Lúðvík Geirsson er næsti formaður Samfylkingarinnar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir er að vinna sitt stærsta afrek í stjórnmálum. 

Hún er að stíga til hliðar fyrir Lúðvík Geirssyni næsta formanni Samfylkingarinnar.

Eina manninum sem getur bjargað íslenskum jafnaðarmönnum frá algeru hruni.  

Þórunn og þeir sem enn eru með réttu pólitísku ráði í Samfylkingunni hafa tekið sig saman um innkomu Lúðvíks á þing. 

Þau Össur, Jóhanna og Árni Páll eru alveg að koma Samfylkingunni fyrir kattarnef.  

Jafnaðarmenn og aðrir landsmenn eru löngu búnir að sjá að þetta fólk segir ekki satt orð.

Og þó að það hafi vafalaust góðan vilja til góðra verka eru vinnubrögðin alveg óásættanleg. 

Nú síðast að vilja selja Kínverskum yfirvöldum 0,3 % af Íslandi.  

Að þessi starfsmaður Kínverska kommúnistaflokksins hafi orðið miljarðamæringur fyrir ráðgjafastörf. 

Því trúir ekki nokkur maður nema Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason.    

Mörg lönd í Afríku og víðar í þriðja heiminum stefna nú hratt að því að verða kínverskar nýlendur.  

Á vesturlöndum er enginn svo vitlaus að vilja hleypa Kínverjum inn á gafl hjá sér nema hluti af íslensku Samfylkingarfólki.   

Bandaríkjamenn voru loksins að læra það í Líbýu að nærvera þeirra í framandi löndum hleypir illu blóði í heimamenn.

Því hafa þeir kynnst rækilega í Afganistan og Írak.

Það sama á við hérlendis.  

Nú þegar Bandaríkjamenn eru farnir héðan með herstöð sína.

Kemur alls ekki til greina að erlent nýlenduveldi hreiðri hér um sig.  

Og hvað þá land með allt aðra menningu, ekki einu sinni frelsi og lýðræði.   


mbl.is Þórunn ætlar í heimspeki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband