11.6.2011 | 08:25
Þetta hljómar bara vel.
Stærsta málið er að breyta þeim lögum sem standa því í vegi að keyra saman mismunandi tölvukerfi.
En þá þarf einnig að gæta að því að ekki séu keyrðar saman aðrar upplýsingar en þær sem koma þessu máli við.
Aðeins verði hægt að sjá, í rauntíma, hvaða ávanalyf hafi verið skrifuð út og annað ekki.
Og í rauninni kemur það aðeins þeim lækni við sem ætlar að skrifa út slíkt lyf.
Og bráðadeildum sjúkrahúsanna ef viðkomandi er lagður þar inn.
Starfsfólki lyfjaverslanna ætti ekki að koma það við.
Nema að lyfjafræðingur ætti að geta hringt í vafatilfellum.
Flesta í þessum störfum varðar ekkert um það, hvað einhver á líknardeildinni er að fá mikið morfín.
Strangt eftirlit þarf að vera með uppflettingum í slíkan gagnagrunn.
Brot varði sektum og ítrekuð eða alvarleg brot varði starfsréttindamissi og brottrekstri.
Gripið til aðgerða vegna lyfjamisnotkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.