 5.9.2011 kl. 01:10

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rótgróin spilling og dugleysi alþingismanna er svokölluð landsins venja sem er þjóðfélagslegt fyrirbrigði.

Það er rétt að margar þær konur sem telja sig vinna að kvennréttindamálum gera meira ógagn en gagn.  

Ég er orðinn forvitinn.  Hvernig þú ætlar að rökstyðja að þetta hafi verið afturför að breyta 73., 74. og 75. greinunum í stskr.  

Segðu mér meira. 

Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband