Ekki má lukkudís okkar Íslendinga bregða sér bæjarleið.
Þá sýður súpan upp úr á Höfðabrekku.
Össur lendir á glapstigu með Hamas, helstu glæpasamtökum heims.
Hringvegurinn fer sundur og Ögmundur sagður sofa niður í ráðuneyti.
Allt farið í drasl á Bestu hátiðinni og kynnirinn kallaði fjallkonuna hóru.
Ofan í kaupið brann svo útikamar íhaldsins í Garðabæ.
Þetta eru voða sætar fjölskyldumyndir frá ESB en þú verður samt að koma í hvelli heim.
Kauptu 128 metra stálbrú af frú Merkel og berðu henni kveðju Guðs og okkar.
Ein hundert acht und zwanzig metrar og 7 metra breið. Þarf að þola 63 tonn.Brúin verður að vera á VISA rað, af því að Steingrímur er týndur með tómt ávísanaheftið.
Eða á Ölstofunni, hvað veit ég.
Kauptu svo nammi og kattamatinn í Fríhöfninni.
Jóhanna fundaði með Merkel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Athugasemdir
Snilldar pistill!
Elvar Másson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 21:23
Landinu er stjórnað af snilld Elvar.
Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 21:34
Það þarf góða færslu sem inniheldur Jóhönnu, Össur og Steingrím en fær mann samt til að brosa
Klassi!
Haraldur Hansson, 11.7.2011 kl. 22:10
Marktækir stjórnmálamenn eru þessi þrjú ekki, Haraldur.
Frekar eins og fígúrur upp úr bresku þáttunum Yes minister.
Hreinn farsi bara.
Viggó Jörgensson, 11.7.2011 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.