Forsetinn bjóði þeim á Bessastaði og þakki fyrir okkar hönd.

Stundum hættir manni til að leggja nokkra trú á garpskapinn í fornsögunum.

Það er þegar maður kynnist görpum eins og voru lengstum í línuflokkum Landsvirkjunar og RARIK.

Sem fóru í allra verstu verðrum upp á hálendið þegar við hin urðum rafmagnslaus á nærhaldinu heima.

Og garparnir hafa vissulega verið víðar bæði til sjávar og sveita.

Og nú höfum við eignast nýjar hetjur í brúarflokkum Vegagerðarinnar.

Það hafa þeir áreiðanlega alltaf verið en er okkur nú betur ljóst.

Margir þeirra komu úr langþráðu sumarfríi og aðrir frestuðu sínu fríi.

Þessum mönnum ætti forsetinn að bjóða ásamt frúm sínum á Bessastaði og þakka þeim fyrir hönd þjóðarinnar. 

Hreppsnefndin í Mýrdal er þegar búin að bjóða þeim upp á tertu.

Hvort þeim verður boðið í súpu á Höfðabrekku veit ég ekki.

Hraðatakmarkandi þáttur við þessa brúargerð var niðurreksturinn á rafmagnsstaurunum.

Þess vegna var unnið dag og nótt við þann þátt verksins.

Það skiptir engu hvort menn hefðu unnið dag og nótt við aðra verkþætti, brúin hefði ekki farið hraðar upp fyrir það. 

Sú gagnrýni er því ómakleg.   

 


mbl.is Múlakvísl veitt undir nýja brú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband