Það var nú nokkuð snemmt. Spurning um óvirka sýningargripi.

Í þessu einstaka máli eiga sérstök sjónarmið við.

Maðurinn hefur lífsviðurværi sitt af rekstri á veiði- og vopnasafni.

Atvinnufrelsi manna er veitt sérstök vernd í stjórnarskránni, þar sem þau teljast til mikilsverðustu réttinda manna. 

Nú hefur maðurinn misst leyfi til að hafa skotvopn undir höndum.

A. m. k. tímabundið og ekki sjálfgefið að leyfið fáist aftur.

Ekki einu líklegt hafi maðurinn hótað lögreglumönnum með þeim. 

Dómstólar hljóta að taka afstöðu til þess hvort maðurinn verði sviptur byssuleyfi verði gerð um það krafa. 

Ekki einu sinni víst að atbeina dómstóla þurfi til, verði maðurinn sakfelldur fyrir alvarlegt brot á vopnalögum.  

Dómstólar munu í sama máli fjalla um afdrif á þeim skammbyssum sem maðurinn handlék fyrir framan lögreglumenn. 

Verði maðurinn sakfelldur fyrir alvarlegt brot á vopnalögum vera þær líkast til gerðar upptækar.

Um haldlagningu á hinum byssunum 90 þurfa þessi tvö stig stjórnsýslunar að fjalla fyrst. 

Lokaniðurstöðu stjórnsýslunar er að jafnaði hægt að bera undir dómstóla á síðari stigum. 

Hins vegar vakna spurningar hvort hægt sé að afhenda manninum þær byssur sem hafa sýningargildi.

Ef úr þeim væri tekinn einhver slíkur skotbúnaður að þær teldust ekki skotvopn í skilningi vopnalaga.

Og koma þannig til móts við þau sjónarmið að hér er um atvinnu mannsins að ræða.

Þeim sem ekki hefur skotvopnaleyfi má ekki afhenda eða selja skotfæri né efni til skotfæragerðar. 

Vopnalögin gera ráð fyrir að veita aðila skotvopnaleyfi til að reka safn með skotvopnum. 

Slíkt safn gæti þó tæplega verið inni á heimili manns sem ekki hefur slíkt leyfi.

Hvað þá ef hann hefði verið sviptur slíku leyfi fyrir alvarlegt brot á vopnalögum. 

 

 

 

 


mbl.is Fær ekki vopnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er alki, það eru 95% líkur á að hann falli eftir meðferð. Hann á ekki að hafa aðgengi að vopnum.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 14:40

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru meiri líkur á því að DoktorE frelsist enn að alkar fari að skjóta fólk að gamni sínu. Annars er vopnasýningar og vopnasöfn á Íslandi hégómi og rugl í sjálfu sér. Af hverju eru smiðir ekki með sýningu á hömrum og sögum? Sjaldgæfir naglar og skrúfur gætu hangið á veggjunum...

Að vera fullur að handleika skammbyssur fyrir framan óvopnaða lögreglumenn er að sjálfsögðu algjörlega út í hróa hött. Það á að dæma manninn til að að vera með hinum börnunum í leikskóla eða sitja með snuð á arnahóli í nokkra daga....enn það er alltaf ljótt að taka leikföngin af smábörnunum.

Óskar Arnórsson, 8.7.2011 kl. 15:12

3 identicon

Nú er undirritaður ekki í aðstöðu til að taka afstöðu í máli þessa tiltekna manns, þekki ekki baun til málavaxta, en hef af því áhyggjur að á safninu var hann m.a. með lánsgrip(i) sem er(u) í eigu manna sem enga ábyrgð bera á þessu safni. Veit að þarna er t.d. um að ræða einn fornan grip, sem einstaklingur, sem ég þekki, á og honum fylgir merk saga. Illt væri ef slíkum gripum yrði eitt vegna þessara atvika.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 15:55

4 identicon

Átti að standa: "verði eytt" að sjálfsögðu.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 15:56

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já við bíðum bara eftir að yfirvöld afgreiði þetta mál.

Ef þú rennir yfir vopnalögin Þorkell, þá sérðu þar ákvæði um að virða safngripi og byssur sem hafa tilfinningalegt og sögulegt gildi. 

Hafi eigendur lánsgripa byssuleyfi geta þeir sótt byssur sínar til sýslumanns.

Þessar 90 voru ekki gerðar upptækar heldur teknar úr vörslu manns sem ekki hafði lengur skotvopnaleyfi til að hafa þær undir höndum.   

Viggó Jörgensson, 8.7.2011 kl. 20:48

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sá sem er með skotvopnaleyfi má lána öðrum leyfishafa byssur sínar

hafi lántakinn leyfi fyrir samkonar byssu. 

Slíkt ber hins vegar að tilkynna lögreglustjóra.

Hafi það misfarist geta menn átt von á sekt. 

Viggó Jörgensson, 8.7.2011 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband