8.7.2011 | 08:04
Og þetta voru Grænlendingar.
Grænlendingar ættu að hafa, af öllum þjóðum, mest vit á hvítabjörnum.
Þeir sáu sér ekki annað fært en skjóta þennan ísbjörn.
Samt eru alltaf einhverjir Íslendingar stórhneykslaðir á að slíkt skuli gert í mannabyggðum hér á landi.
Grænlendingar telja greinilega ekki að þetta séu einhver gæludýr eins og sumir hérlendis.
Hvítabjörn skotinn í sumarhúsabyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:06 | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þér, mér finnst menn hafa allt of oft verið yfirlýsingaglaðir gagnvart hvítabjörnum hér á landi, þ.e.a.s. að menn séu að bölvast yfir því að þeir séu skotnir. Eins og þú segir, þetta eru ekki gæludýr.
Garðar Valur Hallfreðsson, 8.7.2011 kl. 08:23
Það er orðið svo skemmtileg íþrótt nú til dags að kvarta yfir öllu sem hægt er að kvarta um. Ég sé svo margar óviðeigandi tengingar við ýmis fréttaskot, þar sem einhver vill svo svakalega mikið koma skoðun sinni á hvað hann hatar mikið ríkistjórnina að hann býr til furðulegustu tengingar við fréttina og snýr út úr því svo að það sé neikvætt.
Einar Örn Gissurarson, 8.7.2011 kl. 10:30
Þakka þér Garðar Valur.
Á stuttum tíma höfum við einmitt fengið fréttir af grábjörnum sem hafa banað fólki.
Í þjóðgörðum þar sem fólk röltir sér til heilsubótar, óvopnað.
Viggó Jörgensson, 8.7.2011 kl. 14:07
Sæll Einar Örn.
Hvar kemur ríkisstjórnin inn í þessa umræðu?
Ekki hef ég heyrt um ráðherra sem ráðast á fólk og éta.
Viggó Jörgensson, 8.7.2011 kl. 14:08
Hehe, maður veit svosem ekki upp á hverjum Steingrímur tekur næst ;)
Garðar Valur Hallfreðsson, 8.7.2011 kl. 20:10
Steingrímur myndi skattleggja ef menn fengju frítt að éta einhvers staðar.
Ef þú ert með kartöflugarð Garðar Valur áttu að senda Steingrími 4 kartöflur af hverjum 10
Sama gildir um rabbara, bláber, krækiber o. s. frv.
Viggó Jörgensson, 8.7.2011 kl. 20:41
Grein þín hafði ekkert með ríkistjórnina að gera. Þú varst að tala um hvað fólk væri fljótt að kvarta yfir hvernig tekið var á ísbjörnunum sem ráku hér í land og ég var einfaldlega sammála þér. Held að ég hafi verið nógu skír með það að ég væri að koma með dæmi um furðulegar kvartanir sem fólk væru að koma með, þegar það fer að röfla um X að því að Y gerðist, vegna þess að það vildi frekar tala um X. Þarft ekki að gera lítið úr athugasemd minni.
Einar Örn Gissurarson, 9.7.2011 kl. 13:03
Bið þig afsökunar Einar Örn.
Viggó Jörgensson, 10.7.2011 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.