Þotuhreyflar kosta miljarða og eru án loftsíu.

Það er leikmönnum óskiljanlegt að flugfélög séu að senda vélar sínar í gegnum öskuryk.

Sandur og ryk er það versta sem hægt er að fá inn í núningsfleti á vélbúnaði.

Styttir endinguna, eykur viðhald og gerir rekstraröryggið minna.

Þess vegna eru loftsíur á venjulegum bulluhreyflum í bílum og minni flugvélum.

Þotuhreyflar hafa engar loftsíur og margir hlutir í þeim eru úr alveg sérstökum málmblöndum.

Vita menn um einhverjar langtímarannsóknir um áhrif þessara gosefna á t. d. málminn í legum og þess háttar hlutum?

Framleiðendur hafa verið þvingaðir til að hækka leyfileg mörk á þeirri ösku sem má fara inn í hreyflanna.

Vita þeir nokkuð um áhrif þessara efna í raun og veru? Þetta er ekki venjulegt ryk sem þeir þekkja vel.

Hitt er alveg ljóst að það er betra að sitja heima en vera í þotu sem missir afl á báðum eða öllum hreyflum samtímis.

Hversu vel er unnt að skoða hreyflanna í stuttri viðdvöl á milli flugferða?

Eini sérfræðingurinn sem ég hef séð tjá sig er Susan Stipp jarðefnafræðingur er rannsakaði málið á síðasta ári.

Hún er auðvitað ekki vélaverkfræðingur er varar flugfélög við tilraunastarfssemi með öskuna.

Í refsirétti heitir lægsta stig ásetningsbrota dolus eventualis. (lat.) Indirect intention (e).

Það er að vita upp á sig skömmina en vona að allt fari vel.

Næsta vægara stig saknæmis er stórkostlegt gáleysi en þá er oftast ekki um refsingu að ræða heldur skaðabótaskyldu.

Forstjóri Ryan Air er með annan fótinn í grjótinu.

Þar sem hann gengur fram fyrir skjöldu og hvetur til flugs sem mest hann má, og fullyrðir að ekkert ryk sé í loftinu.

Ekki fylgir sögunni hvort hann fer sjálfur í prufu flugin sem hann lætur framkvæma eða hvort rykmælitæki séu þar um borð.

Það eru einmitt stjórnendur lággjaldaflugfélaga sem vilja að einn flugmaður (eða enginn) sé við stjórn á farþegaþotum framtíðarinnar. 

Einmitt þegar betur og betur er að koma í ljós að heimsk tölvukerfi eru orðin lífshættulega flókin í sumum flugvélagerðum.

Flugmönnum og flugvirkjum Flugleiða treysti ég fullkomlega en þekki ekki stjórnendur eða önnur félög.  

(Hjá mér heita fyrirtækin Flugleiðir, Esso, Bílanaust, Búnaðarbankinn o. s. frv. óháð óráði markaðsfræðinga.)  


mbl.is Norðmenn öskureiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband