24.8.2011 | 14:54
Hætti úr af komu Ásmundar Einars.
Í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Norðurvesturkjördæmi var Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokksins.
Guðmundur Steingrímsson komst í annað sætið út á forna frægð föður síns og afa.
Í þriðja sætinu var Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi sem hefur staðið sig gríðarlega vel sem formaður Sauðfjárbænda.
Svo vel að hann hefði mögulega tekið sætið af Guðmundi í næstu kosningum.
Þegar Ásmundur Einar Daðason bættist svo í þingflokkinn, þyrmdi yfir Guðmund Steingrímsson.
Þar með voru allar líkur á að hann yrði í 3. eða 4. sæti listans næst.
Yrði varaþingmaður aftur eins og hann var alltaf í Samfylkingunni.
Auk þess sá Guðmundur að hann fengi ekki arfinn eftir föður sinn og afa í Framsóknarflokknum.
Þessa stöðu nýtti Össur sér og hefur nú fíflað Guðmund út á forað sem hann á eftir að sökkva í.
Þetta staðfesti svo Össur sjálfur með því að bera til baka í fjölmiðlum.
Ekki farið að bullsjóða í pottunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.8.2011 kl. 02:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.