Kína er að nýlenduvæðast alls staðar í þriðja heiminum.

Að þessi starfsmaður Kínverska kommúnistaflokksins hafi orðið miljarðamæringur fyrir ráðgjafastörf. 

Því trúir ekki nokkur maður nema Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason.    

Mörg lönd í Afríku og víðar í þriðja heiminum stefna nú hratt að því að verða kínverskar nýlendur.  

Á vesturlöndum er enginn svo vitlaus að vilja hleypa Kínverjum inn á gafl hjá sér nema hluti af íslensku Samfylkingarfólki.   

Bandaríkjamenn voru loksins að læra það í Líbýu að nærvera þeirra í framandi löndum hleypir illu blóði í heimamenn.

Því hafa þeir kynnst rækilega í Afganistan og Írak.

Það sama á við hérlendis.  

Nú þegar Bandaríkjamenn eru farnir héðan með herstöð sína.

Kemur alls ekki til greina að erlent nýlenduveldi hreiðri hér um sig.  

Og hvað þá land með allt aðra menningu, ekki einu sinni frelsi og lýðræði. 

Það er grundvallarundirstaða þess að íslenska þjóðin búi hér í framtíðinni. 

Að hún og enginn annar eigi hér auðlindir hafsins, hafsbotnsins, hálendið, vatnið, orkuna.

Það má aldrei gerast að neitt af þessu verði í erlendri eigu    


mbl.is Gæti þurft að hætta við kaupin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Góðan dag Viggó! Ég er þér hjartanlega sammála. Það er alveg magnað hvað erlendir aðilar verði að eiga landið að hluta eða helst allt, til að geta fjárfest á Íslandi.

Sandy, 2.9.2011 kl. 17:54

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kærar þakkir fyrir þessa athugasemd Sandy.

Gleður mig að fleiri sjái að þarna kemur ekki allt heim og saman.

Viggó Jörgensson, 2.9.2011 kl. 20:19

3 Smámynd: Sólbjörg

Í dag er kínverjinn bljúgur eins og lamb og hógværðin uppmáluð sem aldrei fyrr því mannvinurinn mikli verður kannski að hætta við kaupin og það er virkilega hjartaskerandi. Engar undirtektir koma frá honum eða nein ósk um að leigja landið sem ætti að vera möguleiki í stöðunni miðað við hans mikla ferðamannaáhuga og vilja til að reisa mannvirki. Greinilegt er því að hann hefur ekki snefil áhuga á því að leigja og er sama um deilurnar hann vill bara fyrst og fremst eiga landið með húð og hári.

Bíð spennt eftir næsta leikræna útspili frá fyrrum áróðurmeistara kínverska kommúnistaflokksins.

Sólbjörg, 2.9.2011 kl. 21:23

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Sólbjörg.

Hann var meira að segja byrjaður að bulla að hann væri tilbúinn að afsala sér öllum vatnsréttindum. 

Af hverju gerði hann það þá ekki ????

Af hverju er hann ekki búinn að því fyrirfram.

Þetta ber allt að sama brunni.

Kannski verða afkomendur okkar í borgarastríði upp í fjöllunum. 

Eins og geitasmalarnir í Afganistan.

Sem þola ekki ögrandi útlendinga í landi sínu. 

Viggó Jörgensson, 2.9.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband