Svipta ber konuna leyfi til hundahalds.

Ef þessi ágæta kona eigandi þessarar tíkur er á nokkurn hátt viðriðin hvarf tíkarinnar.

Þá ber að svipta hana leyfi til hundahalds séu einhver lagaúrræði til þess.

Konan mun eiga Rottweiler hund, tvo aðra hunda og ein fjögur börn. 

Allir þessir hundar eru vandmeðfarnir og geta orðið hættulegir séu þeir vanræktir eins og tíkin var. 


mbl.is Aflífa á tík sem beit konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar erum við sammála

María (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 23:45

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það hlaut nú að koma að því

Viggó Jörgensson, 10.5.2011 kl. 23:50

3 identicon

Þar erum við hjartanlega sammála.

En þessi setning pirrar mig: "Nefndin segir að þar með hafi ekki tekist að fyrirbyggja þá hættu sem kunni að stafa af hundinum og því sér hún sér ekki fært að taka ákvörðun um að fresta því að aflífa skuli rottweilertíkina Chrystel. Beiðni eiganda tíkurinnar var því hafnað".

Hljómar eins og að hundurinn hafi einhvertímann átt möguleika..., en nú ákveði nefndin að hefna sín því einhver dirfðist að "ræna" hundinum frá þeim. Enn og aftur er ekki við hundinn að sakast, enn og aftur er hegðun mannfólksins vafasöm. 

Valgeir (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 06:11

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Því miður er það nú bara þannig að skaðinn er skeður. Kannski verða það þá börnin ykkar sem að verða fyrir því, að mamma eða amma?

 Ég á hund sjálfur og mundi til dæmis aldrei láta mér detta það í hug að skilja hann eftir einn bundinn, ég veit að hundar eru óútreiknanlegir ef að þeim er sótt á máta sem þeim líkar ekki, og sérlega ef þeim finnst þeir vera innikróaðir. Nú ef að eigandinn hefur verið hjá honum og hundurinn samt gert þetta........ Það er hlutverk eiganda að vernda og þekkja dýrið sitt, og þarna bregst hann hrapallega!

Þetta mál er allt hið leiðinlegasta og vont að hundurinn verði aflífaður, en það er því miður það eina í stöðunni, þetta er ekki eitthvað sem þú elur úr honum. Því er ég algjörlega sammála því að svipta ætti eiganda hundsins öllum rétti til hundahalds.....þegar öllu er á botnin hvolft þá er það hann sem bregst, ekki hundurinn!

Ellert Júlíusson, 11.5.2011 kl. 13:07

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér Ellert.

Viggó Jörgensson, 11.5.2011 kl. 23:27

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Valgeir.

Þetta er alveg rétt hjá þér.

En það er engu að síður víða þannig í lagaframkvæmdinni að ef þú stendur ekki rétt að málum formlega

þá ertu oft að koma verr út efnislega en annars hefði kannski verið.

Við getum tekið vinnuslys sem dæmi.

Ef þú sem vinnuveitandi kallar ekki á Vinnueftirlitið eins og lögboðið er

þá dæmist allur vafi þér í óhag, vegna atriða sem hefðu, eða hefðu ekki, getað komið fram í skýrslu Vinnueftirlitsins.

Í þessu tilfelli hefur komið fram að eigandinn sé viðriðinn hvarf tíkarinnar og þar með versnar málið töluvert.

Er þá úrskurðað eftir formsatriðum frekar en efnisatriðum.

Og hafði þar á undan byrjað illa þar sem tíkin var óskráð

sem þýðir að eigandinn er strax kominn í mínus, með því að hafa ekki skráningarformsatriðin í lagi.

Sums staðar er óskráður hundur jafnt og dauður hundur, komist yfirvöld í málið.

Viggó Jörgensson, 11.5.2011 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband