Lýsir vandamálum Afríku í hnotskurn.

Landstjórnendur Afríkuríkja hafa yfirleitt aðeins áhuga á eigin málum og ættingja sinna.

Um okkar daga hafa helstu glæpamenn mannkyns verið á valdastólum í Afríku. 

Það ætti því engum að koma á óvart að stjórnarherrar Afríku haldi verndarhendi yfir þessum snarklikkaða Gaddafi. 

Þeim líkar ekki það fordæmi að alþjóðasamfélagið fari að hreinsa meira til. 

Þá kæmi auðvitað röðin að þeim sjálfum, mörgum hverjum.

Yfirstéttin í Afríku vill engu breyta.  

Eitthvað kunnuglegt er það ekki? 


mbl.is Ætla ekki að handtaka Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viggó. Trúir þú því að Gaddafi sé í raun sá vondi maður, sem verið er að telja vestrænum heim trú um í fjölmiðlum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.7.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég trúi yfirleitt engu sem mér er sagt.

Ég kynni mér málin sjálfstætt frá mörgum hliðum. 

Stundum skortir upplýsingar til að geta myndað sér nokkra skoðun, hvorki til eða frá. 

Í fjóra áratugi hafa fengist nægar upplýsingar úr nægilega mörgum áttum til að vita hvers kyns er

um stjórnarhætti og gerðir Gaddafi. 

Lestu nú sjálf það sem Wikipedia segir um þennan fjöldamorðingja.  

Þar eru menn ekki vanir að fara með fleipur enda með langar heimildaskrár sem menn geta þá kynnt sér.  

http://en.wikipedia.org/wiki/Muammar_Gaddafi

Viggó Jörgensson, 2.7.2011 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband