17.8.2011 | 22:48
Erfið skilyrði til mótorhjólaaksturs.
Vandamálið við hlífðarbúnað fyrir mótorhjólafólk er að staðla vantar til viðmiðunar.
Hvaða vörumerki teljast fullnægjandi og hver ekki.
Flestir eru sammála um að hjálmar séu nauðsynlegir en þó ekki allir.
Þar næst eru vönduð stígvél mikilvæg eða sterkir skór sem ná vel upp fyrir öklann.
Þá kemur að hönskum og klæðnaði.
Hvaða efni teljast nægilega sterk.
Eiga jakkarnir að vera með axlahlífum, buxurnar með hnjáhlífum og svo framvegis.
Hvar á að draga mörkin.
Hérlendis eru hálka, sviptivindar og myrkur sérstakt vandamál vegna reiðhjóla og bifhjóla.
Ekki síður slæm umferðarmenning og að margir ökumenn bifreiða eru ekkert sérstaklega hrifnir af hjólum á götunum.
Sjáfum finnst mér auðvelt að sjá stór bifhjól sem eru jafnan með góð ljós.
Hins vegar mætti vel lögleiða skyldu til að reiðhjólafólk og fólk á ljóslausum vespum væri í gulum eða neongrænum vestum.
Það væri mikið öryggi í því fyrir reiðhjóla og vespufólkið.
Síðasta hálmstrá Sniglanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2011 kl. 13:24 | Facebook
Athugasemdir
Þetta frumvarp sýnir bara fávisku aþingismanna, sem er reyndar alkunn, og eins þeirra ríkisembættismanna sem starfa í umboði þingsins.
Það muna margir eftir þegar bifreiðaeftilitið á Íslandi var mörgum áratugum á eftir sambærilegum embættum í kringum okkur. Og svo ætlar þetta lið að taka upp eitthvað sem þeir vita ekki einu sinni sjálfir hvernig eigi að framkvæma. Þetta lið þarf að fara að vinna að því sem er mikilvægt hér á þessu landi. Þ. e. að hugsa um að bjarga heimilunum í landinu. Hætta að níðast á fólki sem hefur ekkert af sér gert.
Marinó Óskar Gíslason, 17.8.2011 kl. 23:13
Já Marinó Óskar.
Er nokkur nema Siv á Alþingi sem hefur hjólað eitthvað?
Þó að ég hafi tekið mótorhjólapróf fyrir nokkrum árum, þori ég eiginlega ekki að vera á mótorhjóli hérna í umferðinni.
Fyrir utan að hafa ekki lengur efni á því.
Ég treysti bara ekki ökumönnum bílanna til að taka nægilegt tillit til hjólanna.
En það eru ekki bara ökumenn bifreiða sem þurfa að bæta ökumenninguna.
Mótorhjólamenn þurfa einnig að tempra hraðann þar sem hraði á ekki við.
Landið okkar og vegakerfið er ekkert sérlega heppilegt fyrir mikinn hraða.
Fyrir utan myrkur, hálku og vindsveipi, bætist svo við gatnakerfi sem víða var hannað fyrir hestvagna.
Svo eru vegirnir víða signir eins og stökkbretti, malbik skemmt, möl og jarmandi búfé á veginum.
Og enn eru í umferðinni ökumenn sem byrjuðu á traktor úti á túni og þannig aka þeir enn.
Sem sagt einir í heiminum, óútreiknanlegir og til alls vísir.
Stór hluti ökumanna kann svo bara ekkert að aka og hafa engan áhuga á að læra það.
Og nú telja alþingismenn sig vera að bregðast við allt of mörgum mótorhjólaslysum.
Fækki ekki slysunum banna þeir kannski öflugustu hjólin, hvað veit ég.
Viggó Jörgensson, 18.8.2011 kl. 00:19
Það er í mikilli andstöðu að hækka prófaldur um tvö ár umfram bílprófsaldur ekki síst vitandi að bifhjól eru almennt umhverfisvænni en bílar (fyrir mér er þetta ekkert nema mannréttindarbrot). Til eru erlendar skoðanakannanir um að skellinöðrukeyrarar eru mun betri bílstjórar í umferðinni þegar þeir eru komnir með bílpróf og ef ég mætti ráða þá mundi ég hafa þetta eftirfarandi: 50cc. frá 14-16 ára og 125cc frá 16. til 18 ára, en 18 ára til 20 mætti vera á hjóli að 500cc. og eftir það fullnaðarréttindi.
Varðandi hlífðarfatnað þá þarf engin lög um hann á Íslandi. Hér er skítakuldi og vindur og hjólafólk klæðir sig almennt mjög vel á Íslandi. Íslenskir mótorhjólaklúbbar hafa hvatt félagsmenn sína til að klæðast góðum klæðnaði með ágætum árangri og skoði maður dánartölur mótorhjólafólks á Íslandi síðustu ár þá er árangurinn alltaf betri og betri. Til staðfestingar á þessu þá er alheims-stöðullinn fyrir látna bifhjólamenn í heiminum 1 á móti 1080, en á Íslandi hefur þetta verið að hlaupa síðustu 10 ár á bilinu 1 á móti 3000 til 9000 í bestu árum og hefur verið að batna með hverju ári.
Varðandi 150cm. bullið þá hef ég hvergi nokkursstaðar séð þetta og man ekki eftir slysi á barni sem farþega á mótorhjóli í þau 30 ár sem ég hef verið að keyra mótorhjól.
Hjörtur L. Jónsson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 07:55
Þetta er enn eitt dæmið um hina takmarkalausu forsjárhyggju þessarar ríkisstjórnar.
Þetta fólk telur sig vita allt betur og nauðsynlegt sé að hafa vit fyrir okkur vitleysingjunum.
Að mati ríkisstjórnarinnar hafði þjóðin t.d. ekki nægt vit til að kjósa um Icesave og nýlegt dæmi um delluna eru hugmyndir um að fara með alla tóbakssölu inn í apótekin og það samkvæmt lyfseðli!
Hingað til hefur mótorhjólafólk "haft vit" á að klæða sig í "viðeigandi" fatnað þegar það hjólar og ég treysti þeim mun betur til að meta hvað er "viðeigandi búnaður" heldur en einhverju fólki sem aldrei hefur upp á hjól komið.
Eigi að fara að setja einhverjar reglur um hvað sé viðeigandi eða fullnægjandi, ætti að skipa mótorhjólamenn og konur í þá nefnd sem fjalla ætti um það mál. Tel hinsvegar að hjólafólk hafi hingað til sýnt að það veit best hvað til þarf og algjör óþarfi fyrir aðra að hafa vit fyrir því í þeim efnum. Ég treysti alþingismönnum alls ekki til að hafa vit á því.
Viðar Friðgeirsson, 18.8.2011 kl. 12:24
Hjörtur þú þarft að tala sjálfur við þá niður á Alþingi.
Þetta eru mjög fín rök hjá þér.
Viggó Jörgensson, 18.8.2011 kl. 13:09
Viðar er ekki Siv í þessum málum niður á þingi?
Hún hlýtur að hafa ágætt vit á þessu, hafiði talað við hana?
Viggó Jörgensson, 18.8.2011 kl. 13:11
fullt af slysum þarsem börn lægri en 150cm bombast í götuna af hjólinu....idiotas
kodo (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.