1.5.2011 | 19:27
Gríðarlega mikilvægt fyrir flugheiminn og farþega.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir allan þann almenning sem ferðast með flugi.
Það hefur verið nánast óbærilegt fyrir Airbus verksmiðjurnar, Air France, flugmenn, veðurfræðinga og allan flugheiminn - að orsakir þessa flugslyss væru í svo mikilli óvissu.
Á næsta ári eru 100 ár síðan Titanic fórst.
Þar þótti nokkur hroki á ferð, þar sem því var haldið að almenningi að skipið gæti ekki sokkið.
Það sama hefur verið að gerast í fluginu.
Menn hafa hiklaust haldið fram að stærstu þotur ættu að komast í gegnum þrumuský. (Skúraský, klakkur, cumulonimbus.)
Þessa einu skýjagerð sem getur náð upp úr flughæð nútíma farþegaþotna.
Samt vita allir flugmenn að inn í þeim er veðrið misjafnlega kolvitlaust sem fer bæði eftir hæð og staðsetningu á hnettinum.
Upp- og niðurstreymi, lagskiptur vindur, ísing, haglél, eldingar og gífurlegt vatnsúrhelli getur verið inni í þessum skýjum.
Og það sama er nú uppi á teningnum og var með Titanic.
Hjá sumum flugfélögum eru flugmenn undir aukinni pressu að halda stífa áætlun og víkja ekki frá fyrirfram áætlaðri flugleið.
Áður fyrr þótti sjálfsagt að flugstjórar gætu beðið um aukið eldsneyti til að geta sneitt hjá þrumuskýum eða að minnsta kosti miðju þeirra.
Nú eiga þeir von á skömmum ef þeir víkja af áætlaðri leið.
Öryggi farþeganna og áhafnar er ekki í fyrirrúmi hjá þeim flugfélögum.
Aldrei hef ég heyrt af slíkum sparnaði hjá íslenskum flugfélögum.
Fróðlegt væri að heyra ef það hefur breyst.
Hér að neðan er hlekkur með mynd af minniseiningunni sem var að finnast.
Hún er vonandi óskemmd af sjó og tæringu. Þar voru skráðar upplýsingar um kerfi flugvélarinnar, flughreyfingar og það sem snýr að stjórn vélarinnar.
Hins vegar á eftir að finna þá einingu sem geymir hljóðupptöku af samtölum flugmanna í flugstjórnarklefanum.
Hér má svo sjá þar sem armur neðansjávarkafbáts tekur minniseininguna traustataki.
Svo mikið var höggið við brotlendinguna að minniseiningin slitnaði frá upptökutækinu:
Fundu flugrita í Atlantshafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2011 kl. 23:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.