12.7.2011 | 15:39
Jökulár eru ekkert grín, straumur, grjót og sandbleyta.
Stöðvi maður augnablik í jökulá.
Finnst samstundis hvernig árin byrjar að grafa frá, og undan, hjólunum.
Og séu ekki læst drif á báðum, eða öllum, drifhásingum er von á festu í sandbleytum.
Auk sandbleytunnar getur grjót á botninum stöðvað för.
Þeir sem eru með koparkúplingsdisk geta kúplað og bakkað tímalega upp úr vandræðunum.
Þannig trukk átti ég í rúman áratug. Sá er bara 4 tonna Benz Unimog, hæfilegur í minni jökulár en ekki fljót.
Samt varð manni ljóst að engir trukkar eru svo stórir að íslenskar jökulár geti ekki léttilega sigrað þá.
Í þetta skiptið var það 14 tonna sérsmíðaður hertrukkur.
Svo halda menn að það sé áhlaupsverk að brúa jökulárnar okkar.
Endalaust má svo minna á að fólksbílar, og jeppar, breytast í báta.
Þegar vatnið er komið upp undir miðjar hurðir og fyrr að aftan.
Þess vegna er reynt að aka yfir vöð skáhalt undan straumi.
Sé mikið í ánni er stundum um hálfgerða siglingu að ræða.
Það er ekkert fyrir óvana eða þá sem eru einbíla.
Sandurinn í jökulánum er ekki eftirsóknarverður í legur og fóðringar í vélbúnaði.
Svo sem í hjóla-, bremsu- og stýrisbúnað.
Grjót í ánum getur einnig brotið ýmsan búnað undir bílnum s. s. bremsurör og ýmsar festingar.
Þess vegna eru góðir jeppamenn sífellt að skoða bílanna sína.
Trukkurinn fastur í Múlakvísl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Athugasemdir
Sófariddurunum og hobbíverkfræðingunum sem hafa verið að tjá sig um þetta síðustu daga hefur nú ekki fundist þetta mikið mál, þetta er bara smá spræna sem hægt væri að brúa með sömu aðferðum og krakkarnir sem byggja mannvirki úr sandi á ströndinni.
Einar Steinsson, 12.7.2011 kl. 19:41
Skrítinn þykir nér trukkurinn á meðfylgjandi mynd.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.7.2011 kl. 21:25
Þetta er Iveco fyrirbrigði sem Ítalarnir komu með í Kárahnjúka og varð eftir hérna þegar þeir fóru. Það eru einhverjar myndir af honum hérna:
[url]https://picasaweb.google.com/asgardur/Trukkar?authkey=Gv1sRgCPv3q67Eo-SDVQ[/url]
Einar Steinsson, 12.7.2011 kl. 23:03
Svona ætti þetta að virka betur:
https://picasaweb.google.com/asgardur/Trukkar?authkey=Gv1sRgCPv3q67Eo-SDVQ
Veit ekki af hverju alltaf er verið að stagast á því að þetta sé Þýskur hertrukkur, seinast þegar ég vissi var Iveco Ítalskt fyrirtæki.
Einar Steinsson, 12.7.2011 kl. 23:09
Sælir piltar.
Ef bíllinn á myndinni NB-847 er Múlakvíslarbíllinn,
þá er þetta IVECO-MAGIRUS EURO CARGO framleiddur árið 1981 á Ítalíu.
Skráður hérlendis árið 2003 sem hópbifreið II með sæti fyrir 39 manns.
Með 11,310 lítra díselvél á 1400X20 dekkjum.
Eigin þyngd er 12.180 kíló.
Hann hefur þá væntanlega verið einhver 15 tonn með farþegum.
Er þetta einhver þýsk ítölsk samvinna úr því að hann heitir líka Magirus?
Það er auðvitað flottara að segja þetta þýskan trukk frekar en eitthvað ítalskt bilað dót.
Viggó Jörgensson, 13.7.2011 kl. 00:08
Iveco keypti Magirus-Deutz 1975 og lagði fljótlega niður nafnið á fyrirtækinu en seldi þó eitthvað af bílum sem Iveco-Magirus fram undir 1990.
Einar Steinsson, 13.7.2011 kl. 06:12
Kærar þakkir Einar.
Viggó Jörgensson, 13.7.2011 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.