Ráðuneytið ekki með stálbrýr á lager?

Furðulegt hvað við Íslendingar getum orðið hissa og hneykslaðir. 

Á þeim náttúruhamförum sem bitna á okkur sjálfum persónulega. 

Ef ég byggi mér hús á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. 

Og rífst svo og skammast í Veðurstofunni og ráðuneytinu út af roki og rigningu.

Og ég sem ætlaði að hafa þarna litla sólarströnd og smá golfvöll í tjaldi. 

Auðvitað er þetta hörmuleg uppákoma um hábjargræðistímann að missa í sundur hringveginn.

En þetta er hluti af ævintýrinu Ísland.  

Í yfir þúsund ár hafa íbúar í Skaftárhreppi, og nærsveitum, átt á öllu von. 

Og það getur ekki verið ríkisvaldinu að kenna, ekki einu sinni ESB.

Steinsteypa tekur nokkrar vikur að ná fullum styrk. 

Það má því þakka fyrir ef ný brú verður tilbúin fyrir réttir í haust. 

Eigi að byggja brú úr stáli, til bráðabirgða, tekur það einnig vikur að koma henni saman.

Vonandi verður hægt að nota þær brúaruppistöður sem ekki sópuðust burt.

En þær verður að kanna rækilega og einnig undirstöður þeirra við árbotninn.  

Að baki brúarsmíð eru miklu flóknari útreikningar en við almenningur hugleiðum dags daglega.

Bæði jarðfræðingar og verkfræðingar þurfa að gæta að jarðvegi, styrk, ísingu, vind- og jarðskálftaálagi.

Og þetta eru flóknir útreikningar þar sem mistök eru lífshættuleg.  

Sumir bílarnir eru einhver 40 tonn með tengivagni. 

Það er ekkert grín að fara yfir eitthvað hrófatildur á sjóferðabæninni einni saman. 

Stærstu fólksflutningabílar taka jafnvel hátt í 70 manns í sæti.  

Að missa hópferðabíl fullan af ferðamönnum í ána, yrði til muna verri landkynning en horfin brú. 

Þá er nú betra að súpan kólni hjá Jóhannesi höfðingja á Höfðabrekku.  

 


mbl.is Senda ráðherra neyðarkall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband