Það er löngu tímabært.

Það sást vel í icesave málinu að íslenskum stjórnmálamönnum er engan veginn treystandi í þessum efnum. 

Ýmist fyrir ráðherrastól, vænta hraðferð í ESB eða heimsku, vildu margir alþingismenn eindregið hætta framtíð þjóðarinnar.

Með því að samþykkja lög um að borga skuldir sem voru okkur íslenskum almenningi óviðkomandi.

Og mögulega svo háar og óvissar að þær hefðu getað lagt íslenska ríkið og þjóðfélagið niður.

Og margir af þessum þingmönnum sitja enn á Alþingi og eru jafnvel í ríkisstjórn. 

Sumir þeirra hafa fáránlegar hugmyndir um að vera áfram í stjórnmálum. 

Þessir þjóðhættulegu fáráðar ættu frekar að vera í fangelsi, eða á viðeigandi stofnun, en að eiga sæti á Alþingi.   

Nema að Alþingi sé viðeigandi stofnun fyrir slíka aumingja sem ekki hafa einu sinni beðið þjóðina afsökunar á sviksemi sinni.   

 


mbl.is Vill skorður á ríkisfjármálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Taka peningaprentunarvaldið af bönkunum og banna skuldsetningu ríkissjóðs.

Setja reglur um peningaútgáfu og gera hana gegnsæa.

Þá vita allir hvað er mikið að pening í umferð á móti verðmætum til sölu.

Þá gætu allir reiknað eðlilegt verð út sjálfir. Það væri besta neyslustýring í heimi.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2011 kl. 03:43

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég held að Seðlabankinn auglýsi í Lögbirtingablaðinu

hversu miklir seðlar og mynt eru í umferð. 

En um þetta allt þarf að setja einhvern ramma.  

Viggó Jörgensson, 18.8.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband